Nýtt þrælahald.

Þrælahald mun líklega hafa lagst af á Íslandi upp úr kristnitöku árið 1000.  Þangað til allt í einu í dag þegar það uppgötvast að ambáttir eru haldnar í Vík í Mýrdal.  Þarna mun einhver náungi austan úr Asíu ekki hafa tímt að borga saumakonum sínum laun, þannig að hann hefur einfaldlega lokað þær inni í húsi sínu og látið sauma frítt, án þess að fyrirtæki það sem hann vann sem verktaki hjá hefði hugmynd um, amk sverja þeir af sér alla vitneskju um málið, þótt ótrúlegt sé að þeir hafi ekkert vitað.  En það er einn smá misskilningur sem fjölmiðlar hafa dálítið verið með, þeir hafa kallað þann glæp sem þarna var vissulega framinn, mansal.  Þessi glæpur er að sönnu mun alvarlegri en það að halda þræla.  Með mansali er átt við það þegar konur eru seldar í kynlífsánauð, hér áður fyrr var þarna oft talað um hvíta þrælasölu. Að hneppa í þrældóm er aftur á móti kallað mannsal og þó vissulega sé það alvarlegt brot er það ekki jafn svívirðilegur glæpur og að selja afnot af líkama konu.  Það er stigsmunur á að selja afnot af vinnuafli og afnot af líkama án endugjalds.  En hvað sossem öðru líður þá er ótrúlegt að þessi maður hafi getað stundað þessa starfsemi sína um árabil án þess að hið alsjáandi auga Útlendingastofnunnar sæi.  Þeir eru nógu fundvísir á flóttabörn og unga erlenda sjálfboðaliða til sveita sem ekkert gera af sér nema kynnast landi og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband