Bronslitur og þjóðremba

Í útvarpinu er nú farið að hljóma lag sem mig minnir að heiti "við gefumst ekki upp". Texti þessa lags er í anda laga sem áður hafa komið fram t.d. lags með svipuðu nafni sem minnir að Erlingur Ágústsson hafi sungið að ógleymdu lagi Hauks Morthens "í landhelginni". Textar þessara laga eiga það sameiginlegt að í þeim er allt að því ýkt þjóðremba svo næstum verður að gríni. Þetta er í rauninni helsta einkenni íslenskrar þjóðrembu. Þegar silfur var gulli betra eftir Ólympíuleikanna sælla minningar, nenntum reyndar varla að spila úrslitaleikinn og svo unnum við líka Eurovision með því að vera í öðru sæti og núna er það bronsið. Þjóðin er búin að borða yfir sig af handbolta síðustu vikurnar og þegar bronsdrengjunum var fagnað dugði að sjálfsögðu ekkert minna en laugardagstörnin og Stuðmenn og ekki var látið nægja að fara með þá í rútu frá Keflavík, heil þota flutti þá þennan spöl til Reykjavíkur, maður spyr sig hvað það ævintýri útaf fyrir sig kostaði. Það hefur líklega tekið lengri tíma að ræsa þotuna heldur en að aka í bíl þennan stutta spöl en þarna er glöggt dæmi um misskoplega íslenska þjóðrembu. Okkur þykir gott silfur betra en gullið, með sömu röksemdarfærslu hlýtur bronsið að vera enn betra! Það er því óþarfi að vera að leggja milljónir í það að reyna að ná í gull í Svíþjóð á næsta ári og sennilega ætti Ríkisútvarpið að hætta að vera með í Eurovision í stað þess að leggja fréttastofuna í rúst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband