3.8.2011 | 20:23
Ný samgönguhugsun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2011 | 15:13
Oflög
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2011 | 14:58
Hin mikla hræsnishelgi
Þá er komið að því. Hin mikla hræsnishelgi þjóðarinnar er að ganga í garð. Helgin sem kennd er við verslunarmenn, enda vinna þeir sjaldan eða aldrei margir hverjir meira en um þessa helgi. Hér á Akureyri segja menn að aðeins Þorláksmessan skapi meiri veltu í verslun. Aðdragandi þessarar helgar hefur svo sem verið ósköp líkur því sem hann hefur verið undanfarin ár. Forvarnarbransinn hefur sent út boðskapinn sem enginn hlustar á en allir telja að þurfi að vera til staðar. Fjölmiðlarnir reka lýðinn til eyja eins og vant er en svo er veðrið ef til vill miklu betra einhversstaðar annarsstaðar og þá hlíðir lýðurinn fjölmiðlum ekki lengur. Þetta er allt ósköp líkt því sem verið hefur en þó sér maður grilla í hægfara þróun. Menn hafa uppgvötað að það þarf ekkert endilega að fara út í guðsgræna náttúrunna til að detta í það og því er allt í einu fari að skipuleggja hina og þessa viðbuðina í Reykjavík sjálfri en landsbyggðin þumbast við og reynir að lokka borgarbúann, ekki síst ef það er öll fjölskyldan. Ísfyrðingar segja að það sé malbikað alla leið en ég held að það sé ekki rétt hjá þeim ef farið er til dæmis frá Akureyri, það kann að vera að það sé malbikað alla leið frá Reykjavík en þá eiga Ísfyrðingar að geta þess. Það eru fleyri íbúar á þessu landi en Reykvíkingar. Svo kemur helgin og eftir helgina berast fréttir um það að allt hafi misjafnlega vel farið fram, jú ein eða tvær nauðganir á einum staðnum, nokkarar líkamsárásir á öðrum og mörg fíkniefnamál á þeim þriðja en heilt yfir hefur þetta bara gegnið vel þangað til á næsta ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2011 | 20:41
Kreppuheilsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2011 | 20:26
Blóðský yfir Noregi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2011 | 10:02
Drottins dýra lambakjötið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2011 | 15:17
Fyrir alla fjölskylduna
Rofni hringvegurinn síðdegis. Yfir heiðina brunar japanski grái skutbíllinn. Pabbi situr keikur við stírið og mamma álút með kortabókina við hlið hans, Siggi og Solla í aftursætinu. Pabbi dæsir, þarf líklega að taka bensín rétt bráðum, þegar við komum niður af heiðinni. Þar er N1 sjoppa. Krakkar, þið getið fengið stimpil í vegabréfið. En Solla segir ólundarlega, er ekki Olís stöð svolítið lengra. Þar er miklu betri vegabréflleikur og svo er líka Olís vinur við veginn. Æi krakkar mínir segir mamma, verið ekki að þrasa um þetta. Það er ekki langt í næsta tjaldstæði handa fjölskyldunni... ég sá það á netinu í gær.
Þetta gæti verið nokkuð raunsæ mynd af hinni venjulegu sumarleyfisferð Reykvísku kjarnafjölskyldunnar. Leiðin liggur frá sjoppu að tjaldstæði og þaðan að næstu sjoppu daginn eftir stoppað ef til vill á einhverri fjölskylduhátíðinni sem auglýst er í gegnum bílaútvarpið. Nema hvað nú um stundir er ekki hægt að komast allan hringinn, enda heimurinn að farast út af því. Og af þessarri tegund ferðamennsku miðast öll þjónustavið innlenda ferðamenn. Pabbi, mamma, börn og bíll. Það viriðst vera eini hópurinn sem ferðast á Íslandi í dag. Ferðaþjónustan gerir ekki ráð fyrir öðrum tegundum Íslendinga. Ekki ungu skólafólki, hvað þá fötluðum eða öldruðum. Í fjölmiðlum glymur þessi eilífa tugga, fyrir fjölskylduna. Allann frumleika vantar. Sem dæmi skal tekið að ekki virðist ætlast til þess að fatlaðir ferðist. Ég kom um daginn að Skútustöðum í Mývatnssveit og spurði eftir fatlaðraklósetti og kona benti mér á það. Jú gott og vel, þarna var fatlaðraklósett en ekkert aðgengi var þar fyrir fatlaða og víða í Mývatnssveit er aðgengi fyrir fatlaða mjög ábótavant. Þarna virðist bara vera hugsað um ríku útlendinganna, jú og alla fjölskylduna. Hér þarf nýjan hugsunarhátt. Gera þarf Ísland aðgengilegt fyrir alla, ekki bara fyrir alla fjölskylduna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 20:37
Fatlað sjónvarp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 20:13
Katla rumskar
Það varð uppi fótur og fit nú um helgina þegar Katla tók allt í einu að rumska aðeins eða þá að hún var bara að geispa svolítið og pissa svolitlu heitu vatni út úr koppum sínum, sigkötlunum. Hvað sem öðru líður þá var þetta piss að minnsta kosti til þess að hringvegurinn rofnaði og þjóðarsálin laskaðist verulega. Allir gerðust brúarsmiðir í hvelli og ætluðu helst að redda nýrri brú þarna á fáeinum augnablikum og þegar það tókst ekki, var í óðagoti farið að ferja fólk yfir ánna, með þeim afleiðingum að við stórslysi lá. Eini lærdómurinn af því slysi var að reka aumingja bílstjórann sem í vinsemd hafði bent á að öruggast væri að láta jeppa fara á undan rútunni.
Þessir atburðir minna okkur óþyrmilega á það hversu lítið við hugsum hlutina út frá almannavörnum. Við vitum öll að flóð eru mjög tíð á suðausturlandi vegna jarðhita undir jöklum auk þess sem þar eru nokkur af virkustu eldfjöllum landsins. Þó er hvergi meira byggt upp en á þessu svæði, margar virkjanir og aðal matarkista landsins, svo nokkuð sé nefnt. Enginn hugsar um hvað gerist ef þarna verða alvöru náttúruhamfarir á borð við alvöru Kötlugos sem engin spyr hvort verði, heldur hvenar eða þá skaftáreldar. Við þetta myndi aðal matarkista mesta þéttbýlis landsins, þurrkast út auk þess sem hringvegurinn yrði auðvitað í lamasessi, ekki í nokkra daga, heldur nokkra mánuði eða ár. Menn verða að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. Peninga sem nota átti í að stytta tímann fyrir Reykvíkinganna til að komast í sumarbústaðina sína fyrir austan fjall verður að nota núna til að auka öryggi á hringveginum. Meðal annars til að gera góðan veg fyrir vöruflutninga um fjallabaksleið og stytta hringveginn frá Hornafyrði og norður um meðal annars með Vaðlaheiðargöngum og nýjum vegi í Húnavatnssýslum. Jafnvel huga að hálendisvegi sem tengir suður- og norðurland. Þá þarf að koma á beimum siglingum frá útlöndum til Akureyrar og Reyðafjarðar. Það hlítur hvert mannsbarn að sjá nausðynina af því að dreyfa byggð meira um landið þannig að náttúruhamfarir á einu landsvæði leggi ekki efnahag landsins í rúst og ógni ekki sjálfstæði landisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2011 | 15:34
Bæjarhátíðir
Tími bæjarhátíða stendur nú sem hæst. Varla er til það krummaskuð á landinu að ekki séu haldnar þar hátíðir af einhverju tagi. Á yfirborðinu virðast þessar hátíðir nokkuð fjölbreyttar og gjarnan taka mið af einkennum staðanna en í grunninn eru þetta hátíðir ekkert ólíkar hver annarri. Hoppukastalar, andlitsmálun, gönguferðir og dýrir skemmtikraftar að sunnan einkenna þær og allar kallaðar fjölskylduhátíðir. Það er nýtt nafn á samkomum sem voru til staðar hér áður fyrr og hétu upphaflega Héraðsmót og síðan Bindindismót. Meðal annars hið fræga bindindismót í Vaglaskógi en hætt var að halda þau vegna þess að illar tungur sögðu að skógurinn væri allur út í holum sem menn hefðu grafið til að fela flöskuna sína í. En svo datt hræsnurum þessa lands að koma upp fjölskylduhátíðum og þessi stimpill var settur á allar bæjarhátíðir og hefur eðli þeirra ósköp lítið breyst. Sem dæmi um frumleika þessarra hátíða má nefna að á Akranesi voru nú á dögunum írskir daga svokallaðir þar sem auglýstir voru tónleikar GusGus og kökubararskeppni en ekki getur maður séð að neitt sérstaklega írskt sé við þetta. Á Hornafyrði spilaði að ég held Buffið. Hvað svo sem það hefur með humar að gera. En eitt hefur loðað við þessar bæjarhátíðir og útihátíðir amennt, það er sú goðsögn að þar sé mikið um nauðganir. Rétt er það, menn drekka ótæpilega og einstaka sinnum eru framin þar alfarleg kynferðisafbrot en lausnin á því er ekki þessi hugmynd barnaverndarbraga að flytja rannsókn allra meiriháttar kynferðisafbrota til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þessi hugmynd er móðgun við marga hæfa lögreglumenn á landsbyggðinni, má til dæmis nefna að hér á Akureyri er mjög faglega tekið á þesum málum og hér er sérstakur rannsóknarlögreglumaður sem sér um þessi mál. Bragi minn ætti að kynna sér svolítið betur það sem hann fjallar um. Þetta er þó bara dæmigerður höfuðborgarhroki manna sem mæta ef til vill á sínar fjölskylduhátíðir á landsbyggðinni til að drekka frá sér ráð og rænu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)