28.11.2008 | 17:36
Hin guðlausa Evrópa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 17:10
Því þá að kjósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 16:43
Fullveldið Nýrætt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 14:42
Reykvíkingar
Reykvíkingar eru þjóðflokkur sem líkt og margar kindur halda sig helst í túninu heima. Er slíkt fólk oft kallað heimóttarlegt. Þjóðflokkur þessi hefur á undanförnum árum orðið hvað frægastur fyrir að byggja glæsilegar hallir og babelsturna Mammoni til dýrðar. Þetta var auðvitað allt gert fyrir peninga sem ekki voru til og eftir dýrðarveislurnar í höllum þessum komu svakalegir timburmenn svo ákafir að þjóðfélagið nánast féll á hliðina. En Reykvíkingar dóu ekki ráðalausir. Þegar krónan okkar blessuð var orðin nógu djúpt sokkin tóku þeir að bjóða útlendingum í veisluna. Enda veisluföngin ennþá ekki uppurin. Að sjálfsögðu hafa Reykvíkingar fyrir löngu gleymt því að eitthvað sé til sem heitir landsbyggð. Hún má bara éta það sem úti frýs og varla það. Ekki er þó eingöngu illsku þeirra að kenna heldur líka fordómum sem eins og aðrir fordómar spretta af vanþekkingu. Hér skal sögð lítil saga sem sýnir þetta.
Nokkuð lengi hefur til staðið að sá sem þetta ritar fari í augnaðgerð suður á Landspítala, gott og vel. Eftir margar ferðir fram og aftur milli Akureyrar og Reykjavíkur er nú loks komið að stóru stundinni. Hringt var síðdegis á fimmtudegi og viðkomandi beðinn að mæta kl. 11:00 daginn eftir. Það gleymdist að athuga að viðkomandi bjó ekki í Breiðholtinu heldur á Akureyri og þurfti ég að segja aumingja stúlkunni að hann þurfti að taka flugvél til að komast í læknaskoðunina, gott og vel. Málinu var frestað í viku. Þá skal viðkomandi vera mættur kl. 11:00 fyrir hádegi í forskoðanir. Síðan skal aðgerðin gerð næsta mánudag. En auðvitað er ekki hægt að skreppa til Akureyrar yfir helgina, jú fræðilega en ekki sakir kostnaðar. Því hér á milli eru ekki strætóferðir en þetta er auðvitað ofar Reykfirskum skilningi. Svo er þetta blessaða fólk undrandi á því að landsbyggðarvargurinn skuli heimta það að fá að kjósa. Væri nú ekki ráð Reykvíkingar fari að hugsa um það hvað orðið höfuðborg merkir. Það merkir ekki einasta forréttindi heldur ekki síður skyldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 14:15
Hjónadjöfullinn Davíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 16:24
Leynifélagið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 15:44
Sof þú mitt Þing
Um daginn var á dagskrá Alþingis liður sem nefnist störf þingsins. Komu þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu í pontu hver á eftir öðrum og kvörtuðu yfir því hvað þeir hefðu lítið að gera og hversu lítið mark væri svona yfirleitt tekið á þessu þingi. Rétt er það að talsvert hefur verið rætt um það að undanförnu að þingið sé orðið að einhverskonar afgreiðslustofnun fyrir ríkistjórnir. Einhverskonar lifandi stimpilpúði og virðingin fyrir þessum kjaftaklúbbi þarna við Austurvöll hefur ekki verið ýkja mikil. Verst af öllu er þó að þingmennirnir gera sér ekki grein fyrir því að þeir geta haft töluverð völd ef þeir taka sig til. Í stjórnarskránni segir Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki eins og margir halda Ísland er lýðveldi með stjórnbundnu þingi. Ef að þingmenn myndu nú einu sinni gleyma flokkskírteinunum og bitlingunum þá er þeim í lófa lagið að hafa völd. Þeir gætu einfaldlega samþykkt vantraust á ríkisstjórnina og yrði hún þá að sjálfsögðu að fara frá og í kjölfarið neyddist forsætisráðherra líklega til að rjúfa þing og þar er sennilega komin ástæða til þess að menn gera þetta ekki. Mönnum þykir nefnilega svo óskaplega vænt um stólana sína og allar nefndirnar og ráðin að þessu vilja þeir ekki fórna fyrir áhættunni á að tapa í kosningum. Þess vegna er þingið svona áhrifalaust og við segjum bara rólega: Sofðu, sofðu þingið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 15:09
Evrópa Strax
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Ísland er í dag tæknilega séð gjaldþrota ríki. Við skulum hér ekkert ræða það nánar hvernig slíkt gerðist. Fyrir því liggja ýmsar samverkandi ástæður svo sem heimskreppan, ógætileg bankastarfsemi, algjör vanhæfni eftirlitsaðila og síðast en ekki síst. Hin hrikalega miðstýring þar sem öllu þjóðlífinu er þjappað saman í einn allsherjar brennipunkt þar sem allir eru tengdir jafnvel hjónaböndum og allir þekkja alla. Þar sem stjórnmálamenn og dómarar troða afkvæmum sínum inn í fjármálakerfið og eiga svo að hafa eftirlit með öllu saman. Þegar einn banki hrynur fara hinir auðvitað á hausinn líka. Allt þetta er hreint ekkert undarlegt í borgríkinu Íslandi. Svo kóróna menn alla vitleysuna með því að brjóta ES samninginn. Þetta gerist með því að Davíð t.d. belgir sig upp í Kastljósinu og segist ekki ætla að borga fyrir óreiðupésana. Á sama tíma og hann er sennilega ábyrgur einmitt fyrir peningum þessara óreiðupésa. Brotið á ES samningnum felst í því að ætla að mismuna sparifjáreigendum eftir því hvort þeir eru Íslenskir eða erlendir. Hitt er svo annað mál að Bretar gerðu stór mistök með því að beita hryðjuverkalögum á okkar. Ef til vill hefðu hinar nú frystu eignir getað nægt langleiðina í að bæta tjónið. En þetta er búið og gert og verður ekki aftur tekið.
Í dag ríður á að við hættum á afneitunarstiginu og tökumst á við staðreyndir. Mikið liggur á að okkur takist að bjarga því sem bjarga verður að fullveldi landsins. Við verðum að ná einhverjum þeim neyðasamningum sem gera okkur kleift að fá lán. Þetta lán verður að einhverju leiti að nota til að bæta erlendum sparifjáreigendum tapið í stað þess að reyna að verja krónuna sem þegar er dáin og aðeins útförin eftir. Samfylkingin verður að gjöra svo vel að taka ábyrga afstöðu. Knýja verður sjálfstæðisflokkinn til að fallast a viðræður við Evrópusambandið um tafarlausar björgunaraðferðir með það fyrir augum að við getum gerst aðilar að því og tekið upp evruna innan tveggja til þriggja ára. Jafnvel að við fáum undanþágu til að taka hana upp í viðskiptum strax. Einnig verða sennilega nokkrir hausar að fjúka þó ekki nema sé til þess að við sínum að við þorum að taka á málunum til þess að verða trúverðug. Bráðabirgðastjórn og kosningar í vor er möguleiki sem einnig er hægt að skoða. Það er brýnt að samfylkingin sýni loksins að hún sé ekki einhver taglhnýtingur eða kjölturakki íhaldsins. Krafan hlýtur að vera Evrópa strax og án undanbragða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 15:44
Útvarpslög brotin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 15:13
Nýju fötin Bjarkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)