4.2.2009 | 17:51
Fylki í Noregi
Það er víst öllum ljóst að blessuð krónan okkar er ónýt og ýmsar hugmyndir eru nú á lofti um það hvernig hana beri að leysa af hólmi. Okkar nýskipaði fjármálaráðherra hefur sett fram þá hugmynd að við leitum eftir einhverju myntsamstarfi við Noreg taki jafnvel upp norsku krónuna. Hist hann ræða þetta mál við norska bloggsystur sína og einnig fjármálaráðherra þar í landi þegar hún kemur í afmælisteiti til vinstri grænna um næstu helgi. Fljótt á litið virðist þetta vera vænlegur kostur, norska krónan hefur staðið mjög vel, bökkuð af digrum olíusjóðum normanna. Þó hún hafi að undanförnu heldur sigið samfara lækkandi olíuverði og þarna komum við að fyrsta vandamálinu í sambandi við það að taka upp norsku krónuna. Það er ekki afkoma sjávarútvegsins sem ræður gengi hennar heldur heimsmarkaðsverð á olíu og við erum að minnsta kosti ekki enn orðin olíuríki þó svo Össur sé bjartsýnn. Sem kunnugt er þá nota norðmenn olíukrónur sínar meðal annars til að greiða niður sjávarútveginn. Sem þeir halda uppi sem einskonar byggðarstefnu og má vera að við gætum komist í þá aðstöðu að okkar sjávarútvegur kæmist einnig á norskt ríkisframfæri. En þá er hugsanlega skammt í fullveldisafsal því að þegar Norðmenn væru búnir að komast hér yfir allan sjávarútveg væri eftirleikurinn auðveldur: að kaupa upp brunarústir bankahrunsins, ná náttúruauðlindum landsins, í því sambandi má gæta þess að náttúruverndarsamtök í Noregi eru svo sterkur þrýstihópur að þau hafa komið í veg fyrir allar meiri háttar virkjanir þar á undanförnum árum. Það yrði nú aldeilis kósemtíð fyrir Norsk Hydro og önnur stóriðjufyrirtæki að komast í íslensk fallvötn. Er hætt við að jafnvel Kolla Halldórs mætti sín lítils gagnvart slíkum aðilum. Þó hún sé núna eitthvað að derra sig við Alcoa. Afleiðing þessa yrði sennilega sú á nokkrum árum að Ísland yrði innlifað í Noreg og gert að einu eða tveim fylkjum þar. Gamli sáttmáli leit ekki svo illa út á pappírnum þegar hann var lögtekinn en allir vita hver afleiðingin var.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 17:36
Gamla vínið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 16:58
Búsáhaldabyltingin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 16:40
Nýtt Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 14:54
Rauðgrænn Þorri
Enn er Þorri upphafinn með árvissum blótum sínum og blindbyljum. Að þessu sinni er þorramaturinn sem boðið er upp á að því er virðist með rauðgrænum lit. Hin bláhvíta stjórn sem við völd var sprakk með miklum hvelli og allt í einu var tími Jóhönnu kominn þó svo flestir hafi nú haldið að hann væri nú liðinn fyrir löngu. Ef satt skal segja þá var leikritið alveg drepfyndið, látið var af því liggja að stjórnin hefði sprungið út af metingi um það hvort fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann kæmi úr sjálfstæðisflokki eða samfylkingu. Sennilega hefur þar meira búið undir því varla hafa menn verið svo arfavitlausir að taka svoleiðis tildur fram yfir þjóðarhag. Er þá líklegt að hin raunverulega ástæða hafi heitið Davíð Oddson. Þó slíkt sé ekki opinberlega sagt. En babb er komið í bátinn, menn hafa komist að því að það er ekki hægt sí svona að reka Davíð heldur þarf að breyta lögum eða eitthvað því um líkt. Annars verður fróðlegt að sjá hvernig hinn rauðgræni þorramatur muni bragðast. Ekki virðast menn ætla sér að sitja að snæðingi lengur en brýn nauðsyn ber til. Í augnablikinu virðist svo sem vinstri grænir fái því framgengt að kosið verði tiltölulega fljótlega, þannig að í raun mun enginn tími vinnast til, til þess að þeir þurfi að taka neina ábyrga ákvörðun. En um leið gegn sjálfstæðismönnum ekki góður tími til að ná aftur vopnum sínum. Einnig er líklegt að ýmsum brýnum málum verði sópað undir teppið eins og t.d. spurningunni um Evrópusambandið. Í augnablikinu virðist vera hagkvæmast fyrir alla að það mál verði sem minnst rætt og ekki mun heldur reynast tími til bráðnauðsynlegra úrbóta á stjórnarskránni. Eftir 2-3 mánuði munu menn sitja að sumbli við veisluborðið undir skærri lýsingu frá geislabaug heilagrar Jóhönnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 18:29
Þversögnin Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 17:53
Nýir siðir ráðherranna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 18:31
Glæpir á Gaza
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 18:11
Hvað boðar nýár...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 19:57
Jól í Kreppu
Enn nálgast blessuð jólin. Jól sem að þessu sinni eru bæði í kreppu sjálf og eru haldin í kreppu. Sagt er að fólk muni að þessu sinni eyða mun minna fyrir þessi jól en undanfarin ár og t.d. þá verða ekki gefnir bílar eða flatskjáir í jólagjöf að þessu sinni. Gott ef ekki verða sumstaðar bara kerti og spil rétt eins og í þá gömlu góðu daga þegar þjóðin hírðist í torfkofum við kertaljós. Jólin hafa einhvernveginn alltaf sinn sérstaka sjarma, þrátt fyrir þá staðreynd að líklega hafi Jesús Kristur ekki fæðst 25.desember heldur annað hvort sennilega í apríl eða september og að öllum líkindum 4-5 árum fyrr en tímatal okkar segir. En það er vel til haldið að minnast sigur ljóssins í myrkrinu og í raun ekkert að því að minnast jesúbarnsins þar sem við vitum hvort eð er ekkert hvenær það fæddist. Það er og góður siður að gefa gjafir í minningu vitringanna, ríkisstjórnin er þegar búin að senda jólasveinana sína í þinghúsinu með gjafirnar handa landslýð í formi samdráttar, skattahækkana, vaxtahækkana, að viðbættri auðvitað blessaðri verðbólgunni. Svo kemur nýja árið með enn meiri kreppu og fjölda atvinnuleysi. Hugsanlega með miklum pólitískum átökum sem þess vegna gætu endað með stjórnarslitum kostningum og enn meiri kreppu.
Gleðileg jól þrátt fyrir allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)