20.11.2007 | 16:15
Auglýsingar ljúga
Ókeypis myndlykill hjá símanum, Lambakjöt léttur réttur, Ef þú ert tryggður færðu það bætt. Þetta er texti úr þrem ólíkum auglýsingum sem eiga þó eitt sameiginlegt þetta eru auglýsingar sem ljúga. Vissulega fær maður myndlykil hjá símanum en einungis ef maður gerist áskrifandi af adsl sjónvarpi. Ekki held ég að margir næringarfræðingar geti tekið undir það að lambakjöt sé léttur réttur og ef þú ert tryggðuru færðu það bætt nema annað sé tekið fram í smáa letrinu. Hér eru aðeins nefndar auglýsingar sem beinlínis ljúga eða sleppa óþægilega hlutanum. Mikið er svo um auglýsingar sem annað hvort blekkja eða segja aðeins hluta af sannleikanum, gott dæmi um það eru hinar margfrægu auglýsingar ferðaskrifstofanna þar sem gefin eru meðaltalsverð á hópa t.d. hin vinsæla ferðaskrifstofufjölskylda hjón og tvö börn 2-11 ára. Auðvitað er einstaklingaverð ekki auglýst því að verðið er svo hátt að upphæðin virkar fráhrindandi. Blekkingar í auglýsingum eru líka mjög algengar t.d. að efni sé skjannahvítt eftir eitthvert þvottaefni, bílar í fallegu íslensku umhverfi og þvengmjóar stúlkur baðaðar í fínustu olíu en þarna erum við reyndar komin inn á blekkingar sem geta orðið hættulegar. Svona auglýsingar geta skapað miklu meiri hættu en jafnvel það að einhver bjór sé góður eða macdonalds sé fínasta máltíð og þessar bláeygðu samfylkingastelpur verða að gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að taka út fyrir sviga þátt eins og óholl matvæli. Margt fleira hangir á spítunni t.d græðgisvæðing samfélagsins. Ayglýsingar eru hluti hinnar allt um lítandi græðgisvæðingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 15:13
Leikhús fáránleikans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 16:52
Bæjarstjórnarklúðrun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 16:27
Biblían og negrastrákarnir
Það hefur mikið gengið á hjá prestastétts þessara lands að undanförnu það eru ekki bara kynvillingarnir, fyrirgefið samkynhneigðir sem eru að velkjast fyrir þeim heldur einnig sjálf Biblían sem nýlokið er við að þýða. Margt er það nú víst orðið með nýjum brag. Bræður eru t.d. Orðnir systkyni og eingetinn er allt í einu orðinn einkasonur. Menn eru allt í einu farnir að sjá að ef til vill hafi hinir fyrri þýðendur ekki vel skilið Hebreskuna sína og Grískuna eða þá að menn hafa allt í einu bara uppgötvað að Guð almáttugur sé barasta orðinn gamaldags og forn í hugsun því þurfi svolítið að poppa hann upp. Vitanlega sjá allir að orðafari Biblíunnar hefur tekið mið af því orðafari sem menn notuðu á þeim tíma sem hún var rituð og af því samfélagi sem hún er sprottin úr. Við skulum taka sem dæmi að sjálfsagt hefur Móses þótt þrælahald eðlilegt þegar hann segir í boðorðinu: Eigi skaltu girnast eiginkonu hans, þjón hans né þræl hans. Ef við segjum þetta á nútímamáli hljómar setningin einhvernveginn þannig: Eigi skaltu girnast tölvu náunga þíns, flatskjá eða jeppa. Annað sem hugsanlega hefði mátt breyta er það sem segir í sköpunarsögunni að Guð hafi skapað konuna úr rifi Adams, þetta er líffræðilega rangt því það er konan sem ól af sér Adam en ekki öfugt fyrir utan það að enginn var til staðar sem hún gæti getið Adam með. Sennilega hefur Guð þessa tíma ekki búið þeirri líffræðilegu þekkingu sem til er í dag og því má spurja sig hvort ekki hafi verið nauðsynlegt að uppfæra Biblíuna til nútímaskilnings. Sjálfur talaði Jesús venjulegt alþýðumál sýns tíma og flutti dæmisögur úr daglega lífinu, margar t.d. úr landbúnaði sem allir skyldu og sé Guð Almáttugur þá hlýtur hann að gera sér ljóst að orðið verður að breytast með tíðarandanum til að það skyljist og mark verði tekið á því.
Í miðri Biblíuumræðunni stukku allt í einu upp á sviðið tíu litlir negrastrákar teiknaðir af hinum ástsæla Mugg, viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allt í einu uppgötvuðu menn að þetta mikla Íslenska menningarverðmæti fól í sér mikla fordóma og kynþáttahatur. Voru það þessar stórkallaralegu teikningar Muggs ásamt notkun orðsins negri sem fór mjög fyrir brjóstið á mönnum. Hér gegnir það sama og um Biblíuna, verkið ber svip af hugsunarhætti þess tíma sem það var unnið. Það eru ekki ýkja mörg ár sem blökkumenn það er að segja negrar voru í vitund íslenskra barna blóðþyrstar mannætur sem börðust við góða og göfuga hvíta menn eins og Tarsan og í gamalli bíóauglýsingu máttu eitt sinn sjá að það væru ekta svartir leikarar sem léku í myndinni en ekki villimenn úr frumskóginum. Nú er þetta allt breytt negrarnir eru horfnir á braut meira að segja í Bandaríkjunum þar sem þeir kallast nú Afrískir - Ameríkanar og opinberlega köllum við þá ekki villimenn í dag heldur fátækafólkið í Þróunarlöndunum sem allir vilja hjálpa og þá helst ef hjálpin gefur okkur eitthvað í hönd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 19:24
Ríkið í Ríkin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 19:20
Ríkið í Ríkinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 18:18
Aðgengileg Akureyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 17:59
Svelgurinn fyrir sunnan
Föstudaginn 18. október héldu knattspyrnumenn lokahófið sitt á Brodway svo sem vani þeirra hefur verið undanfarin ár. Eins og venjulega var það lýst kjörið bestu og efnilegustu leikmanna, nokkuð óvænt var stúlka frá Akureyri kjörin efnilegust í kvennaboltanum og það var svo við manninn mælt svelgurinn fyrir sunnan fór í gang. Í hádegisfréttunum laugardaginn 19. október átti íþróttafréttamaður stöðvar 2 viðtal við stúlkukindina og spurði meðal annars hvort hún væri ekki á leið suður til stóru liðanna, sagði hún það mögulegt en ekki ákveðið. Hér verður að gera athugasemd, sú spurning vaknar hvort það sé eitthvað sjálfgefið að efnilegt fólk á landsbyggðinni sé dregið suður til hinna "stóru" liða. Reykjavík hefur á undanförnum árum verið að ná einokun á hverjum þættinum í þjóðlífinu hverjum á eftir öðrum og nú virðist vera komið að íþróttunum. Staðreyndin er sú að íþróttir ekki sýst knattspyrnan hafa verið í mikilli lægð hér á Akureyri að undanförnu og stór þáttur í því er að efnilegir leikmenn hafa umvörpum verð keyptir suður um leið og þeir hafa getað sparkað eitthvað. þar sem íþróttafélög hér hafa ekkert fjármagn til að halda í þá og í þokkabót þá hafa úrvalsdeildarliðin lánað fyrstu deildar liðunum á höfuðborgarsvæðinu góða menn sem þeir hafa ekki haft not fyrir líklega fyrst og fremst til að koma í veg fyrir það slys að landsbyggðarlið komi í úrvaldsdeildina. Fyndnasta dæmið um þetta voru auðvitað FH-ingarnir í Fjölni. Þessi lið fyrir sunnan eru ofurfjáð þar sem fyrir kemur að þau geta látið stórfyrirtæki jafnvel reisa fyrir sig heilu leikvangana og hallirnar eins og t.d. Vodafone gerði fyrir Val maður spyr sig nú bara hvers vegna stórfyritæki vill ekki veðja á lið eins og t.d. á Akureyri. Það sem liðunum okkar vantar er fjármagn til að kaupa leikmenn og reisa tilhlíðileg mannvirki og af hverju reisir Jóhannes í Bónus ekki glæsimannvirki á Þórssvæðinu og af hverju rýs ekki glæst Samherjasvæði hjá KA? Ef til vill er það metnaðarleysið sem er að draga mátt úr öllum íþróttum hér. ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 17:27
Bjórinn í búðirnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 16:27
Borgarstjórablús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)