Reykjavíkurheilkennið.

Einn þeirra þingmanna sem er að yfirgefa, því miður, hið sökkvandi skip Samfylkingarinnar er Kristján Möller frá Siglufirði.  Mjög hæfur þingmaður og ráðherra.  Enn því miður hefur svolítið borið á því hjá honum sem hrjáir alltof marga landsbyggðarþingmenn.  Það er nokkuð sem við getum kallað Reykjavíkurheilkenni.  Svo virðist sem Kristjáni sé meira í mun að styrkja Landspítalann í Reykjavík en sjúkrahúsið í eigin kjördæmi svo og ýmis samtök fyrir sunnan, á borð við t.d SÁÁ.  Og nú síðast hefur hann sagt að skynsamlegt sé að kjósa í febrúar en ekki október.  Svo virðist sem hann hafi þarna algjörlega gleymt þeim aðstæðum sem geta skapast á landsbyggðinni um hávetur.  Þá hefur nú Steingrímur J. frekar rétt fyrir sér.  Vel er hægt að vinna grunnvinnu fjárlaga í sumar og gera þær pólitísku breytingar sem nýr þingmeirihluti vill gera fyrir jól ef að kosið er t.d 15. eða 22. október, helst ekki seinna.  En þeir eru fleiri sem þetta heilkenni þjaka, t.d heyrðist ekki múkk um staðsetningu millidómsþingsins, það ber ekki vott um frumlega hugsun að staðsetja það í Reykjavík af öllum stöðum.  Það er eins og þingmenn séu allir orðnir heimóttarlegir reykvíkingar sem allt vilja hafa í göngufæri við sjálfan sig og kaffihúsin í 101.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband