Meðvirkni

Skýrslan góða hefur eðlilega valdið hneykslum og reiði alls almennings í landinu. Þó verður að gera þar svolitla athugasemd. Staðreyndin er nefnilega sú að þjóðin með forseta Íslands í broddi fylkingar var ótrúlega meðvirk. Uppfullir af þjóðrembu hreyktu Íslendingar sér af því hversu miklu betri og klárari við værum en aðrir. Maður lætur hugann ósjálfrátt reika til Þýskalands fjórða áratugarins. Það var ekki nóg að Íslendingar ættu fegurstu konurnar, sterkustu mennina og besta vatnið heldur áttum við auðvitað banka sem voru öllum bönkum fremri og allir vildu fetja í fótspor ofurlauna mannanna. Menn þurftu að eignast fínni jeppa og stærri flatskjá heldur en fúll á móti og menn horfðu við öfund og afbrýði á stórlaxana sem fengu Elton John til að spila í sextugs afmælinu eða leigðu fínustu tónlistarhöll í London undir Stuðmenn, snæðandi gullið risotto áður en þeir lögðust brennivínsdauðir á tröppur Scala óperunnar í Mílanó. Fólk trúði eins og Biblíunni, innantómu orðagjálfri auðstéttarinnar hversu dýrðlegt það væri að eiga bankabréf hér og hlutabréf þar, að byggja kringlur og smárarindil en að byggja vegi og brýr, hversu miklu meira virði það væri að byggja fullkomnasta glerkúpul heims en að framleiða bestu matvæli í heimi.

Náttúran ælir

Þá er blessuð rannsóknarskýrslan komin út eftir miklar og langar fæðingarhríðir. Urðu viðbrögð við henni mikil svo sem von var. Sjálfri náttúrunni varð svo bumbult af henni að hún ældi. Barst spýjan víða um meðal annars til Bretlands og Hollands, og þakkaði ég mörgum Íslendingnum. Staðreyndin er þó sú að mest öll þessi spýja hrundi ofan á blessaða tandurhreina fjallkonuna okkar og það er engin furða þó að náttúrunni verði óglatt. Á mánudaginn var í sjónvarpinu heil langur þáttur en þó ekki langdreginn um skýrsluna. Var þessi þáttur hin besta skemmtun en erfitt var að átta sig á því hvort verið væri að horfa á spennandi glæpamynd, spaugstofuna, fjölskyldudrama eða einhverja fáránlega listræna mynd frá Evrópu sem enginn skyldi nema framleiðandinn. Margt af því sem þarna var borið á borð var svo gjörsamlega ofvaxið mannlegum skilningi og annað var svo augljóst að hefði mátt vera skilið af hverju smábarni, En það samsafn hálfvita, aula, heimskingja og glæpamanna sem áttu að heita stjórnendur landsins, annað hvort vissi ekki neitt um það sem var að gerast eða einfaldlega lokaði augunum. Meðan voru framin bankarán innan frá og beitt var ótrúlegustu blekkingum eða þá fjárkúgun, auk annars misferlis. Það sem er svo furðulegt er hvernig svona samsafn fáráðlinga og asna skuli hafa getað náð þjóðfélaginu á sitt vald, keyrt þjóðina í þrot, trylla illa fengnu fé sínu á Tortóla meðan þrautpíndir skattborgarar hafa mátt borga fyrir sukkið og óreiðuna með okurvöxtum, verðlausum krónum og niðurlægingu matargjafa.

Heilagur skítur

Páskarnir, mesta trúarhátíð kristinna manna er nú að baki og að vanda hefur verið talsverð trúmálaumræða síðustu dagana. Að þessu sinni hefur þessi umræða þó ekki getað talist með merkara móti. Eftir vill ekki nema von því svo virðist sem þekkingin á kristinni trú sé nokkuð afmörkuð meðal almennings og þá jafnvel svo að svokallaðar kristnar útvarpsstöðvar stíga feilspor. Þannig mátti heyra eina slíka stöð auglýsa kirkjustarf á Skírdag í páskaviku. Þessum aumingja mönnum skal bent á að vikan fyrir páska heitir á íslensku dymbilvika, páskavikan er hinsvegar vikan eftir páska. Annað sem mjög hefur verið í umræðunni er nokkuð sem menn kalla heilagann skít en sá skítur mun að því er ég best veit vera staddur um þessar mundir í Dóminíkaníska lýðveldinu. Nú fer ekki mikið fyrir skoðunum Jesú Krists á ristilhreinsun enda fátt um persónuleg lífsviðhorf hans vitað. Ýjað er að því að samtíðamenn hans hafi álitið hann fyllibyttu og letingja og ekki alls kosta líkað. En líkamsrækt, hollusta og allt það voru ekki hlutir sem voru komnir í tísku. Hitt er líka staðreynd að margir af þessum svokölluðu sannkristnu Íslendingum hafa hvorki fengið fróðleik sinn um Krist beint úr Guðspjöllunum eða Kristilegri íslenskri menningarhefð heldur er hér oft um að ræða kenningar einhverja Bandarískra fjölmiðlaspámanna að ræða, svo sem eins og Billy Grayham, John Smith eða sjálfan Jimmy Swaggast sem inni sat fyrir skattsvik en Bush náðaði og einhvertímann verður ef til vill sagður hafa verið fangelsaður af vondum öfundarmönnum.

Blóðbað á fréttastofunni

Það hefur mikið blóðbað átt sér stað á fréttastofu Rúv þessa síðustu daga. Einhvernvegin þá rakst þangað myndband sem tekið var upp í Írak fyrir tveim til þrem árum sem sýnir Bandaríska dáta í sýnum venjulega kúrekaleik á götum Bagdad borgar. Það er að segja, skjóta fyrst og spyrja síðan. Aumingja dátarnir hljóta að hafa verið slegnir einhverri meiriháttar blindu þegar þeir fóru að freta þarna af vélbyssum sínum á sauðmeinlaust fólk, þar á meðal börn. Haldandi þetta fólk vera hryðjuverkamenn. Í fyrstu þá hafði maður svolitlar efasemdir um það að ríkisútvarpið væri að blanda sér í þetta, jafnvel til að hressa upp á laskaða ímynd eftir niðurskurðinn á dögunum. En fljótlega var þó svo hugsi nú ofan á, að þetta væri einmitt hlutverk Ríkisútvarpsins að afhjúpa þarna svívirðilega glæpi gegn mannkyni. Ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að við Íslendingar berum þarna nokkra siðferðilega ábyrgð útaf yndileik þeirra Halldórs og Davíðs. Auk þess sem okkur ber til þess siðferðisleg skylda til að tala ávallt röddum frelsis og mannréttinda. Í þessu sambandi rifjast það upp þegar fyrir allmörgum árum handlangarar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Ríkisútvarpsins stöðvuðu birtingu heimildamyndar um það þegar prinsessa í Sádí Arabíu var grýtt til bana fyrir hórdóm allt vegna þess að Kolkrabbaflugfélagið þrýsti á vegna viðskiptahagsmuna í Sádí Arabíu. Framtak þeirra Kristins Hrafns og Birgittu er því lofsvert framtak. Það má aldrei aftur henda að viðskiptahagsmunir kæfi rödd frelsis og mannréttinda.

Skrautfjöður fallin

  Ein helsta skrautfjöðrin í veitingaflóru Akureyrar er fallin. Eigendur veitingastaðarins Friðriks Fimmta hafa ákveðið að loka staðnum og segjast með því sýna ábyrðartilfinningu. Loka staðnum áður en skuldirnar verði þeim ofviða. Þessi staður hefur lengi verið stolt Akureyrar og verðugur fulltrúi íslenskrar matargerðar og er mikil eftirsjá af honum. Jónas matgræðingur Kristjánsson ýjaði að því í morgunútvarpi rásar 2 að svona staður gæti ekki þrifist á Akureyri þar sem hún væri bara þorp. Þeim hinum sama Jónasi skal bent á að hinn staðurinn sem hann nefndi Arnarhóll var ekki rekinn í smáþorpi og sé ekki hægt að reka svona dýran snoppstað í sjálfri Reykjavíkinni, þá er það sennilega hvergi hægt á Íslandi. Margar ástæður kunna að vera fyrir lokun Friðriks Fimmta og ekki endilega skortur á rekstrargrundvelli frekar en gerist og gengur með fyrirtæki í kreppunni. En svona staður finnst manni að þurfa að vera til í bæ sem kallar sig ferðamannabæ. Því miður hafa Akureyrarstofa og önnur apparöt sem ferðamálum bæjarins stýra ekki sinnt sem skyldi efnameiri ferðamönnum til að mynda ráðstefnugestum. Til þess ættu þó að vera mörg tækifæri ekki síst með tilkomu menningarhússins og framtíðar og heimsmiðstöðvar á sviði norðurslóðafræða. Það er ekki nóg að auglýsa að öll fjölskyldan finni eitthvað við sitt hæfi á Akureyri. Fjölskyldan er bara eitt samsafn af einstaklingum slík samsöfn eru miklu fleiri og fjölbreytilegri og þau gefa mörg meira af sér.

Eftir Neijið

Um síðustu helgi var settur á svið farsi í leikhúsi sem Ísland nefnist sem sjálfur Dario Fo hefði getað verið fullsæmdur af. Stór hluti þjóðarinnar arkaði á kjörstað til að segja nei án þess að vita almennilega við hverju var verið að segja þetta nei. Hér skulum við ekki ræða aðdraganda og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar né heldur þátt forseta vors. Sem þessa dagana stendur nú helst í því að móðga frændur vora Norðmenn. Á sunnudagsmorguninn kom þó í ljós tilgangur stjórnandstöðunnar við öllu bröltinu. Hann var auðvitað að veikja ríkisstjórnina og þá ekki síst Steingrím og á tímabili leit svo út sem bragðið myndi heppnast og maður var eiginlega farinn að dást að kænsku stjórnarandstöðunnar. Því allt leit út fyrir að stjórnin springi og boðað yrði til kosninga. En dæmið var ekki alveg rétt reiknað, þegar til átti að taka sá stjórnarandstaðan að það var bara ekkert spennandi að etja landinu út í kosningar jafnvel þótt slíkt kynni að skyggja á alla umræðuna sem verða mun þegar stóra ógnvekjandi skýrslan kemur út. Menn hafa ugglaust ætlað að reyna að drepa umræðuna um hana einhvernvegin á dreif. En skítblönk þjóðin þurfti að borga einar 200 milljónir aðgangseyri að farsanum og þó svo segja megi að eitthvað hafi komið í móti í formi túrisma þess sem þarna átti sér stað þegar fjölmiðlamenn Evrópu flykktust hingað til að berja þennan undarlega samsöfnuð Íslendinga augum.


Skjálfandi Varðskip

Stöðugt berast nýjar fréttir af náttúruhamförum í heiminum. Pakistan, Kína, Haiti og nú sídast Chile. Landið langa og mjóa í Suður-Ameríku. Þetta land hefur ekki verið mikið í fréttum að undanförnu en nú beinast þangað öll augu, enda varð þar jardskálfti einna stærstur sem ordid hefur. Menn vakna upp við vondan draum, uppúr dúrnum kemur að þónokkur fjöldi Íslendinga eru staddir þarna og margir í tengslum við smíði á skipum fyrir íslenska flotann. Því var nefnilega þannig varið að á góðæristímanum þóttumst við allt of fínir til að vera að smíða skipin okkar sjálfir. Heldur skildi þad verk falið lálaunaliðnum í þróunarlöndum latnesku Ameríku. Meðal skipa þeirra sem þarna eru í smíðum er verðandi flaggskip íslensku landhelgisgæslunnar Þór. Það skemmst frá því að segja að skipasmídastödin er nú þvínær óstarfshæf, vardskipid skemmt og einhver skip þarna hurfu víst á haf út. Nú segja forráðamenn skipasmídastödvarinnar vera tryggðir en líklegt er að Íslendingar eigi eftir að verða fyrir umtalsverðu tjóni vegna kostnaðar og óþæginda af viðbættum töfum. Að manni læðist sá grunur að líklega hefði verið farsælast eins og hugmyndir voru uppi um að smíða þó bara í Slippnum okkar á Akureyri líklega hefði kostnaðurinn ordid minni. Það kann ekki góðu upp að stýra að fara að asnast til að smíða skip á stað þar sem harðir jarðskjálftar verða reglulega á þetta 30-40 ára fresti.

Nei dagurinn mikli

Dalvíkingar halda árlega upp á fiskidaginn mikla, snemma í ágúst og eru landsfrægir fyrir og nú ætlar þjóðin í kjölfarið að blása til og blæs til nei dagsins mikla næstkomandi laugardag. í þessu sambandi skiptir ekki öllu máli þó hinn mikli nei dagur verði líklega ósköp lítill þegar til kastanna kemur. Menn skilja nefnilega ekki almennilega út á hvað það gengur að segja nei á laugardaginn. Sumir hallast að því að með því séum við sem þjóð að neita að borga icesave aðrir halda að við séum einfaldlega að gefa Bretum og Hollendingum langt nef, undir glampandi fljóðljósum alþjóðlegra fjölmiðla sem hingað flykkjast án þess að vita almennilega til hvers. Þeim er allavegana boðin adstada í gömlu leikhúsi sem stendur á bakka stærsta drullupolls á Íslandi. Líklegt er að þar sem þétt settir fjölmiðlar fái að sjá hér sé einhverskonar skrumskæring frá lýdrædinu, einhver allsherjar spaugsstofa þar sem lýðurinn labbar um til að greiða atkvæði. En allt kostar þetta klúðurpeninga sem að maður hélt nú að væri nóg annað að gera við.

Rafrænir Davíðssálmar


Hafin er útgáfa á sérstökum rafrænum úrdrætti úr Mogganum þar sem eru aðsendar greinar og einnig hinn óvinsæli boðskapur, sjálfir Davíðssálmarnir. Lesa má þetta efni með aðstoð talgervils og í fyrradag, mánudaginn 8.febrúar voru sálmarnir einkar Davíðskir.Við þann fyrri var leikið þetta löngu útslitna lag um vondu karlana hjá Baugi sem búnir eru að stela milljörðum. Hins vegar minntist hann ekki orði á Ólaf Ólafsson, hann sem vann sér það til frægðar að fá Elton John til að syngja fyrir sig tvö lög í afmælisveislu sinni. Hvaðvíst kostnaðurinn hafi verið 70 milljónir. Einnig vann hann sér það til ágætis að töfra fram arabahöfðingja einn til að redda syndarviðskiptum því enginn veit hvort þessi arabi sé til eða ekki. Annar sálmur var um prófkjör eda forvar vinstri grænna á Akureyri. Þar var sett fram nokkuð langsótt kenning þess efnis að núverandi bæjarfulltrúi hafi verið í prófkjörinu niður í 3. sæti sakir óhlýðni við Steingrím J. Þessi kenning hljómar frekar ólíklega. Ég held að bæjarbúar Akureyrar lýti mjög jákvætt á Baldvin og hugsi ekkert um afstöðu hans við Steingrím. Nema menn vilji bara að hann einbeiti sér að því að afgreiða á flugvallarbarnum, farþegum til mikils gamans og ánægju.

Spilad í víti


 Fyrirhugað er að setja a stofn víti á Íslandi. Ekki þó þetta víti í neðra þar sem sá vondi dundar
sér við að grilla syndarana, heldur skal víti þetta vera í hásölum hótels þar sem fínir karlar koma
og eiða dollurunum sínum.Víti þetta mun einkum ætla erlendum gestum svo þeir fari nógu örugglega á mis við náttúru landsins. En víst er að einhverjir útrásarvíkingar munu læðupokast þarna innog hefur það að minnsta kosti þann kost að þeir eru ekki að vasast í bankasýslu á meðan. En þar semlítið hefur verið rætt um í þessu samhengi, er staðsetning spilavítisins.Það er nefnilega ekki sjálfgefið að setja á stofn svona fyrirtæki í Reykjavík. víðast hvar í Evrópu eru spilavíti gjarnan í minni bæjum og í Frakklandi t.d. aðeins í bæjum sem fengið hafa ákveðna löggildingu sem ferdamannastadir. Að hafa þessa starfsemi á litlum stöðum hefur ýmsa kosti, þannig séralmenningsálitið að miklu leyti fyrir því að heimamenn eða Íslendingar almennt, verða ekki svo mikið að flækjast þarna, slíkt yrði einfaldlega of áberandi.Hins vegar þá gæti þetta dregið að sér efnaða ferðamenn. Sem sjaldan láta sjá sig á svona stöðum nema þá helst við laxveiði sem reyndar færi ágætlega saman við spilavítisrekstur. Þó verður nú líklega aldrei farið að byggja upp einhverja íslenska Las Vegas inni á miðhálendinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband