3.2.2010 | 17:24
Bronslitur og þjóðremba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 17:05
Leyndóið hennar Katrínar
Þau hafa verið nokkuð mörg leyndarmálin hjá ríkisstjórninni nú síðustu vikurnar. Stundum dúkka upp einhverjar skýrslur sem þola dagsins ljós, stundum eru haldnir fundir sem ekki má fréttast af og stundum hleypur Jóhanna til útlanda án þess að nokkuð megi vitnast um það. Af enn einu leyndóinu hefur nýlega frést úr menntamálaráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að eftirleiðist verði nemendur að greiða sjálfir 30% skólagjalda við háskóla sem Lín hefur hingað til lánað fyrir. Einhverstaðar segir að sönnu að tilgangur Lín sé að jafna stöðu fólks til náms en ekki getur þessi ráðstöfun beinlínis talist gerð í þeim tilgangi. Fyrirsjáanlegt er að margt efnalítið fólk verður að hverfa frá námi við virta góða háskóla og listaskóla t.d. í Bandaríkjunum þar sem skólagjöldin nema stundum einhverjum milljónum á önn. Svo virðist sem nú eigi að fara að rústa menntun á sama tíma og menn tala frjálslega um fjárfestingu í menntamálum! Því miður virðast blessaðir vinstri grænir ekki alltaf alveg fylgja eigin stefnu. Maður spyr sig t.d. hvers vegna verið er að ausa milljónum af skattfé almennings í þá hrikalegu prump fjárfestingu sem hinn svokallaði Háskóli í Reykjavík er. Einhvertímann var víst á stefnuskrá VG að ríkið hætti að styrkja einkaháskóla þarna eys það fé í offjárfestingarbyggingu sem er í göngufæri við annan fjársveltan skóla. Á meðan þetta gerist verður fjöldi efnalítilla íslenskra ungmenna að hverfa frá námi við góða erlenda háskóla. Vinstri Grænir eru að sjá til þess eins og í mörgu öðru að horfið verði til þeirra gömlu góðu tíma þegar skólaganga var forréttindi afkomenda fína fólksins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 15:38
Blessuð sjálfsbjargarviðleitnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 15:25
Blásið til útþynningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 16:48
Tíðindalaust á þingvígstöðvunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 16:19
"Þetta reddast" hagkerfið
Þegar þetta er skrifað sitja þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sennilega með sveittan skallann við að reyna að ákveða hvort óhætt sé að veita þessari furðulegu þjóð Íslendingum efnahagsaðstoð. Margt hefur verið rætt og ritað um þennan alþjóða gjaldeyrissjóð og mörgum hér á landi þykir nærvera hans lítt áhugaverð. Því er nefnilega þannig varið að ferill þessa sjóðs er ekkert alltof glæsilegur, víða í þriðja heiminum skilur hann eftir sig sviðna jörð. Sums staðar hefur heilbrigðiskerfi verið rústað, sums staðar var vatn einkavætt og á einum stað var eitt af skilyrðum fyrir lánum frá sjóðnum það að brauðverð til almennings yrði stórhækkað. Hagfræðingar þessa ágæta sjóðs eru vel lesnir í fræðum Milton Freedmans og annarra forvegismanna frjálshyggjunnar og einkavæðing er töfraorð. En þó að þessir hagfræðingar virðast ekki þekkja neina hagfræði fyrir utan frjálshyggjuna verður að segjast eins og er að sú hagfræði sem stunduð hefur verið á Íslandi hlýtur að vera eitthvað sem þeir hafa aldrei séð á ævinni. Hér var að sönnu gerð tilraun með þvílíka frjálshyggju að hvergi hefur annað eins sést. En í ofan á lagt kom þessi sérstaka kenning okkar Íslendinga sem kalla má "þetta reddast" og "þetta reddast" var gerð tilraun með á gróðaeyristímanum. Menn tóku lán hjá sjálfum sér til að kaupa sjálfan sig með veði í sjálfum sér og þarna urðu til peningar sem beinlínis uxu á trjánum samanber kenningu sem gott ef Pétur Blöndal setti ekki einhvern tímann fram. Með peningum þessum voru byggð býsnin öll af steinsteypu og inn í hana troðið alls konar glingri og undir píanóleik Elton John runnu jepparnir og flatskjáirnir út úr búðunum og heimurinn stóð á öndinni. Var það virkilega rétt að peningar gætu orðið svona auðveldlega til? En allar blöðrur geta þanist of mikið út og þær springa með miklum hvelli. Forsætisráðherra biður Guð að bless Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veit ekkert hvað hann á að gera við þetta lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 15:35
Kerfiskerlingin Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 18:24
Bjartsýnn Forseti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 18:17
Dabbi á Moggann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 17:33
Ögmundur Farinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)