Nútíma Nóa-flóð

Hún hefur sennilega ekki vakið mikla athygli fyrsta sýningin í sjónvarpi allra landsmanna fyrir nokkrum dögum. Þar var verið að fjalla um þann möguleika að stór hluti höfuðborgarsvæðisins kunni að verða undir vatni eftir um 100ár. 100 ár jú menn segja að við lifum þangað til en 100 ár eru varla sekónta í veraldarsögunni.Biblían segir okkur söguna af Nóa gamla sem bjargaði heiminum með því að setja í örkina sýnishorn allra skepna jarðarinnar áður en steypi regnið sem Guð sendi í refsibngar skyni helltist yfir. Forsjáll maður Nói gamli enda launa Guð honum þetta með lífgjöf. Á þessari sögu getum við ýmislegt lært. Menn segja að 100 ár séu ekki á morgunn en á sama tíma eru menn í óða önn að byggja þarna dýr og fín mannvirki sem eiga sjálfsagt að standa um ókomna tíð. Eins og veröldin hennar Vigdísar, Harpa og fleira gott og menn ætla að byggja meira. Nói gamli hefði hann lifað nú hefði líklega reynt að verja einhverjum af þeim peningum sem fara í alla steypuna í að rannsaka og finna út hvernig best væri að ráðast gegn þessum náttúru hamförum. Líklega er þörf svo mikilla breytinga og einviðar uppbyggingar að okkur veitir ekki af einni öld til að framkvæma þær án þess að allt fari í þennslu og vitleysu. En ef til vill munum við bara halda áfram íhinum íslenska oflátúmshætti byggja eitt stykki Landspítala, eitt stykki þjóðar leikvang, eitt stikk innanlandsflugvöll sem þess vegna gæti allt saman lennt undir vatni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband