31.8.2010 | 16:45
Heiðbláa heimastjórnin
Maður nefndur Ingvi Hrafn Jónsson. Maður þessi hefur ýmislegt sýslað um ævina en að undanförnu hefur hann rekið sjónvarpsstöð. Einhverra hluta vegna þá virðist útvarpsfréttanefnd ekki mikið skoðað stöð þessa frekar heldur en hina sannkristnu Ómega sem báðar eiga það sameiginlegt að halda uppi mjög svo einsleitum árróðri. Eitt af því sem á dagskrá þessarar ágætu Ingva Hrafns er einkennileg óskhyggja, svokölluð heimastjórn sem er einstaklega heiðblá skipuð sjálfstæðis mönnum sem eru ekki bara venjulegir sjálfstæðismenn heldur ennþá sjálfstæðari. Með kvótakerfinu, móti Evrópusambandinu, með frjálshyggju, móti frelsi. Eitt kvöldið nú nýverið byrjaði heimastjórnin fund sinn með löngum kjaftavaðli forsætisráðherrans sem endaði í hans venjubundna geðveikislega hlátri. á þessum fundi var gestur eða hvort hún var ráðherra ólöf nokkur Norðdal en hún er sem kunnugt er dóttir Jóhannesar verðbólgupabba Norðdal og gift forstjóra álversins á Reyðarfirði sem reyndar af einhverri undarlegri ástæðu situr í Reykjavík. Var ólöf þessi hér áður þingmaður Norð-Austur kjördæmis en yfirgaf það fyrir kjörkallana syðra en sýndi í þessum þætti vanþakklæti sitt gagnvart íbúum Norð-Austurlands með því að gagnrýna aðild lífeyrissjóðanna að gerð Vaðlaheiðarganga sem hún sagði ekki sérlega arðsama vegna lítillar umferðar. Konugreyið ætti þarna að gæta orða sinna sem fyrr segir þá má eiginlega líta svo á að hún sé á lúxusframfæri íbúa Norð-Austur kjördæmis og aldrei að vita hvenær þeim verður nóg um og óska eftir að fá forstjóra sem situr í kjördæminu og ekki er tengdur Sjálfstæðisflokknum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2010 | 16:31
Biskupar og Barnaníðingar
Vor ástkæra þjóðkirkja er nú skekin af sviptivindum, ólgu og deilna. Gömul sál er hífð upp og vessarnir vella uppúr ógrónum kýlum fortíðar. Komið er í ljós að ekki hafi allar sakir verið gerðar upp og sýkingin innan kirkjunnar hefur jafnvel leitað út í þjóðfélagið. Enda staðreynd að sterkir þræðir hafa löngum legið milli kirkjunnar og hinnar hefðbundnu yfirstéttar þjóðfélagsins. Tilfinninga- og hagsmunatengd. Menn spyrja sig hvernig þetta getur gerst að meintur barnaníðingur skuli hafa verið kjörinn biskup og reyndar notið mikillar virðingar sem slíkur. Við höfum undanfarna mánuði hlustað með hryllingi á fréttir utan úr heimi um voðaverk klerka innan kaþólsku kirkjunnar en að þetta skuli gerast innan okkar hreinu og fögru Lútersku kirkju eiga menn erfitt með að skilja. í rauninni er það ekki hinn látni biskup sem hér ber þunga sök. Hann var í rauninni sjúklingur og viðurkenndi það, þó svo deila megi um það hvort hann hefði ekki mátt sýna það í verki með því að stíga til hliðar. Öllu verra er hið hrikalega samsæri þagnarinnar sem bæði lærðir menn og leikir eiga aðild að. í þessu þagnasamsæri tóku þátt aðilar sem flestir álíta vammlausa, menn á borð við Pálma Matthíasson og Hjálmar Jónsson einnig stjórnmálamenn til að mynda Davíð Oddson. Um hlutverk núverandi biskups í þessu er erfitt að segja þó hefur maður einhvernvegin á tilfinningunni að best væri fyrir orðstír hans sjálfs að hann stígi til hliðar þannig að kirkjan geti aftur horfst í augu við þjóðina með hreint borð. Hitt bíður svo stjórnlagaþings að ákveða hvort ekki sé rétt að afnema sérréttindi þessarar evangelísk Lúterskrar kirkju sem Danir á sínum tíma þröngvuðu upp á íslendinga með því að drepa forvígismenn okkar þáverandi þjóðlegu kirkju.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2010 | 16:12
Dönsk stjórnarskrá
Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands er dönsk stjórnarskrá frá 1849 sem hefur verið þýdd og staðfærð og einhverju við hana bætt. Þetta kemur fram í athyglisverðu viðtali við Sigurð Líndal sem tekið var við hann reykandi á sprengisandi bylgjunnar nýliðinn höfuðdag. Nú verður að taka þetta viðtal með þeim fyrirvara að Sigurður Líndal er í huga margra fulltrúi þessarar gömlu grónu íslensku yfirstéttar. En um uppruna hennar og samsetningu mætti skrifa langa ritgerð. En aðeins skal þess getið hér að einkennilegt bandalag hennar og einhverra stuttbuxna stráka nýskriðna út úr Valhöll og viðskiptadeild á stóran þátt í því hruni sem glumdi hér yfir. Semsagt stjórnarskráin okkar er dönsk og hentar án efa vel þeirri þjóðfélagsgerð sem Danir búa við. En hún er gjörólík hinni íslensku. Gegnum gangandi stef í danskri þjóðarsál er jöfnuður svo langt sem það nær, fær fólk laun eftir hæfni og greiðir til samfélagsins eftir tekjum. á það var bent þegar góðærið stóð sem hæst að þessi jöfnuður hindraði Dani í því að ná árangri þar sem enginn skaraði fram úr. íslenskt þjóðfélag er gjörólíkt, íslenskt þjóðfélag er eins og gjarnan er með landnámsþjóðir, byggir á samkeppni. Hver vill vera meiri en nágranninn og eiginlega skammast menn fyrir það að tala um jöfnuð. Það gefur auga leið að samskonar stjórnarskrá hentar ekki þessum tveim þjóðfélagsgerðum. Stjórnarskrá Lands á borð við ísland hlýtur að fela í sér mun meiri takmarkanir á ásælni ríkisvaldsins en til að mynda stjórnarskrá Danmerkur. Svo hér ríki ekki algert frumskógar lögmál og hér verður jafnvel enn meira að aðskilja valdaþætti þjóðfélagsins. Það verður meira að segja að efast um að þingræði virki hér. Hér skal ekki farið út í ýmis smærri ályktamál eins og t.d. samband ríkis og kirkju sem nú er mikið rætt um vegna þess klaufaskapar sem menn sýndu þegar menn kusu meintan barnaníðing sem biskup. Það gefur því auga leið að mikil nauðsyn ber til þess að kalla saman stjórnlagaþing til að breyta eða segjum öllu heldur, semja nýja stjórnarskrá fyrir nýtt lýðveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2010 | 22:15
í stuði með Guði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 21:48
Spauglausi Palli
Lok, lok og læs og allt úr stáli. Það er ekki lokað fyrir Páli eins og segir í texta ómars heldur er það Páll sem lokar spaugstofunni og segir lok, lok og læs. í framhjáhlaupi læsir hann líka handboltalandsliðið inni hjá einkastöð. Nú er þetta ekki fyrsta skiptið sem Palli reitir skrautfjaðrirnar af Ríkisútvarpinu sínu nema hvað hérna er gengið nokkuð lengra en oft áður. Þó að ástæðan sé alltaf sú sama: Niðurskurður og sparnaður. Þó sýnist manni aldrei vera þarna um neinn sparnað eða aðhald í rekstri að ræða. Menn halda við stórri og allt of dýrri byggingu sem reyndar samgönguráðherrann okkar sagði að best væri að gera að löggustöð. Menn halda þarna fullt af starfsliði sem gerir lítið eða ekkert og halda uppi hefðum sem eru bara kostnaður. Það má vel vera að blessuð spaugstofan sé orðin þreytt, samt er það nú svo að hún hefur meiri áhorf en nokkuð annað sjónvarpsefni á íslandi. En hún fer líka í taugarnar á mörgum og þó hún sé með dýrasta sjónvarpsefni þá kvað hún afla auglýsingatekna sem um munar og þar að auki er hún víst kostuð. En kostun af ýmsu tagi er orðin ær og kýr þessara manna. Það má ekki svo setja góða bíómynd á skjáinn á laugardagskvöldi að ekki komi merki einhverrar hamborgarabúllu, sportvöruframleiðanda eða snyrtivöru á undan myndinni. Að ekki sé talað um þetta hörmulega Reykjavíkurdekur sem lýsir sér í þessum eilífa framburði á hvers konar viðburðum þarna í borginni og landsbyggðin er auðvitað aðeins reikin af rettunum. Það vantar líka alla skilgreiningu á því hvað er almannaþjónusta þannig finnst manni að það sé skýrlaus krafa að við fáum að sjá landsliðin okkar leika en það þýðir ekki að þurfi að kaupa heil íþróttamót frá A-Ö. Sú krafa er auðvitað sjálfsögð að þessi gamaldags atvinnurekandi sem stjórnar stöð 2 beitir sér fyrir því að leikir íslenska handboltalandsliðsins verði opnir. Við íslendingar höfum ekki efni á að vera með samkeppni á okkar litla fjölmiðlamarkaði. Heiðarleg samvinna í samkeppninni er það sem koma verður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2010 | 21:12
Eg á inni hækkun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 18:03
Félagsleg hugsun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 21:27
Deilt við dómarann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2010 | 19:32
HM æði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2010 | 19:10
Enn af steinsteypuhjarta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)