15.4.2010 | 22:35
Meðvirkni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 22:17
Náttúran ælir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2010 | 14:57
Heilagur skítur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2010 | 14:40
Blóðbað á fréttastofunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 18:29
Skrautfjöður fallin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 18:15
Eftir Neijið
Um síðustu helgi var settur á svið farsi í leikhúsi sem Ísland nefnist sem sjálfur Dario Fo hefði getað verið fullsæmdur af. Stór hluti þjóðarinnar arkaði á kjörstað til að segja nei án þess að vita almennilega við hverju var verið að segja þetta nei. Hér skulum við ekki ræða aðdraganda og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar né heldur þátt forseta vors. Sem þessa dagana stendur nú helst í því að móðga frændur vora Norðmenn. Á sunnudagsmorguninn kom þó í ljós tilgangur stjórnandstöðunnar við öllu bröltinu. Hann var auðvitað að veikja ríkisstjórnina og þá ekki síst Steingrím og á tímabili leit svo út sem bragðið myndi heppnast og maður var eiginlega farinn að dást að kænsku stjórnarandstöðunnar. Því allt leit út fyrir að stjórnin springi og boðað yrði til kosninga. En dæmið var ekki alveg rétt reiknað, þegar til átti að taka sá stjórnarandstaðan að það var bara ekkert spennandi að etja landinu út í kosningar jafnvel þótt slíkt kynni að skyggja á alla umræðuna sem verða mun þegar stóra ógnvekjandi skýrslan kemur út. Menn hafa ugglaust ætlað að reyna að drepa umræðuna um hana einhvernvegin á dreif. En skítblönk þjóðin þurfti að borga einar 200 milljónir aðgangseyri að farsanum og þó svo segja megi að eitthvað hafi komið í móti í formi túrisma þess sem þarna átti sér stað þegar fjölmiðlamenn Evrópu flykktust hingað til að berja þennan undarlega samsöfnuð Íslendinga augum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 17:05
Skjálfandi Varðskip
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 16:35
Nei dagurinn mikli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2010 | 17:13
Rafrænir Davíðssálmar
Hafin er útgáfa á sérstökum rafrænum úrdrætti úr Mogganum þar sem eru aðsendar greinar og einnig hinn óvinsæli boðskapur, sjálfir Davíðssálmarnir. Lesa má þetta efni með aðstoð talgervils og í fyrradag, mánudaginn 8.febrúar voru sálmarnir einkar Davíðskir.Við þann fyrri var leikið þetta löngu útslitna lag um vondu karlana hjá Baugi sem búnir eru að stela milljörðum. Hins vegar minntist hann ekki orði á Ólaf Ólafsson, hann sem vann sér það til frægðar að fá Elton John til að syngja fyrir sig tvö lög í afmælisveislu sinni. Hvaðvíst kostnaðurinn hafi verið 70 milljónir. Einnig vann hann sér það til ágætis að töfra fram arabahöfðingja einn til að redda syndarviðskiptum því enginn veit hvort þessi arabi sé til eða ekki. Annar sálmur var um prófkjör eda forvar vinstri grænna á Akureyri. Þar var sett fram nokkuð langsótt kenning þess efnis að núverandi bæjarfulltrúi hafi verið í prófkjörinu niður í 3. sæti sakir óhlýðni við Steingrím J. Þessi kenning hljómar frekar ólíklega. Ég held að bæjarbúar Akureyrar lýti mjög jákvætt á Baldvin og hugsi ekkert um afstöðu hans við Steingrím. Nema menn vilji bara að hann einbeiti sér að því að afgreiða á flugvallarbarnum, farþegum til mikils gamans og ánægju.
10.2.2010 | 16:13
Spilad í víti
Fyrirhugað er að setja a stofn víti á Íslandi. Ekki þó þetta víti í neðra þar sem sá vondi dundar
sér við að grilla syndarana, heldur skal víti þetta vera í hásölum hótels þar sem fínir karlar koma
og eiða dollurunum sínum.Víti þetta mun einkum ætla erlendum gestum svo þeir fari nógu örugglega á mis við náttúru landsins. En víst er að einhverjir útrásarvíkingar munu læðupokast þarna innog hefur það að minnsta kosti þann kost að þeir eru ekki að vasast í bankasýslu á meðan. En þar semlítið hefur verið rætt um í þessu samhengi, er staðsetning spilavítisins.Það er nefnilega ekki sjálfgefið að setja á stofn svona fyrirtæki í Reykjavík. víðast hvar í Evrópu eru spilavíti gjarnan í minni bæjum og í Frakklandi t.d. aðeins í bæjum sem fengið hafa ákveðna löggildingu sem ferdamannastadir. Að hafa þessa starfsemi á litlum stöðum hefur ýmsa kosti, þannig séralmenningsálitið að miklu leyti fyrir því að heimamenn eða Íslendingar almennt, verða ekki svo mikið að flækjast þarna, slíkt yrði einfaldlega of áberandi.Hins vegar þá gæti þetta dregið að sér efnaða ferðamenn. Sem sjaldan láta sjá sig á svona stöðum nema þá helst við laxveiði sem reyndar færi ágætlega saman við spilavítisrekstur. Þó verður nú líklega aldrei farið að byggja upp einhverja íslenska Las Vegas inni á miðhálendinu.