Furðuvikan.

Á föstudagskvöldum er á Rúvinu þáttur sem nefnist Vikan, undir stjórn Gísla Marteins nokkurn sem mun vera einskonar pólitískur flóttamaður úr Sjálfstæðisflokknum og sem merki er beinlínis hægt að segja að sé heimsins besti sjónvarpsmaður.  Sjálfsagt hefur hann reynt sitt besta til að gera Vikuna eins og segir í kynningu upp á jákvæðum og vinalegum nótum, en það hlýtur að hafa verið nokkuð erfitt og hefði þátturinn eiginlega betur verið látinn heita Furðuvikan, því síðastliðin vika var í rauninni eitt stórt furðuverk, súrrelistískt furðuverk sem heimurinn stendur nú og gapir yfir, eða hlær sig máttlausan að.  Ein lítil bloggfærsla veltir einkennilega þungu hlassi.  Forsætisráðherra setur hvert metið á fætur öðru í klaufaskap.  Stundum þegir hann þunnu hljóði en stundum blaðrar hann eitthvað útí loftið án þess eiginlega að vita hvað hann segir og er það nema von þó að blessaður forsetinn geti ekki alveg áttað sig á hvað um er að vera.  Sigmundur þykist ætla að senda fjármálaráðherra einskonar bjarghring sem svo fjármálaráðherra telur sig enga þörf hafa fyrir enda forseti búinn að neita Sigmundi um þennan bjarghring, þó svo áhöld séu um það hvort hann hafi haft til þess heimild samkvæmt stjórnskipun landsins.  Lýðurinn þyrpist á Austurvöll og heimtar kosningar, myndir af Alþingishúsinu þöktu eggjum og banönum sést í sjónvarpi, allt suður til Bosníu, af því mér er tjáð, og auðvitað fellur svo kerfið eins og spilaborg.  Það verður sko fjör í sumar, tvennar kosningar og mikið stuð á fólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband