23.6.2010 | 18:28
Ríkið og Kirkjan
Þann 27. júní næstkomandi ganga í gildi lög sem gera einhjúskaparlög fyrir alla einstaklinga án tillits til kynhneigðar eða kynhegðunar. Munu þá prestar meðal annars þjóðkirkjunnar fá heimild en verða þó eigi skyldir til að vígja samkynhneigð pör. Þessi mál hafa undanfarin ár valdið hatrömmum deilum innan þjóðkirkjunnar og er sjálfsagt ekki enn gróið um heyrt milli manna. En nú vaknar spurningin hvort það sé rétt að vera með einhverja sérstaka ríkiskirkju eða þjóðkirkju. Sú kirkja sem samkvæmt stjórnarskrá okkar er þjóðkirkja Íslendinga er að ákvæðu meiði Lúterskrar trúar sem uppruninn er í Þýskalandi og orðið hefur ofan á, á Norðurlöndum. Til þess liggja ýmsar sögulegar ástæður að þessi ákveðna grein Lúterstrúar hefur orðið ofan á, á Norðurlöndum þó hún sé í rauninni ekki svo stór innan lúterskunnar sem heildar. Í fjölhyggju þjóðfélagi nútímans hlýtur sú spurning að vakna hvort endilega þessi tegund kristni sé eitthvað réttari en aðrar tegundir hennar. Jú meirihluti landsmanna aðhyllist hana í orði án þess þó að vita hvað hana aðhyllist. En t.d. í Frakklandi eru 80% þjóðarinnar rómversk kaþólskir en er þó kaþólska kirkjan ekki ríkiskirkja, sumpart vegna arfleifðar byltingarinnar. Við hljótum því að spyrja okkur hvaða rök ýja að því að hygla svona ákveðið einni kirkjudeild. Einhverjir benda á alla menninguna sem kristnin hefur fært þjóðinni en þessi menning er bara ekkert frekar útlensk. Það var kaþólska kirkjan sem stuðlaði svo mjög að menningu Íslendinga á liðnum öldum og núna á tímum hins mikla aðhalds og sparnaðar er það spurning hvort þjóðin hefur efni á að halda öllu þessu dýra batteríi uppi sem kirkjan er. Hvort hinir trúuðu verði ekki að taka þann hlut yfir af sinni eigin hugsjón. Er hægt meðan skólar, sjúkrahús, öryrkjar, aldraðir og aðrir líða fyrir skerðingu og samdrátt að haldið sé uppi vellaunaðri prestastétt á kostnað skattborgara og reistar séu háar og dýrar byggingar þar sem nokkrir menn geta komið saman og hræsnað frammi fyrir almættinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 13:40
Fjólubláir sjúklegir draumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 13:26
Steinsteipa í hjartastað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 22:00
Gleraugnabyltingin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 21:46
Tíðindalaust á landsbyggðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 17:02
Gaman og Alvara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 16:13
Hrunið á hraunið
Miklir atburðir eru að gerast þessa dagana, hrunið er komið á hraunið innan um alla dópsmyglarana, þjófana og morðingjana. Fallið er hátt úr mjúku sæti einkaþotunnar inn í þröngan einangrunarklefann, úr þægilegum leðursófanum, úr lúxusvillunni á harðann bekkinn hjá saksóknaranum. Hér á við hið forkveðna að þeir sem hreykja sér hæst falla dýpst. Sá sem í dag borðar gullið risotto borðar ef til vill fangafæði á morgun. Yfirvöld báðu um að ekki yrði skýrt frá þeim atriðum sem lágu að baki gæsluvarðhaldsúrskurðinum en samt virðast þessi atriði hafa lekið út. Hér virðast fyrrum þjóðhetjur hafa verið ákærðar fyrir glæpi sem ekki er hægt að kalla annað en bankarán innanfrá. Það kætast ýmsir yfir þessu en aðrir eru varkárari. Vissulega eru ákærurnar mjög alvarlegar en að hinu leitinu lagðist að manni sú hugsun hvort ekki sé eitthvað til í þeirri staðhæfingu Sigurðar Einarssonar um að þarna sé verið að setja á svið leikrit til að þóknast almenningi. Þarna eigi að leiða fyrir rétt nokkra blóraböggla, fella yfir þeim einhverja málamyndadóma og segja svo að nú sé málinu lokið og sannleikurinn er sá að það nægir ekki að finna blóraböggla. Hér verður að koma til róttækt uppgjör við áratuga gamalt, rotið og gjörspillt kerfi. Hér þarf að hreinsa til en ekki að efna bara til einhverra leika fyrir blóðþyrstan almenning. Það voru margir sem stigu dansinn í kringum gullkálfinn við hörpu Davíðs og flautu Geirs að viðbættum hálf fölskum söngli Ingibjargar. Stór hluti þjóðarinnar var meðvirkur, menn fylltu Kringlurnar og Smáralindirnar og framleiðslubirgðalögin tæmdust. Hinu ber ekki að neita að við stjórnvöllinn sátu menn sem vísvitandi mökuðu krókinn og bjuggu til peninga sem ekki voru til og það sem sárlegt er að menn voru að hugsa um að háskóli Íslands yrði einn af hundrað bestu háskólum í heimi þótt í ljós hafi nú komið að hann útskrifaði hagfræðinga sem ekki vissu einu sinni þá einföldu staðreynd að peningar eru ávísun á verðmæti eða lögfræðinga sem ekki höfðu hugmynd um að það væri refsivert að ræna banka jafnvel innanfrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 21:50
Lottóvinningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 21:14
Lýðræði til sölu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 15:00
Iðrun og Yfirbót
Það er mikið í tísku núna að gera iðrun og yfirbót. Hver stjórnmálamaðurinn eftir annan stígur grátandi í ræðupúltið og lítur yfir hvílík mistök hann hafi gert og hversu sinnulaus hann hafi verið. Margir segja af sér tímabundið að vísu enda liggur ábyrgðin sko ekki hjá mér heldur hjá hinum og allra síst hjá elsku flokknum mínum sem að vísu var ef til vill svolítið svolítið grandalaus og vissulega er flokknum nokkur vorkunn. Það gerðist nefnilega svo margt sem flokkurinn vissi ekki af, t.d. má nefna það þegar leiðtogar flokkanna gáfu eigur almennings nokkrum vinum sínum og flokksbræðrum án þess að spyrja kóng eða prest. Samt dönsuðu menn með og segja má að öll þjóðin hafi að vissu leiti tekið sporið með á tímabili, horfandi á fyrirmennin þá Elton John til að skemmta í afmælinu sínu eða borða gullflögur í útlöndum. Krakkarnir fengu jú að kaupa flatskjái og fína jeppa eins og þá listi. Ekki þarf að orðlengja að veislunni lauk með brauki og bramli, útúr fullir gestirnir búnir að eyðileggja veislusalinn en menn eru fljótir að gleyma. Besti reifari Íslandsögunnar var nýkominn út þegar náttúruöflin tóku að minna á sig. Skýrslan gleymdist fljótt og öll athyglin beindist að gosinu. Fólkið gerði sér allt í einu ljóst að við búum á mörkum hins byggilega heims þar sem það eru ekki bankastjórar og ráðherrar sem hafa síðasta orðið heldur eldfjöllin sem kúra undir drifhvítum jöklum tilbúin að smyrja eldi og einyrju lokandi fyrir allt flug og truflandi matvælaframleiðslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)