Palli var einn

Palli var einn ef til vill ekki alveg í heiminum en að minnsta kosti í Ríkisútvarpinu með smáaura, eina og hálfa milljón í mánaðarlaun, smáaura svo sagði hann þó. Þetta væru bara venjuleg forstjóralaun hjá meðalstóru fyrirtæki en þá spyr maður sig hvort að Ríkisútvarpið sé bara venjulegt meðalstórt fyrirtæki sem verði að keppa um laun við fyrirtæki á einkamarkaði, vissulega kann svo að vera en í því sambandi má geta þess að þetta meðalstóra fyrirtæki er ekki eingöngu í áhætturekstri heldur sjá skattborgarar í landinu að verulegu leiti fyrir fjármögnun þess og ef ekki væri fyrir einstakt bruðl og sóun t.d. í byggingaframkvæmdum þá væri þetta stórgróða fyrirtæki og búið að drepa alla aðra fjölmiðla í landinu slíkir eru yfirburðir þess. Fyrir um ári var Ríkisútvarpinu breytt úr tiltölulega staðnaðri ríkisstofnun í að sönnu ekki opinbera konu heldur opinbert leikfang handa stjórnmálamönnum. Hélt maður í fyrstu að breytingunni mundi fylgja einhverjir ferskir vindar en raunin hefur orðið önnur, léleg dagskrá hefur orðið enn lélegri. Forngripir á borð við þetta kvimleiða ávarp, útvarp Reykjavík eða þetta fyrirbæri sem nefnist tilkynningar og sem á sínum tíma var troðið inn af mönnum sem eru svo miklar pempíur að ekki hefur mátt nefna auglýsingar eða stelpurnar sem þylja dagskrárnar í sjónvarpinu nákvæmlega upp af blaði. Þetta er alls staðar horfið nema ef til vill í Færeyjum eða á Suðurskautinu. Það er eiginlega undarlegt að maður skuli þurfa að borga skylduáskrift, frekar fyrir Sopranos og Leiðarljós heldur en t.d. Bold and the Beautiful og Tudors og ef þetta er nú almannaþjónusta eins og menn vilja vera láta, af hverju má alls ekki upplýsa almenning um það að landsleikur sem Íslendingar eru að leika sé sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ríkisútvarpið er ekki í neinni samkeppni við 365 en Palli greyið það er með hann að hann á sennilega einhverra persónulegra harma að hefna gegn sýnum fyrri vinnuveitendum. Stöðu sinnar vegna ætti hann að forðast að láta það koma niður á starfinu, Palli telur sig líklega vera einan í heiminum þetta er ekki rétt hann gegnir þýðingamikilli stöðu í þágu almennings í landinu og ætti í rauninni ekki að fá fyrir nema svo sem hálfa milljón á mánuði þá eru eftir 12 milljónir á ári fyrir þær mætti sjálfsagt eitthvað bæta dagskránna eða draga svolítið úr auglýsinga og kostunar flóðinu.

Skrautfjaðrirnar falla


Haustið fer að, litfögur laufin falla í görðunum. Fjöllin setja hvítar hettur og himininn verður kaldari en það fellur fleira en laufið, skrautfjarðrir Akureyrar fallast, týnast suður ein eftir aðra nú síðast er það Sparisjóður Norðlendinga sem fréttir herma að ætli sér að fá Byr í seglin með því að sameinast Sparisjóði fyrir sunnan sem aftur mun hafa orðið til við sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Vélstjóra. Eins og venjulega segja fram á menn í Sparisjóð Norðlendinga að sjóðurinn muni eflast og gildna við þetta en líklega eru það bara einhverjir Stofnfjáreigendur sem munu þarna fá einhverjar milljónir til þess að leika sér með tæplega þó í fyrirtækjum hér fyrir norðan þar sem þau skila yfirleitt ekki skjótfengnum arfi og arfur er harður húsbóndi. Varðandi svona sameiningar þá hræða sporin, seglskip þurfa góðan Byr en þau geta líka skaðast í Brimi en Brim er einmitt nafnið á gamla góða útgerðarfélaginu okkar sem var fyrst var platað úr höndum bæjarins og síðar selt Guðmundi hinum vinalausa sem auðvitað flutti svo sem allan kvótann til Reykjavíkur nema hvað og ekki einu sinni sjómennirnir á togururnum þorðu að andmæla og við höfum seð fleiri fyrirtæki gleypt að sunnan en aldrei höfum við sjálf haft nokkurn metnað til þess að fara í útrás. Í stað þess að kaupa fyrirtæki og sameina það norður heldur höfum við selt fyrirtækin og sameinað þau suður þar sem þau hafa oft runnið inn í fyrirtæki þar og horfið t.d. Kaldbakur og Plastos. Þarna kemur líka til að stjórnmálamenn eru ekkert sérlega vinveittir svæðinu, eitt lítið dæmi um þetta er það þegar samgönguráðuneytið í undirlagi Iceland air bregður fæti fyrir athyglisverða nýsköpun sem er fraktflug með ferskan fisk frá Akureyri. Maður spyr sig hvort það hafi verið svona voðalegt mál að lofa þeim að nota rússnesku relluna þangað til þeir væru búnir að útvega sér aðra vél. Á þá samgönguráðherran okkar að heita að svæðinu en ekki kjörinn á þing til að vera einhver hagsmunagæslumaður auðvaldsins fyrir sunnan.

Gjald þennslunnar

Að undanförnu hefur mátt sjá í ýmsum fjölmiðlum hér á Akureyri auglýsingar þar sem verið er að leita að leikskólakennurum en ekki hefur matt svo kveikja á Rás tvö eða öðrum sunnanmiðlum að þar sé ekki verið að fjalla um skort á leikskólakennurum og raunar fólki í ýmsar umönnunarstéttir.
Vitanlega er hér lágum launum kennt um en þetta mál hefur aðrar hliðar sem ekki eru eins mikið ræddar. Það má vera að þessar stéttir telji sig hafa lág laun og því er það dálítið skrítið að fólk í þeim gæti hugsað sér að hægt sé að auglýsa eftir fólki á þessum lágu launum á landsbyggðinni. Skýringin á þessu er einföld, lág laun eru afstæð vitanlega eru þessar stéttir á mun betri kjörum í Reykjavík en annar staðar. 30.000 krónurnar sem þær voru að fá um daginn eru í raun ekkert annað en yfirborgun þar sem laun almennt á vinnumarkaði þarna eru mjög há vegna þennslu sem knúin er áfram af stjórnvöldum með því að raða upp framkvæmdum sem hella olíu á eldinn. Almennt há laun þrýsta líka upp verðlagi þannig að erfiðleikar láglauna fólksins aukast til muna.
Stjórnvöld standa frammi fyrir óleysanlegum vanda því þó hægt sé að leysa vinnuaflsskort í byggingariðnaði og jafnvel afgreiðslustörfum með Pólverjum þá er það erfiðara í leikskólum eða öldrunarstöfnunum. Þetta viðurkenndi fulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali á dögunum rétt áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk með háum kvelli svo að Villi bjórkælir lág í öngviti á eftir. Leikskóla fulltrúinn getur nú innan hins nýja borgarstjórnarmeirihluta farið að breyta sér fyrir því að horfið verði frá hinni svokölluðu jafnlaunastefnu sveitafélaganna, reyndar er Reykjavík löngu horfin frá þessari stefnu með yfirborgunarpólítík sinni.
Búið er að taka þorskinn frá landsbyggðinni og nú er röðin komin að leikskólunum og öldrunarstofnunum. Menn hafa gefist upp á því fyrir löngu að láta Reykjavík greiða hið sannanlega gjald þenslunnar

Hringlar í skartgripunum

Ýmindið ykkur allt fólk lifa í friði og sátt þetta er inntak textans við hið fallega lag John Lennons, Imagine. Þriðjudaginn 9. október hefði Lennon náð þeim áfanga að verða löggilt íslenskt gamalmenni ef ekki hefði komið til náuingi einn sem lifði mjög eftir kjörorðinu; happiness is a warm gun. Þessu slagorði bandarískra byssueiganda en jafnframt heiti eins af lögum Lennons og nú skal halda upp á afmælið á Íslandi. Yoko Ono sem helst lifir á því að vera ekkja Lennons er mætt á svæðið ásamt syni þeirra og einnig ætla þau víst að drepa niður fæti á klakann Ringo Starr og ekkja George Harrisons. Tilefnið er að kveikja á ljós á súlu einni mikilli sem búið er að flytja út í Viðey og þangað er einnig búið að flytja rútubíla og ýmislegt annað það sem til þarf enda er víst að þarna hringlar rækilega í skartgripum fína fólksins. Annars mikið er þetta allt eitthvað í anda sýndarmenskunnar hjá Yoko líkt og það þegar þau Lennon lágu í viku í rúminu á Hilton hótelinu í Amsterdam allt í þágu friðar sem auðvitað var svo ekkert nær en líklega þá er þetta þegar allt kemur til alls bara öfund úr manni, manni finnst einhvern veginn að miklu gáfulegra hefði verið að koma friðarsúlunni fyrir á Erpihóli við Eyjarfjörð þar sem hugsjónir Rauða krossins hafa líklega fyrst litið dagsins ljós þegar Halldóra kona Vígaglúms gekk til að gera að sárum manna í báðum liðum eftir bardaga sem maður hennar Vígaglúmur. Þetta hefði ef til vill ekki orðið jafn áberandi í fjölmiðlum heimsins en hugsanlega meira í anda þeirra hugsjóna sem John Lennon bar í brjósti en græðgisvæðingin lætur ekki að sér hæða og því hringlar í skartgripum fína fólksins út í Viðey.

Flýtur úr kassanum

Það er breytt brosið á annars grautfúlum fjármálaráðherranum okkar þessa dagana. Það bókstaflega flýtur úr ríkiskassanum, búið er að leggja fram fjárráðafrumvarp með rúmlega 30 milljarða afgangi og ég held að einhverstaðar hafi fundist 30 milljarðar til viðbótar sem eiginlega enginn veit skýringu á en samt eru fjárlögin eins og venjulega hálfgerð nískufjárlög og sennilega ekkert að marka þau frekar en venjulega. Fyrir það fyrsta þá taka menn ekkert tillit til þess að kjarasamningar eru lausir um áramót, stofnanir fá svo naumar fjárveitingar að þær þurfa að taka yfirdráttarlán sem auðvitað er hið besta mál fyrir bankana en ekki endilega skattborgarana og síðast en ekki síst ríkið er búið að steypa sér í skuldir hingað og þangað og má t.d. nefna það að ríkið skuldar Akureyrarbæ stórar fjárhæðar t.d. vegna elliheimilisbyggingarinnar en ekki sýnist manni fyrrum bæjarstjóri okkar mikið velta sér uppúr því. Sennilega hyggur hann á landvinninga í pólítíkinni syðra og þá er víst best að hafa sig hægan þó svo Davíð sé genginn, reyndar hefur maður nú á tilfinningunni að Davíð haldi ennþá í ýmsa spotta og Geir reynir af veikum mætti að feta í fótspor foringjans en gengur heldur brösulega. Það er annars skrítið að menn skuli nú ekki grípa tækifærið og setja peninga í brín verkefni einkum utan þenslusvæðanna svo sem í samgöngur, heilbrigðismál og menntamál eða þá að reyna að útrýma því böli sem fátækt er og misskipting.

Stolt siglir spíttflegið

Þar var einn föstudagsmorgunn maður kveikti á útvarpinu til að gá hvað væri á seiði og þá kom allt í einu bomba aukafréttir í sjónvarpinu og auðvitað hrökk maður við og var Al kaida að gera einhvern óskunda einhverstaðar voru menn jafnvel búnir að ráðast á hið varnarlausa Ísland í því skini að gera það að íslensku lýðveldi en nei. Tilefni aukafréttatímans var blaðamannafundur rögreglu höfuðborgasvæðisins og textavarpinu mátti sjá að mikið magn af dópi hefði verið til á Fáskúrsfirði, hvað sem það kom rögreglu höfuðborgarsvæðisins við einhver dóphundur á Fárskúrsfirði, jú lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var búin að rannsaka þetta í marga mánuði og þarna var um svo alvarleg löggumál að ræða að ekki var hægt að treysta sveitavargnum fyrir austan fyrir því, samanber það sem átti sér stað í gamla daga þegar bölli sveitarinn í Húnaþingi var ekki treyst fyrir eina alvöru böðulsverkinu eftir Illugarstaðamorðinu. Hvað um það, þarna fékk löggan aldeilis auglýsingu enda Bjössi dómsmálaráðherra brosandi út af eyrum þegar hann kom í fréttatímann, jú þarna voru tekin 45 kíló af spítti ásamt fleira dóti en þess má geta að lögleg notkun amfetamíns á Íslandi mun ekki vera nema 1 kíló og er það þó talsvert notað í lyfjablöndur t.d. rídalín. Má ætla að ef öllu þessu efni hefði verið dembt inn á markaðinn í einu hefði það verið um árs neysla, ef til vill eitthvað meira vegna aukinnar neyslu vegna verðfalls. Stundum dettur manni í hug að þeir sem hafi komið upp um þetta mál hafi verið útsendarar Litháisku mafíunnar sem ráða mestallri amfetamínverslun. Þessir aðilar kæra sig auðvitað ekki um verðfall á vörunni, ekki heldur Tóti á vogi sem auðvitað sér fyrir það að of mikið framboð á spítti þýðir færri í meðferð, menn fara jú ekki í meðferð ef framboðið á dópi er nóg.

Jesús tæknivæðist

Síminn með ákveðna greininum eins og Sjónvarpið er ansi merkilegt fyrirbæri . Hann auglýsir myndlykla sem eru ókeypis nema hvað þú getur ekki notað þá nema þú kaupir áskrift af stöðvum, hann auglýsir háskerpusjónvarp nema í kolli markaðsfræðinganna og nýjasta afrekið hann er búinn að tæknivæða Jesús Krist. Hugsið ykkur Júdas í mynd verandi að bjástra eitthvað við svik fyrir 30 silfur peninga meðan postularnir sitja heima étandi brauð og þambandi vín og auðvitað er freslarinn kominn með 3G. Ekki voru allir voða hressir með þessa tæknivæðingu, Biskup kominn í fílu og kverkaliðið með en Jón Gnarr glottandi út í annað, eitt vakti þó svolitla athygli, Jón Gnarr lét fyrir nokkru skýrast til Kaþólskrar trúar en engum fjölmiðlamanni datt í hug að spurja hann álit Kaþólsku kirkjunnar a þessu. Hvað skyldi til dæmis Ratzinger gamli fyrrum félagi í hitlersæskunni sem nú er páfi segja við þessu uppátæki? En í rauninni er dálítið gaman að velta því fyrir sér á hvern hátt Jesús hefði boðað trúna á þessari öld tölva og myndsíma. Ætli ýmislegt hefði ekki verið með öðrum brag og einhverjar áherslur aðrar en eitt er þó víst, hvað sem fílunni líður hjá kirkjunnar mönnum þá skapaði auglýsingin umtalaða mikla umræðu um trúmál auk þess sem umtalið um hana var miklu meiri auglýsing fyrir símann en auglýsingin sjálf er þá ekki tilganginum náð.

Sérsveitin í pisseríið

Það var að ég held í fyrrasumar sem sýslumaður einn á norðurlandi kallaði til sérsveitina svo halda mætti röð og reglu á sveitaböllum. Sennilega er maðurinn úr Reykjavík þar sem hann veit ekki hvernig íslensk sveitaböll fara fram en nú eru sveitaböllin flutt á mölina og vitaskuld fylgir sérsveitin þróuninni. Það er auðvitað ótækt að menn séu kastandi þvagi út um kvippinn og kvappinn jafnvel við hlið almenniá því að við því að pissa á almannafæri liggur 10.000 kr. sekt menn geta svo reiknað hvað það eru margir bjórar og þannig gengið úr skugga um það hversu vel peningunum var varið. En gamanlaust allt þetta miðbæjarþvaður er almenningssalerna og vitaskuld dugir ekkert minna en sérsveitin gegn þessum óskunda. Aukin heldur er nú vakin athygli farið að fara í taugarnar á venjulegu fólki og maður spyr sjálfan sig af hverju er það svona eftirsóknarvert að búa þarna í grennd við miguna að minnsta kosti rjúka fasteignirnar þarna upp í verði og fjárfestarnir vilja ólmir gleypa hvern einasta græna blett. En svo þegar allt kemur til alls, þessi miðbæjarvandi stafar ef til vill fyrst og fremst af viðhorfi íslendinga til áfengis. Íslendingar líta á áfengi sem eitthvað til að nota svo menn verði villtir og tapi sér, menn hræsna gagnvart áfengi telja það mesta bölvald allra bölvalda, detta í það, brjóta allt og bramla og fara svo í meðferð.

Nýtt upphaf

Vegna bilunar á eigin tölvu hef ég neyðst til þess að setja upp nýja bloggsíðu í stað þeirrar gömlu sem ég hef verið með og verður svo að minnsta kosti í um mánaðartíma eða þar til gamla talvan mín kemst í lag. Ég hef ákveðið að taka upp gamla góða nafnið hugskotið á þessa síðu og verður það vonandi skrifum mínum til nokkurar gæfu
-Reynir Antonsson

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband