30.10.2008 | 14:51
Stórasta klúður í heimi
Það var voða gaman að vera Íslendingur í Júlí síðastliðinn þegar ísland vann silfurverðlaunin í handbolta á Ólympíuleikunum og landið var allt í einu stórasta landið í heimi. Síðan hefur margt vatn til sjávar runnið og allt í einu situr þjóðin uppi hnípin og vansæl með stórasta klúður í heimi. Bankakerfi sem eitt sinn var tólfsinnum stærra en hagkerfið farið á hliðina og síðan hlaupið í fangið á ríkismömmu. Krónan ónýt og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í rauninni ekki til. Ráðamenn bæta um betur og blaðra einhverja vitleysu út í löndum sem enginn hendir reiðir á. Jú, heimskreppa ríkir og í raun hugsanlega hrun markaðshagkerfisins en það skýrir ekki hamfarirnar á Íslandi. Þegar við rifjum upp atburði síðustu ára kemur í ljós að hér ríkti eiginlega dálítið furðulegt ástand. Við vorum komin með bankakerfi sem var tólfsinnum stærra en hagkerfi landsins án eftirlits. Seðlabankastjóra sem þykir ekkert sjálfstæðara en að veðsetja þjóðina fyrir einhverju sparifé í Englandi. Bankastjóra sem hafa allt að 62 milljónum í mánaðarlaun, hafa semsagt engan tíma til að sinna bankanum því þeir eru uppteknir í að eyða eigin fé. Yfirstétt sem fær Elton John til þess að skemmta í afmæli sínu og legið fínustu tónleikahöll í London undir Stuðmenn. Þjóðin blindast af glýjunni, kaupir lúxusjeppa á flatskjái og byggir verslanahallir þannig að verslunarrími í Reykjavík hvað vera meira en í Kaupmannahöfn ekki í fermetrum á mann heldur í fermetrum svona yfirleitt. Fjármálakerfið dregur eins og blóðsuga fólkið úr framleiðslunni og umönnunarstörfunum. Heilu byggðarlögin eru ofurseld kvótakóngum og sjúklingar og aldraðir ofurseldir farandvinnufólki sem ekki skilur íslensku. Raunar er farið að braska með peninga sem ekki eru til vegna krosseignatengsla í bönkum og fjárfestingarsjóðum geta menn haft viðskipti við sjálfan sig og aukið bókhaldslegt verðmæti hjá sjálfum sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 15:54
Súr saft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 15:41
Störf Alþingis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 16:17
Græni hatturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 14:24
Aumingja krónan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 14:11
Björgum súlunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 17:25
Dýr er dropinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 17:00
Í leit að ímynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 17:37
Smábörn með trúarsverð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008 | 17:20
Sundabrautarpóker
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)