19.10.2007 | 14:32
Palli var einn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 17:07
Skrautfjaðrirnar falla
Haustið fer að, litfögur laufin falla í görðunum. Fjöllin setja hvítar hettur og himininn verður kaldari en það fellur fleira en laufið, skrautfjarðrir Akureyrar fallast, týnast suður ein eftir aðra nú síðast er það Sparisjóður Norðlendinga sem fréttir herma að ætli sér að fá Byr í seglin með því að sameinast Sparisjóði fyrir sunnan sem aftur mun hafa orðið til við sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Vélstjóra. Eins og venjulega segja fram á menn í Sparisjóð Norðlendinga að sjóðurinn muni eflast og gildna við þetta en líklega eru það bara einhverjir Stofnfjáreigendur sem munu þarna fá einhverjar milljónir til þess að leika sér með tæplega þó í fyrirtækjum hér fyrir norðan þar sem þau skila yfirleitt ekki skjótfengnum arfi og arfur er harður húsbóndi. Varðandi svona sameiningar þá hræða sporin, seglskip þurfa góðan Byr en þau geta líka skaðast í Brimi en Brim er einmitt nafnið á gamla góða útgerðarfélaginu okkar sem var fyrst var platað úr höndum bæjarins og síðar selt Guðmundi hinum vinalausa sem auðvitað flutti svo sem allan kvótann til Reykjavíkur nema hvað og ekki einu sinni sjómennirnir á togururnum þorðu að andmæla og við höfum seð fleiri fyrirtæki gleypt að sunnan en aldrei höfum við sjálf haft nokkurn metnað til þess að fara í útrás. Í stað þess að kaupa fyrirtæki og sameina það norður heldur höfum við selt fyrirtækin og sameinað þau suður þar sem þau hafa oft runnið inn í fyrirtæki þar og horfið t.d. Kaldbakur og Plastos. Þarna kemur líka til að stjórnmálamenn eru ekkert sérlega vinveittir svæðinu, eitt lítið dæmi um þetta er það þegar samgönguráðuneytið í undirlagi Iceland air bregður fæti fyrir athyglisverða nýsköpun sem er fraktflug með ferskan fisk frá Akureyri. Maður spyr sig hvort það hafi verið svona voðalegt mál að lofa þeim að nota rússnesku relluna þangað til þeir væru búnir að útvega sér aðra vél. Á þá samgönguráðherran okkar að heita að svæðinu en ekki kjörinn á þing til að vera einhver hagsmunagæslumaður auðvaldsins fyrir sunnan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 16:34
Gjald þennslunnar
Vitanlega er hér lágum launum kennt um en þetta mál hefur aðrar hliðar sem ekki eru eins mikið ræddar. Það má vera að þessar stéttir telji sig hafa lág laun og því er það dálítið skrítið að fólk í þeim gæti hugsað sér að hægt sé að auglýsa eftir fólki á þessum lágu launum á landsbyggðinni. Skýringin á þessu er einföld, lág laun eru afstæð vitanlega eru þessar stéttir á mun betri kjörum í Reykjavík en annar staðar. 30.000 krónurnar sem þær voru að fá um daginn eru í raun ekkert annað en yfirborgun þar sem laun almennt á vinnumarkaði þarna eru mjög há vegna þennslu sem knúin er áfram af stjórnvöldum með því að raða upp framkvæmdum sem hella olíu á eldinn. Almennt há laun þrýsta líka upp verðlagi þannig að erfiðleikar láglauna fólksins aukast til muna.
Stjórnvöld standa frammi fyrir óleysanlegum vanda því þó hægt sé að leysa vinnuaflsskort í byggingariðnaði og jafnvel afgreiðslustörfum með Pólverjum þá er það erfiðara í leikskólum eða öldrunarstöfnunum. Þetta viðurkenndi fulltrúi Samfylkingarinnar í viðtali á dögunum rétt áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk með háum kvelli svo að Villi bjórkælir lág í öngviti á eftir. Leikskóla fulltrúinn getur nú innan hins nýja borgarstjórnarmeirihluta farið að breyta sér fyrir því að horfið verði frá hinni svokölluðu jafnlaunastefnu sveitafélaganna, reyndar er Reykjavík löngu horfin frá þessari stefnu með yfirborgunarpólítík sinni.
Búið er að taka þorskinn frá landsbyggðinni og nú er röðin komin að leikskólunum og öldrunarstofnunum. Menn hafa gefist upp á því fyrir löngu að láta Reykjavík greiða hið sannanlega gjald þenslunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 17:48
Hringlar í skartgripunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 16:31
Flýtur úr kassanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 17:18
Stolt siglir spíttflegið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 16:42
Jesús tæknivæðist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 16:04
Sérsveitin í pisseríið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 16:07
Nýtt upphaf
-Reynir Antonsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)