Lungu og salt

Hún Sigrún bæjarstjórinn okkar hefur kveðið uppúr: Lungun eru mikilvægari en bílar. Það er allt í lagi að strá svolítið salti á götur bæjarins, betra er að skemma og þar með verðfella bílana okkar en að eyðileggja lungu. Vissulega eru lungun okkar forsenda lífs og svifrykið er að sjálfsögðu hin mesta ógn. Vel má vera að hægt sé að rekja einhver dauðsföll til svifryks á Akureyri en hefur þó ekki verið rannsakað. En hitt er þá annað mál að ósköp er þetta mál nú lítið í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um mengun, gróðurhúsaáhrif og önnur umhverfismál en vonandi er að blessaður bæjarstjórinn okkar finni einhverja leið sem er nægilega græn til þess að bæjarbúar haldi lífi og heilsu en ekki alveg svo vinstri græn að bílafloti Akureyringa eyðileggist með öllu.

Fúaspýtuborgarstjórinn og Kristilegt siðgæði

Reykjavíkurborg hefur eignast nýjan Borgarstjóra hann Gosa. Gosi þessi er að sönnu ekki búinn til úr spýtum eins og eins og strákurinn úr ævintýrinu en hann lætur sér hins vegar einkum annt um spýtur. Fúaspýtur sem hann er fús að greiða 600 milljónir eða svo fyrir. Hann var ekki einu sinni nógu sniðugur að koma þessu á ríkið með því að láta menntamálaráðherra friðlýsa kofana. Þetta getur vel flokkast undir einhverskonar kristilegt siðgæði sem hlýtur vel að þóknast okkar kaþólska menntamálaráðherra. Að sönnu þá ber nú ósköp lítið á þessu kristilega siðgæði í frumvarpinu hennar um skólamál. Því þótt kaþólsk sé þá verður að gera eins og Norðmenn, þarna er jú um mannréttindi að ræða en ekki réttindi þorska og eiganda þeirra. Annars er þessi umræða um kristilegt siðgæði svolítið athyglisvert því það hefur enginn reynt að skilgreina það. Einfaldast virðist manni þó að það felist í aðeins einni setningu: Það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður, skuli þér og þínir gjöra. 

Andrétti

Sennilega munu fæstir lesendur skilja þessa fyrirsögn enda hér um nýyrði að ræða sem hugskotið hefur sjálft búið til. Hér skulum við gefa dæmi sem útskýrir það hvað hér er um að ræða. Nú í haust bar svo við einu sinni sem oftar að lífeyrissjóðir ákváðu að skerða örorkubætur til sjóðsfélaga í þeim tilvikum sem bæturnar voru hærri en sem nemur launum viðkomandi áður en þeir slösuðust. Þótti þetta að sjálfsögðu hin mesta ósvífni að bölvaðir öryrkjarnir fengju hærra kaup fyrir að húka í hjólastól sínum heldur en að vinna ærleg störf. Þetta er ansi skrýtin afstaða því fæstir kjósa sér það hlutskipti að verða öryrkjar í því skyni að hækka í launum. Ekki minnkar framfærslukostnaður einstaklings við það að verða öryrki, þvert á móti getur það valdið mjög auknum kostnaði. Svo dæmi sé tekið, t.d. fatlaður maður hyggur á utanlandsferð þarf hann ekki aðeins að greiða fyrir eigin ferð heldur einnig fylgdarmanns, einn eða fleiri og blessað kerfið kemur þarna ekkert á móti. Flugfélögin safna smápeningum farþega í því skyni að geta boðið fötluðum börnum í tívolíferð undir lúðrasveitaleik og suðandi myndavélum fjölmiðlanna en flugfélög og ferðaskrifstofur eru mjög nísk varðandi fyrirgreiðslu til handa fötluðum einstaklingum. Þeir er meira að segja illa við að leifa þeim að sitja inn á Saga Class vegna þess að ríka fólkið sem greiddi fyrir muni fara að kvarta. Það má einnig telja til andréttis þegar hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðsins geta ekki komið sér saman um það að bæta kjör nauðsynlegrar lálaunastétta vegna þess að yfirborgaða liðið og pappírshöndlararnir standa í móti með þeim afleiðingum að vítahringur verðbólgu og óstöðugleiki myndast, nokkuð sem ef til vill á eftir að steypa þjóðfélaginu um koll.

Bjórkældur Lazarus

Það er líklega búið að sjá okkur fyrir vikuskammtinum af spaugstofunni í þetta sinn. Fyrir því sáu læknir sem tók við af lækni í stjórn borgarstjórans í Reykjavík og Lazarus nokkur sem steig bjórkalinn útúr gröf sinni eftir að hafa verið dauður í 100 daga. Svo máttfarinn þó að ekki treysti hann sér að taka við fyrra starfi sem borgarstjóri fyrr en eftir rúmt ár. Borgarstjórnarfundurinn sem haldinn var á fimmtudaginn var einn sá albesti skemmtiþáttur sem lengi hefur verið boðið upp á í sjónvarpinu og grínið hélt áfram um kvöldið þegar nýji borgarstjórinn mætti í viðtal hann sat þar nefninlega eins og illa gerður hlutur og áttaði sig eiginlega ekki á því að hann væri orðinn borgarstjóri eða af hverju hann væri það. Ástæðan er nefninlega nákvæmlega engin. Glundroðakenning sú sem hann setti framm getur ekki almennilega staðist vegna þess að ef eitthvað hefði verið til í henni þá hefði verið miklu sniðugra fyrir frjálslynda að horfa á og gera tjarnarkvartetinn laglausann á hans eigin forsendum. Þarna gæti þó hugsanlega líka skynið í svolitla pólítíska kænsku íslandshreyfingarinnar. Þannig vill nefninlega til að hún er búin að lauma Troyju hesti inn í Orkuveitu Reykjavíku. Þar sem er Ásta Þorleifsdóttir og einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að sjálfstæðismenn hafi ekki varað sig á þessu. Í öllum æsingnum við að komast til valda og sumum finnst þeir hafi selt sig nokkuð dýrt að þurfa að láta bæði húskofana við laugarveg og vatnsmýrarflugvöllinn sem kaupbæti með borgarstjórastólnum í ár. Á meðan standa fatasamtökin les framsóknaflokkurinn á hliðarlínunni og reyna að greiða úr eigin málum. Dagur og Svandís bíða eftir Ray skýrslunni meðan Margrét Sverrisdóttir hinkrar við og bíður þess að Ólafur skreppi á klósettið svo hún geti myndað nýjan meirihluta.


kofar og kumbaldar

Skyndifriðun er nýyrði sem allt í einu hefur skotið upp kollinum að undanförnu og er þar það víst átt við það þegar húsafriðunarnefnd er að bjarga menningarverðmætum undan stálkrumlu gróðahyggjunnar. Með öðrum orðum að bjarga kofum frá niðurrifi og í þeirra stað byggðir kumbaldar hálfu ljótari en húsin sem rifin voru.
Laugarvegshúsin hafa verið miklu meira í umræðunni síðustu daga heldur en það var í fyrrasumar þegar hálfónýtur húshjallur var friðaður á Akureyri en það eru líklega ekki sama jón og séra jón. Laugarvegurinn er víst hærra metinn er göngugatan á Akureyri. Að minnsta kosti er talað um að skattborgarar þessa lands þurfi að punga út nokkrum milljónahundruðum ef athafnamennirnir fá ekki að byggja hótelið sitt á nákvæmlega þessum bletti. Maður spyr sig hvers vegna þessir náungar komi ekki norður og taki þátt í hótelbyggingunni sem fyrirhuguð er á Akureyri og spari þannig ríkiskassanum stórar fúlgur. Þetta fjárfestalið hefur nefninlega svo óskaplegar áhyggjur af ríkiskassanum. Ríkið á helst engu að eyða heldur skila afgangi. Hvað Reykjavík varðar þá bendir allt til þess að hún verði eitt alsherjar samsafn af glerturnum, kofaræksnum og steinrunnum verslunarmiðstöðum þar sem enginn kemur.

Ráðherrar kvellspringa

Jólin og áramótin eru búin með öllu tilheyrandi ofáti, sprengingum og neyslufylleríi. Það voru ekki bara hefðbundnir flugeldar sem sprungu eins og aldrei fyrr. Ráðherrar í ríkisstjórn vorri hafa sprungið sem hinar dýrmætustu rakettur þótt deila megi um fegurð ljósanna. Raunar beið dómsmálaráðherra ekki áramótanna til að sprengja flugeld sinn sem að reyndar þorði ekki að kveikja sjálfur í heldur lét dýralækninn, vin sinn úr Hafnafirði sjá um skítverkið og skjóta syni Davíðs Oddsonar norður og austur á land.  Ekki var strákurinn látinn nema staðar á Hólmavík eins og venjan er þegar menn hefja feril í dómskerfinu, slíkt var að sjálfsögðu ekki hægt þar sem flokkurinn hefði litið á það sem pólitíska útlegð og gæti valdið óróa í seðlabankanum en þó er ekki alltaf svo þægur stjórnvöldum sem skyldi. Óvíst er þó hvernig Akureyringar og Austfirðingar taka þessari jólagjöf að sunnan. Áramótin komu svo og þá vildi Össur leika sér að flugeldum líka. Skipaði hann orkumálastjóra einhvern náunga sem heitir Guðni og býr í Stokkhólmi en fremur fátt er um það vitað nema hann hvað hafa einhverja súperdoktorsnafnbót úr einhverjum háskóla í Svíþjóð. Kona ein sem verið hafði staðgengill orkumálastjóra taldi sig eiga rétt á starfinu þó ef til vill væri hún ekki eins vel menntuð og Guðni þessi enda víst eitthvað tuðað um jafnrétti kynjanna í stjórnarsáttmálanum. Jafnréttið virtist svo vera alveg í lagi þegar hann skipar konu sem ferðamálastjóra sem minni menntun hefur en aðrir umsækjendur og snýst nú dæmið algjörlega við. Sá grunur læðist að manni að þetta hafi eitthvað með flokkskírteinið að gera en sennilega fer það mjög fyrir brjóstið á mörgum ærlegum samfylkingarmanni ef ráðherrar flokksins fara að gera eins og allir hinir, líta á flokkskírteinið og ætternið áður en litið er á hæfnina. Samfylkingin hefði betur barið í borðið þegar Þorsteinn Davíðsson var skipaður héraðsdómari þó svo það hefði kostað stjórnarslit, hún væri flokkur að meiri.

Droparnir hennar Jóhönnu

Það lýsti vel af geislabaugnum hennar heilögu Jóhönnu þegar hún var að tilkynna um kjarabætur til handa ellilífverisþegum þessa lands og einhverja dropa áttu víst öryrkjar að fá líka. Fáeinadropa í staðinn fyrir það haf sem lífeyrisþegarnir hafa nýlega tekið og sem munar víst mikið um samanber fréttina um handleggjalausa mannin sem allt í einu var sviftur 70.000 kr. lífeyri með þeirri afsökun að ég held að hann hafi verið kominn með hærri tekjur handleggjalaus heldur en áður en hann missti handleggina þetta er auðvitað mjög skemmtileg röksemdarfærsla. Menn saga líklega af sér útlimina í von um það að hafa meiri tekjur en þeir höfðu áður. Raunar verkar hér markaðþjóðfélagið alveg stórkostlega menn fara auðvitað að velja hvort og þá hversu mikið þeir vilja vera fatlaðir á framfari skattborgara eða púlandi við tölvuskjáinn sinn. Droparnir hennar Jóhönnu eru svo sem góðir og gjalda verðir en þeir leysa auðvitað engan vanda og hafa ekkert að segja gagnvart þeim sem mest þurfa á að halda. Við það bætist svo að miklar endurbætur þyrfti að gera á tryggingarkerfinu þannig það er vitað að þetta kerfi er stórlega misnotað. Frægir eru edrústyrkirnir svokölluðu sem halda mönnum við drykkju og dóp nokkra mánuði eftir að þeir koma úr meðferð, svört vinna hjá atvinnulausu fólki svo nemur nokkur hundruði þúsunda á mánuði og sagt er að ekki þurfi nema örlítið þunglyndi eða hálshnikk til þess að komast á örorkubætur. Þessu þarf að kippa í lag en umfram allt að fækka blýhantanögurunum í Tryggingastofnun. Almanna tryggingar eiga að snúast um fólkið sem þær eiga að þjóna en ekki um fólkið sem við þær vinnur.

Bleikir þingmenn og bláir

Það er alltaf gaman að fygjast með blessuðum þingmönnunum okkar þegar þeir taka sig til og fara að ræða hin ýsmu þjóðþrifamál. það nýjasta í þeim dúr er fyrirspurn sem grænmetisætan í vesturbænum Kolbrún Halldórsdóttir hefur lagt það um þess efnis hvort ekki standi til að hætta afgreiningu barna á fæðingardeildum eftir kynferði með því að klæða stúlkubörn í bleikt og drengi í blátt. Telur tjéð grænmetisætan að hér sé um hið versta form apartæt að ræða verið sé þegar áður en í vökuna er komið að sýna blessuðum börnunum að þau séu ekki af sama kyni og líklega áliktar hún þá einnig að blái liturinn sé eitthvað æðri hinum bleiki. Maður spyr sig þess vegna hvert þær góðu konur sem vilja berjast fyrir góðum málefnum eins og forvörnum gegn leghálskrabbameini eða heimilisofbeldi sem nota vilja bleika litinn sem einkenningsmerkið sitt. Maður spyr sig hvort þær þurfa að fara að taka upp bláa litinn af þvi að hann sé æðri eða þá hinn hlutlausa hvíta lit af því að hann er merki um ekkert en það er einmitt sá litur sem Kolbrún vill að allir nýburar klæðist. Gamanlaust við getum öll verið sammála um það að jöfn staða og réttindi karla og kvenna sé sjálfsagt mál en hinu megum við ekki gleyma að kynin eru auðvitað mismunandi þannig að karlmenn ganga yfirleitt ekki með börn og yfirleitt þykir ekki kvenlegt að vera með skegg. Þetta er hlutur sem því miður margir feministar gleyma að fólk sé ólíkt á alls ekki að vera ávísun um ýmiskonar misrétti heldur er hér einfaldlega um náttúrulögmál að ræða og að breyta þeim gæti þýtt endalok tegundarinnar.

Actavis dagurinn

Actavis dagurinn var í gær miðvikudaginn 21. nóvember þeir kalla þetta að vísu forvarnardag. Blessaður forsetinn okkar mætir á skjáinn og ráðleggur börnunum að vera sem mest með foreldrum sínum, stunda líka sem mest æskulýðs og íþróttastarf og síðast en ekki síst að ekkert vera að flýta sér að byrja að drekka. Þessi þrjú nýju boðorð koma að sönnu ekki frá Guði heldur eru sögð afrakstur rannsókna sem meðal annars Prumpháskólinn í Reykjavík mun hafa staðið fyrir en þessar rannsóknir hafa verið nokkuð umdeildar meðal vísindamanna. Þannig hefur því verið haldið fram að það sé ekki magn samverustundanna með foreldrum sem skiptir máli heldur gæði þeirra. Þannig er þess ekki getið hvort það geti verið æskileg samvera á milli foreldra og barna ef þau detta í það saman en þess munu víst bara þónokkur dæmi. Þá er það þetta með æskulýðs og íþróttastarfsemina, það er kunnara en frá þarf að segja að áfengi og íþróttir fari saman oft berast fréttir af áfengis og fíkniefnaneyslu íþróttamanna og nefna má í því sambandi sjálfan Maradonna, Guðjón Þórðarson, Pete Bete og sjálfan yfiralkann Þórarinn Tyrfingsson sem eitt sinn var landsliðsmaður í handbolta og ekki má gleyma því að áfengisframleiðendur eru meðal þeirra stærstu kostunaraðilar íþróttaviðburða í heiminum og þá er það þriðja atriðið, þetta með að draga sem lengst að byrja að drekka. Það má spurja sig hvort ekki sé betra að byrja að smakka áfengi 13 ára og halda áfram að drekka það jafn hóflega en að byrja t.d. tvítugur og byrja þá að drekka ótæpilega. Alhæfingar eru alltaf vafasamar enda eru tvær manneskjur aldrei eins. Það sem er þó fyndnast í sambandi við þennan ágæta dag er það að sumir eru farnir að tala um það að ekki sé nógu sniðugt að nota orðið forvarnir lengur og hafa menn talað um að skipta um nafn á þessum degi og er hér ein tillaga. Boðorðin þrjú með svörtum stöfum á gulum grunni hafa verið mjög áberandi í sjónvarpsauglýsingum tengdum þessum degi, enn meira áberandi er þó stórt rautt letur í enda auglýsingarinnar ACTAVIS enda vitaskuld verið að auglýsa þetta ágæta lyfjafyrirtæki en engar forvarnir rétt eins og ekki er verið að auglýsa kalda léttöl þegar orðið kaldi birtist á skjánum því er aðeins eitt nafn við hæfi á þessum degi Actavis dagur!

Veislan er búin

Borist hafa af því fréttir að lánsævismat Íslands sé að verða neikvætt. Aðalleikararnir í Reisápunni þorðu ekki að bjóða í á Filipseyjum og menn eru skíthræddir um að húsnæðisbólan sé sprungin. Þannig er nú ýmislegt farið að benda til þess að útrásarveislan sé búin og hætt er við að timburmennirnir verði miklu svakalegri nú en áður. Svo hrikalegt hefur eyðslu og fjárfestingarfylleríið verið hjá yfirstéttinni. Babelsturnar rísa leikfangaverslanir, stærstu gælidýrabúð á Norðurlöndum og IKEA hallir reistar af erlendu vinnuafli hafa þotið upp og bankar dælt inn erlendu fjármagni sem runnið hefur jafn auðveldlega inn og vatn úr krana og ofan í kaupið þá er þetta allt byggt upp af erlendu vinnuafli á skítakaupi meðan Íslendingar sjálfir þykjast svo fínir að þeir vilja ekkert sjá óhreinna en tölustafi á tölvuskjám eða einkaþoturnar þeirra sem þeir nota til þess að flýgja þennan fáránlega klaka. Á meðan þjóðarbúið brennur á verðbólgubálinu leika Davíð og seðlabankinn á vaxtarflautuna og lagið er auðvitað Hraunadansinn. Eins og áður segir bíða timburmennirnir handan við hornið. Ef Evrópusambandið verður ekki komið með stressarana sína troðfulla af evrum áður þá er viðbúið að gömlu góðu offjárfestingareinkennin láti á sér kræla húsnæði jafnvel á Reykjavíkursvæðinu verði verðlaust með þeim afleiðingum að fjöldi fólks mun lenda á götunni, gengi krónunnar mun falla geigvænlega með þeim afleiðingum að engir peningar verða til fyrir fólkið til að versla í öllum fínu höllunum. Atvinnuleysi mun líklega aukast í kjölfarið og gripið verður enn til gamla gengisfellingardómsins með tilheyrandi verðbólgu og því samkvæmt Davíð lógík vaxtahækkun enn. Auðvitað er þetta allt ein hringavitleysa spurningin er bara sú hvort íslenska efnahagskerfið sé ekki bara tóm della og í rauninni sú hversu lengi þetta getur haldið svona áfram. Meðan krónunni blæðir út kaupir íslenska yfirstéttin fasteignir á Flórída.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband