Spítalasápa.

Í gær þriðjudaginn 25.október var á Rás 2 þáttur í þessari næstum endalausu Landspítalasápu, þar sem við ræddust tveir menn sem voru á öndverðu meiði um staðsetningu nýja Landspítalans, ágætur trommuleikasonur sem hefur starfað í bygginganefnd Landspítalans og framsóknarmaður einn Hermann að nafni, en það hefur verið eitt hjartans mál framsóknarmanna að byggja nýjan Landspítala á Vífilstöðum.  Gunnar benti á að þegar væri búið að veita 3 milljörðum í uppbygginguna við Hringbraut og virtist framsóknarmaðurinn vera kominn inn á það að best væri að halda sig við að byggja upp við Hringbraut sérhæft hátæknisjúkarhús en byggja svo nýtt þjóðarsjúkrahús á Vífilstöðum.  Benti hann á sem rök að þjóðarspítali þyrfti ekki endilega að vera í Reykjavík.  Nú spyr maður hver munurinn sé á því að vera í Reykjavík eða Garðabæ.  Ef byggja á sérhæfðan spítala við Hringbraut hlýtur næsta verkefni að vera að stórefla sjúkrahúsið á Akureyri sem fullkomið bráðasjúkarhús en hugsanlega mætti einhverntímann, í ekki svo mjög fjarlægðri framtíð reisa almennt sjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið en ekki tvöfaldan Landspítala eins og gert var þegar Borgarspítalinn var reistur upphaflega sem almennt sjúkrahús en svo datt mönnum í hug að það þyrfti að kaupa ýmis sérhæfð tæki sem fyrir voru á Landspítanum þannig að tvö tæki voru til á landinu með örfárra kílómetra millibili en engin önnur.  Auðvitað endaði þetta með að spítalarnir voru sameinaðir, þessi vitleysa má ekki endurtaka sig, þjóðin hefur ekki efni á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband