Dönsk stjórnarskrá

Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands er dönsk stjórnarskrá frá 1849 sem hefur verið þýdd og staðfærð og einhverju við hana bætt. Þetta kemur fram í athyglisverðu viðtali við Sigurð Líndal sem tekið var við hann reykandi á sprengisandi bylgjunnar nýliðinn höfuðdag. Nú verður að taka þetta viðtal með þeim fyrirvara að Sigurður Líndal er í huga margra fulltrúi þessarar gömlu grónu íslensku yfirstéttar. En um uppruna hennar og samsetningu mætti skrifa langa ritgerð. En aðeins skal þess getið hér að einkennilegt bandalag hennar og einhverra stuttbuxna stráka nýskriðna út úr Valhöll og viðskiptadeild á stóran þátt í því hruni sem glumdi hér yfir. Semsagt stjórnarskráin okkar er dönsk og hentar án efa vel þeirri þjóðfélagsgerð sem Danir búa við.  En hún er gjörólík hinni íslensku. Gegnum gangandi stef í danskri þjóðarsál er jöfnuður svo langt sem það nær, fær fólk laun eftir hæfni og greiðir til samfélagsins eftir tekjum. á það var bent þegar góðærið stóð sem hæst að þessi jöfnuður hindraði Dani í því að ná árangri þar sem enginn skaraði fram úr. íslenskt þjóðfélag er gjörólíkt, íslenskt þjóðfélag er eins og gjarnan er með landnámsþjóðir, byggir á samkeppni. Hver vill vera meiri en nágranninn og eiginlega skammast menn fyrir það að tala um jöfnuð. Það gefur auga leið að samskonar stjórnarskrá hentar ekki þessum tveim þjóðfélagsgerðum. Stjórnarskrá Lands á borð við ísland hlýtur að fela í sér mun meiri takmarkanir á ásælni ríkisvaldsins en til að mynda stjórnarskrá Danmerkur. Svo hér ríki ekki algert frumskógar lögmál og hér verður jafnvel enn meira að aðskilja valdaþætti þjóðfélagsins. Það verður meira að segja að efast um að þingræði virki hér. Hér skal ekki farið út í ýmis smærri ályktamál eins og t.d. samband ríkis og kirkju sem nú er mikið rætt um vegna þess klaufaskapar sem menn sýndu þegar menn kusu meintan barnaníðing sem biskup. Það gefur því auga leið að mikil nauðsyn ber til þess að kalla saman stjórnlagaþing til að breyta eða segjum öllu heldur, semja nýja stjórnarskrá fyrir nýtt lýðveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hugmyndafræði Íslendinga er ekki til þess getin að gera stjórnarskrá við sem látum allt liggja á reiðanum og getum ekki notað gildandi lög á neinn hátt nema það henti í hvert sinn. Við verður að taka upp t.d. Amerísku stjórnarskránna sem þeir tóku frá frökkum en allir nýta einhvað frá öðrum svo í raun er ekkert óeðlilegt að halda sig við þá dönsku sem er meir en orðin íslensk fyrir löngu. 

Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband