Fúlastjórn.

Þá erum við komin með nýja ríkisstjórn sem loksins leit dagsins ljós eftir miklar og erfiðar fæðingarhríðir.  Ekki hefur hún ennþá fengið neitt nafn en eitt nafn dettur manni strax í hug, nafnið Fúlastjórn.  Það virðist nefnilega svo sem allir séu meira og minna fúlir út í þessa stjórn, jafnvel þeir sem að henni standa og gagnrýna ráðherraval hennar og stefnu sem einkum virðist ganga út á það eitt að vera sammála um að vera ósammála, setja bara ágreiningsmálin í nefnd þar sem þau sofa vært framundir lok kjörtímabilsins og menn eru ekkert að fela ágreininginn t.d út af Reykjavíkurflugvelli og einnig er ömurlegt að heyra hvernig Viðreisn lúffaði í evrópumálunum, en reynir að halda andlitinu með því að vera í smá fýlu út í Sjálfstæðisflokkinn, en þar eru menn svo í fýlu, eins og fyrrum útvarpsstjóri sem ekki fékk ráðherrastól í kjördæmið sitt, vitanlega handa sjálfum sér, hann ætlar sér ef til vill að fara með suðurkjördæmi eins og hann gerði með landsbyggðina þegar hann var útvarpsstjóri og fann þá einu sparnaðarleið að leggja af svæðisstöðvarnar.  Hvað Bjarta framtíð varðar þá sýnist manni nú sem þar sé um einhverskonar öfugmæli að ræða, sennilega mun hún þurrkast út og þá mun Samfylkingarfólkið sem þangað fór líkast til aftur snúa heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband