13.3.2011 | 17:39
Krosstréð sem brást
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 17:15
Félagsleg hugsun
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 18:45
Arabar vakna
Þetta byrjaði í Túnis, maður brenndi sig til bana og bálið hreyf með sér allt stjórnkerfi landsins, að meðtöldum einræðisherranum.
Fólkið fór allt í einu að biðja um lýðræði og frelsi en ekki Allah og gömlu Shariavitleysuna og lýðræðisbyltingin fór um Norður Afríku og Arabalönd eins og eldur í sinu. Mesta athyglin hefur að undanförnu beinst að Líbýu og geðsjúklingnum Gaddafi. Þetta er ekkert óeðlilegt því Líbýa er mikið olíuríki. Vesturlönd virðast hafa meiri áhyggjur af því hvað olíuverð hækkar í hvert skipti sem Gaddafi opnar túlann, heldur af því þegar hann gerir loftárásir á varnarlausar konur og börn. Það er annars makalaust hvernig minnsta hreyfing í Austurlöndum hækkar olíuverð. Sameinuðu þjóðirnar eru með Matvæla og landbúnaðarstofnun, barnahjálp, mannréttindavernd og hvað þetta nú allt heitir, en enga orkustofnun. Það er ótrúlegt að engin alþjóðastofnun skuli vera til sem reynir að hafa hemil á græðgi hinna alþjóðlegu auðhringa, sem í samvinnu við gjörspillta einræðisherra í Arabalöndum okra á efnahagslífi og almenningi í heiminum.
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 18:23
Öryrkjalúxusinn
Nefnd var að skila af sér skýrslu um stöðu og kjör öryrkja.
Nú hélt maður í sakleysi sínu að það þyrfti enga nefnd til að sjá hvílíku lúxuslífi maður lifir á 159 þúsund krónum á mánuði og ekki hefur maður heyrt þess getið að blessað millistéttarfólkið í nefndinni hafi gert tilraun til þess að lifa á þeim tekjum. En það er vitaskuld mikill lúxus að vera öryrki á íslandi, fyrir það fyrsta þá getur maður legið í leti frá morgni til kvölds og ríkið borgar manni laun og auðvitað fær maður að borga 30 þúsund í skatt á mánuði. Svo þarf maður að fæða sig og klæða eins og allir aðrir og hafa eitthvert húsnæði, en það gefur auga leið að öryrki þarf ekkert að vera að þvælast í bíó, á tónleika og hvað þá ferðast til útlanda, slíkur óþarfi er aðeins fyrir þá heilbrigðu. Eitthvað var nefndin góða að minnast á að hækka þyrfti bæturnar nema hvað ríkiskassinn er víst tómur, en maður spyr sig hvort ekki megi að minnsta kosti til bráðabirgða létta sköttum af örorkubótum, veita ýmsa afslætti t.d. á fargjöldum, bensíni og jafnvel ýmsum nauðsynjavörum út á örorkukort og að sjálfsögðu einnig að reyna að grisja út þá sem bætur þiggja. Mann bíður í grun að ekki séu allir svo voðalega miklir öryrkjar sem þiggja örorkubætur, þannig hefur maður heyrt af fólki gera sér upp þunglyndi til að fá bætur út á það, fullfrískir menn hafa fengið örorkubætur út á það að vera nýkomnir úr áfengismeðferð og ýmis álíka dæmi má ef til vill finna. Ef slík tilfelli væru hreinsuð burt yrði vafalaust meira til skiptanna, en fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfi til öryrkja. Öryrkjar eru ekki samsafn allskyns letingja og fáráðlinga, heldur eru þeir allskonar fólk, eins og ég og þú.
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 17:24
Jól í skólanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 17:10
Hið einkavædda ríki
11.10.2010 | 21:20
Sjúkrahúsraunir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 20:23
Margskonar skuldavandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 21:18
Hinn týndi guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 20:13
Þrjár leiðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)