Heilbrigðislottó mosfellinga.

Svo virðist sem mosfellingar hafi unnið þann stóra í heilbrigðislottóinu.  Einhverjir dulafullir aðilar eru búnir að semja við þá um lóð þar sem þeir ætla sér að reisa eitt stykki 30 þúsund fermetra Landspítala, eða amk ígildi hans hvað kostnað varðar. Og það kvað eiga að fljúga inn ríkum útlendingum en spyrja íslendinga sem þangað leita fyrst hvort þeir geti borgað áður en spurt er hvað gangi að þeim, rétt eins og í ameríkunni.  Öllum er brugðið.  Kára líka.  Það skyldi þó aldrei vera að hann þurfi eitthvað að hækka kaupið hjá þeim í Íslenskri erfðagreiningu vegna hinnar nýju samkeppni.  Allir muna hvað gerðist þegar hann byggði erfðagreininguna í túnfæti Landspítalans.  Þessi uppákoma er annars alveg makalaus, maður hélt að almennt þjóðarstolt ríkti um það að koma ekki á amerísku heilbrigðiskerfi hér, en svo virðist sem hik komi á ráðamenn.  Þeir tala um að í rauninni séu engin lög sem banni þetta.  Þá spyr maður sig, er blessaður heilbrigðisráðherrann svo aumur að hann geti ekki lagt fram frumvarp á þinginu í ágúst til að stöðva þetta eða þá setja einhver tæknileg skilyrði sem útiloki málið, td að téður spítali verið ekki reistur á svæði innan 250 km radíus frá Landspítalanum og í öðru lagi að hann taki við öllum sjúkratryggðum íslendingum samkvæmt þeim töxtum sem Sjúkratryggingar Íslands setja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband