Sigmundur kemur heim.

Hið fallega lag sem Óðinn Valdimarsson söng hér á árum áður var notað í gær sem skreyting á sjónvarpsfrétt þess efnis að Sigmundur Davíð væri kominn heim.  Heim hvert? spyr maður auðvitað, etv heim á eyðibýlið sitt heima á Austurlandi, varla heim í stjórnarráðið, amk ekki í bili.  Og svo veit maður ekki hvort hann yfir höfuð fór einhverntíman að heiman.  En vegir Sigmundar Davíðs eru alltaf svolítið órannsakanlegir.  Það er mjög erfitt að skilja rökin fyrir þessari heimkomu hans nú.  Jú hann er eitthvað svolítið fúll út í einhverja sjálfstæðismenn því þeir virðast ætla að standa við loforð sitt um kosningar í haust og jafnvel núverandi forsætisráðherra tók einmitt við af honum að vissu leyti á þeim forsendum.  Ein skýring kann þó að vera sú að Sigmundur og Framsóknarflokkurinn séu haldnir einhverskonar sjálfseyðingarhvöt því það gefur auga leið að verði loforðið um kosningar í október, sem best færi á að halda fyrsta vetrardag 22.október, svikið þá verður þingið óstarfhæft í vetur og ekki mun sjálfstæðismönnum td lítast á það að sitja þannig verklausir heilan vetur, enda virðist svo sem þeim hafi að vanda tekist að koma öllum sínum skömmum yfir á samstarfsflokkinn og þeir því gengið til þess að gera rólegir til kosninga.  Ef þeir aftur á móti taka áhættuna við að svíkja loforðið gæti það vopn snúist í höndum þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVER ER FORSÆTISRÁÐHERRA ? OG Á SIGMUNDUR LÖGHEIMILI ÚTI Á LANDI EINS OG FLESTIR Í RÍKISSTJÓRN- TIL AÐ FÁ FRÍTT HÚSNÆÐI Í REYKJAVIK ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.7.2016 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband