Ný samgönguhugsun

Þá er þessi blessaða verslunarmannahelgi liðin og fastir liðir eins og venjulega, fjölmiðlarnir í eyjum þó fólkið væri ef til vill annarrstaðar og brekkugaulinu hans Árna Jónssen gerð venjuleg skil. Eitt er það þó sem nokkra athygli vekur, færri voru á þjóðhátíð en undanfarin ár en þeir voru hvergi annarrstaðar sjáanlegir. Það var ekkert óvenju mikið fleria á öðrum hátíðum. Á þessu er vafalaust ímstar skíringar þó ein sé auðvitað nærtækust, hið himinháa bensínverð. Flestir eru sammála um að þetta háa bensínverð sé líklega komið til að vera, einfaldlega vegna þess að olíulindir heimsins fara þverrandi og því munu framleiðendur freistast til að halda veðinu háu, auk þess sem hinir alþjóðlegu olíuauðhringir munu gera sitt til að þrýsta verðinu upp. Þessi staðreynd kallar á alveg nýja hugsun í samgöngumálum. Ekki virðist lengur sérlega hagkvæmt að leggja til dæmis í stórar og dýrar framkvæmdir til þess að sumarbústaðareigendur í Reykjavík komist 2 mínútum fyrr en þeir ætla í bústaði sína í Biskupstungum eða Ölfusi. Í dag þarf fyrst og fremst að leggja peninga í framkvæmdir sem stytta vegaleingdir, til dæmis verður að ráðast í það að stytta hringveginn eins og mögulegt er. Þá verður að hefja skipulega áætlun um það hvernig skipta megi út jarðefnaeldsneyti fyrir eldsneyti sem við getum sjálf framleitt. Þar eru möguleikarnir mjög mikilir. Nota má rafmagn, metangas, rejuolíu og jafvel vetni til að knýja ökutæki okkar og jafnvel útríma bensíni að mestu á einhverju árabili og standa vonandi olíufélögin ekki gegn slíkri þróun sakir einhverra stundarhagsmuna. En á næstu árum má gera ráð fyrir því að úr umferð dragi svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá er hið háa bensínverð líklega besta forvörnin sem hugsast getur í umferðarmálum.

Oflög

Ein með öllu er að bresta á en hún er ekki með öllu að þessu sinni. Í hana vantar múffukökurnar sem átti að selja til ágóða fyrir barnadeild FSA. Og af hverju? Þeir hjá heilbrigðiseftilitinu ráku allt í einu augun í einhverja klausu í matvælalöggjöf evrópusambandisnis sem segir að ekki megi selja kökur úr óvottuðum eldhúsum. Hér var allt í einu mikil hætta á ferð! það varð að grípa til þess að stöðva söluna hjá mömmunum áður en þær eitruðu fyrir bæjarbúum og gestum bæjarins. Þessi hætta er búin að vofa yfir í marga áratugi, ótaldir eru þeir kökubasarar sem hin ýmsu góðgerðarfélög hafa staðið fyrir í marga áratugi og aldrei hafa heyrst fréttir um matareitranir. Matareitranir koma yfirleitt fram í stórum eldhúsum á veitingastöðum. Þetta atvik um mömmu múffurnar er dæmi um það sem kalla mæti oflög en það eru lög sem snúast á einhvern hátt upp í andhverfu sína eða eru tóm vittleysa, séu þau tekin bókstaflega. Tvö önnur dæmi um þetta má nefna. Annað er það að allt í einu uppgvötuðu menn einhverja evrópureglugerð sem segðu að ungmenni undir 18 ára aldri væru í miklu meiri hættu en aðrir í frystihúsum en eins og flestir vita er víða pottur brotinn í frystihúsum hvað varðar vinnuvernd almennt. Og enn eitt fáránlegt dæmi um þetta heyrði maður um í dag þegar frétt barst um sundkennara á eftirlaunum sem vildi fara með fjögur barnabörn sín í sund, en mátti ekki vera nema með tvö, samkvæmt reglum. Hið hlægilega er að ef viðkomandi hefði verði foreldri eða forráðamaður barnsins hefði ekkert verið sagt, jafvel þótt sá aðlili kynni ekki sundtökin. Einnig er fáránlegt að margir sem vilja fara bókstaflega eftir evrópureglum, hvort sem þær eigi við hér á landi eður ei eru svarnir andstæðingar þess að Ísland gangi í evrópusambandið.

Hin mikla hræsnishelgi

Þá er komið að því. Hin mikla hræsnishelgi þjóðarinnar er að ganga í garð. Helgin sem kennd er við verslunarmenn, enda vinna þeir sjaldan eða aldrei margir hverjir meira en um þessa helgi. Hér á Akureyri segja menn að aðeins Þorláksmessan skapi meiri veltu í verslun. Aðdragandi þessarar helgar hefur svo sem verið ósköp líkur því sem hann hefur verið undanfarin ár. Forvarnarbransinn hefur sent út boðskapinn sem enginn hlustar á en allir telja að þurfi að vera til staðar. Fjölmiðlarnir reka lýðinn til eyja eins og vant er en svo er veðrið ef til vill miklu betra einhversstaðar annarsstaðar og þá hlíðir lýðurinn fjölmiðlum ekki lengur. Þetta er allt ósköp líkt því sem verið hefur en þó sér maður grilla í hægfara þróun. Menn hafa uppgvötað að það þarf ekkert endilega að fara út í guðsgræna náttúrunna til að detta í það og því er allt í einu fari að skipuleggja hina og þessa viðbuðina í Reykjavík sjálfri en landsbyggðin þumbast við og reynir að lokka borgarbúann, ekki síst ef það er öll fjölskyldan. Ísfyrðingar segja að það sé malbikað alla leið en ég held að það sé ekki rétt hjá þeim ef farið er til dæmis frá Akureyri, það kann að vera að það sé malbikað alla leið frá Reykjavík en þá eiga Ísfyrðingar að geta þess. Það eru fleyri íbúar á þessu landi en Reykvíkingar. Svo kemur helgin og eftir helgina berast fréttir um það að allt hafi misjafnlega vel farið fram, jú ein eða tvær nauðganir á einum staðnum, nokkarar líkamsárásir á öðrum og mörg fíkniefnamál á þeim þriðja en heilt yfir hefur þetta bara gegnið vel þangað til á næsta ári.


Kreppuheilsa

Stúlka ein var að spóka sig á sprengisandi Bylgjunnar í morgunn og fjalla um svokallaða heilsuhagfræði. Nú hélt maður eiginlega að þessar raddir um heilsuhagfræði hefðu þagnað í byrjun kreppunnar þar sem ljóst er að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini. ein kenning sem stúlkukindin setti fram hljóðar eitthvað í þá átt að kreppan stuðli að bættri líkamlegri heilsu og styuður hún þetta með niðurstöðum úr einhverjum rannsóknum frá útlöndum. Samkvæmt þessarri kenningu stafar hin bætta líkamlega heilsa að því að nú hefur lýðurinn ekki lengur efni á neinu óhófi eins og óhollum mat, ofneyslu áfengis eða reykingum. Gott og vel, það kanna að vera að neysla þessarra hluta minnki en neysla á hollustu eins og ávöstum og grænmeti hlítur einnig að minnka þar sem fólk hefur minna milli handanna til að keupa þessa dýru vöru. Auk þess sem til að mynda atvinnuleysi er alltaf uppspretta margra félagslegra vandamála. Þannig er næsta víst að aukning hefur orðið á geðsjúkdómum, ofdrykkju og heimilisofbeldi sem alltaf fylgir atvinnuleysi. Þá skulum við nefna tannheilsuna, samhengið milli efnahags og tannheilsu er sláandi og aumingjas stúlkan æti áður en hún gleypir tölurnar frá útlöndum að taka sér tak og labba niður á hjálparstofnun fyrir jólin og sjá þar fólkið sem kemur þangað niðurlútt að sækja sér þar þá hjálp sem samfélagið annaðhvort hefur ekki efni á að veita eða þá tímir því ekki.

Blóðský yfir Noregi

Blóðský hangir yfir Noregi. Okkur setur öll hljóða þegar við heyrum hin válegu tíðindi úr landi frænda okkar. Ekkert land stendur okkur nær og engin þjóð er okkur kærari. Við eigum svo bágt með að skilja að svona atburðir gerist þarna en þeir vekja okkur líka til umhugsunar. Ef svona atburður getur gerst í Noregi, gæti ekki svona nokkuð jafnvel átt sér stað hér á landi? Kristnir hægri öfgamenn hafa ekki verið mjög áberandi hér á landi en ef menn horfa til dæmis á Omega þá má af og til sjá þar efni sem virðist mengað af þessari hugmyndafræði, efni sem að mestu leiti er komið frá Bandaríkjunum, stöku sinnum með viðkomu í Ísrael eða annarsstaðar. Öll getum við verið sammála um að fordæma blóðum hryðjverk íslamskra öfgasinna en þeir menn sem gera það í nafni kristins haturs og fordóma eru lítið betri. Víst er að líklega hefði þessi norski brjálæðingur orðið einhver Osama Bin Laden, hefði hann fæðst í austurlöndum og alist upp við íslamskan heilaþvott. Sú spurning hlítur að vakna hvort að ofneysla á trúarbrögðum sé ekki jafn hættuleg eða hættulegri en ofneysla áfengis eða fíkniefna. Hvort ekki þurfi að fara að stofna einskonar samtök áhugafólks um trúarbragðavandamálið. Við vitum aldrei hvenar einhver tekur boðskapinn á Omega alvarlega og ákveður að ganga út og skjóta nokkra trúvillinga.

Drottins dýra lambakjötið

Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verð á lambakjöti um fjórðung og neytendasamtökin bregðast ókvæða við talandi um verðsamráð og annan ósóma í þessu sambandi. Enn á ný blossar upp þessi togstreyta milli bænda og neytenda sem hefur verið til staðar marga undanfarna áratugi. Svo kaldhæðnislegt sem það er því vitanlega fara saman hagsmunir fátækra bænda og lágtekjufólks í þéttbýli. Þessa hópa hefur oft verið reynt sætta allt fram að Má formanni til Jónasar frá Hriflu en einhvernveginn viriðst það ekki hafa tekist, hugsanlega oft vegna milliliða sem hafa haft af því hagsmuni að halda niðri bæði alþýðubæjanna og sveitanna. Augljóst er aftur á móti að hagsmunir þessarra hópa fara saman, bændur verða að fara að gera sér grein fyrir því að forysta þerra heldur þeim í blekkingu. Landbúnaður er því miður háður markaðslögmálum sem eru líklega stærsti orsakavaldur hungursneiðarinnar í Sómalíu og neyðir sennilega Íslendinga til að aflétta tollum á landbúnaðravörum sem í reynd mun í framkvæmd þýða aðild að evrópusambandinu. Bændur verða að fara að átta sig á því að fyrr eða síðar þurfa þeir að aðlaga sig þessu. Neytendur í bæjum verða aftur á móti að fara að sýna þeirri stoð íslenskrar tilveru og menningar sem íslenskur landbúnaður er tilhlíðilega virðingu og ræktarsemi. Þó svo að evrópska hormónakjöti kunni að halda einreið sína á íslenskan markað ber okkur að sýna það í verki að við eigum besta landbúnað í heimi.

Fyrir alla fjölskylduna

Rofni hringvegurinn síðdegis. Yfir heiðina brunar japanski grái skutbíllinn. Pabbi situr keikur við stírið og mamma álút með kortabókina við hlið hans, Siggi og Solla í aftursætinu. Pabbi dæsir, þarf líklega að taka bensín rétt bráðum, þegar við komum niður af heiðinni. Þar er N1 sjoppa. Krakkar, þið getið fengið stimpil í vegabréfið. En Solla segir ólundarlega, er ekki Olís stöð svolítið lengra. Þar er miklu betri vegabréflleikur og svo er líka Olís vinur við veginn. Æi krakkar mínir segir mamma, verið ekki að þrasa um þetta. Það er ekki langt í næsta tjaldstæði handa fjölskyldunni... ég sá það á netinu í gær.

Þetta gæti verið nokkuð raunsæ mynd af hinni venjulegu sumarleyfisferð Reykvísku kjarnafjölskyldunnar. Leiðin liggur frá sjoppu að tjaldstæði og þaðan að næstu sjoppu daginn eftir stoppað ef til vill á einhverri fjölskylduhátíðinni sem auglýst er í gegnum bílaútvarpið. Nema hvað nú um stundir er ekki hægt að komast allan hringinn, enda heimurinn að farast út af því. Og af þessarri tegund ferðamennsku miðast öll þjónustavið innlenda ferðamenn. Pabbi, mamma, börn og bíll. Það viriðst vera eini hópurinn sem ferðast á Íslandi í dag. Ferðaþjónustan gerir ekki ráð fyrir öðrum tegundum Íslendinga. Ekki ungu skólafólki, hvað þá fötluðum eða öldruðum. Í fjölmiðlum glymur þessi eilífa tugga, fyrir fjölskylduna. Allann frumleika vantar. Sem dæmi skal tekið að ekki virðist ætlast til þess að fatlaðir ferðist. Ég kom um daginn að Skútustöðum í Mývatnssveit og spurði eftir fatlaðraklósetti og kona benti mér á það. Jú gott og vel, þarna var fatlaðraklósett en ekkert aðgengi var þar fyrir fatlaða og víða í Mývatnssveit er aðgengi fyrir fatlaða mjög ábótavant. Þarna virðist bara vera hugsað um ríku útlendinganna, jú og alla fjölskylduna. Hér þarf nýjan hugsunarhátt. Gera þarf Ísland aðgengilegt fyrir alla, ekki bara fyrir alla fjölskylduna.


Fatlað sjónvarp

Í okkar ágæta Rúv hafa að undanförnu byrst dálítið undarlegir þættir um málefni fatlaðra sem ég held að séu runnir undan rifjum þroskahjálpar eða einhverra slíkra samtaka. Enda virðast umsjónarmenn þeirra flestir vera þroskaheftir en tala við fólk sem sýnir þeim svipaða framkomu og margir fullorðnir sýna börnum og reyndar er umfjöllunin um málefni fatlaðra svolítið yfirborðskennd. Í einum þættinum var þannig fjallað um spurningunna hvort fatlaðir gætu tekið bílpróf og einhver svaraði því í fögrum tón að það gætu sumir fatlaðir tekið bílpróf en ekki aðrir. Þarna vantaði alla umfjöllun um bílamál fatlaðra, meðal annars stöðu fatlaðra sem gætu ekið bíl eða ekki, bílastæðismál fatlarða og ýmislegt því um líkt. Þess í stað var allt í einu farið að fjalla um kórsöng og magadans, hvað sem það kemur fötluðum sérstaklega við. Hér er ekki verið að fjalla  um þroskahefta með fordómum, aðeins verið að benda á að það eru ekki allir fatlaðir þroskaheftir og til þess að fjalla um mál þeirra þarf fólk að hafa bæði reynslu og þekkingu. Það getur aftur á móti aukið almenna fordóma gegn fötluðum að sýna þá í öðru ljósi en þeir raunverulega eru.

Katla rumskar

Það varð uppi fótur og fit nú um helgina þegar Katla tók allt í einu að rumska aðeins eða þá að hún var bara að geispa svolítið og pissa svolitlu heitu vatni út úr koppum sínum, sigkötlunum. Hvað sem öðru líður þá var þetta piss að minnsta kosti til þess að hringvegurinn rofnaði og þjóðarsálin laskaðist verulega. Allir gerðust brúarsmiðir í hvelli og ætluðu helst að redda nýrri brú þarna á fáeinum augnablikum og þegar það tókst ekki, var í óðagoti farið að ferja fólk yfir ánna, með þeim afleiðingum að við stórslysi lá. Eini lærdómurinn af því slysi var að reka aumingja bílstjórann sem í vinsemd hafði bent á að öruggast væri að láta jeppa fara á undan rútunni.

Þessir atburðir minna okkur óþyrmilega á það hversu lítið við hugsum hlutina út frá almannavörnum. Við vitum öll að flóð eru mjög tíð á suðausturlandi vegna jarðhita undir jöklum auk þess sem þar eru nokkur af virkustu eldfjöllum landsins. Þó er hvergi meira byggt upp en á þessu svæði, margar virkjanir og aðal matarkista landsins, svo nokkuð sé nefnt. Enginn hugsar um hvað gerist ef þarna verða alvöru náttúruhamfarir á borð við alvöru Kötlugos sem engin spyr hvort verði, heldur hvenar eða þá skaftáreldar. Við þetta myndi aðal matarkista mesta þéttbýlis landsins, þurrkast út auk þess sem hringvegurinn yrði auðvitað í lamasessi, ekki í nokkra daga, heldur nokkra mánuði eða ár. Menn verða að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. Peninga sem nota átti í að stytta tímann fyrir Reykvíkinganna til að komast í sumarbústaðina sína fyrir austan fjall verður að nota núna til að auka öryggi á hringveginum. Meðal annars til að gera góðan veg fyrir vöruflutninga um fjallabaksleið og stytta hringveginn frá Hornafyrði og norður um meðal annars með Vaðlaheiðargöngum og nýjum vegi í Húnavatnssýslum. Jafnvel huga að hálendisvegi sem tengir suður- og norðurland. Þá þarf að koma á beimum siglingum frá útlöndum til Akureyrar og Reyðafjarðar. Það hlítur hvert mannsbarn að sjá nausðynina af því að dreyfa byggð meira um landið þannig að náttúruhamfarir á einu landsvæði leggi ekki efnahag landsins í rúst og ógni ekki sjálfstæði landisins.


Bæjarhátíðir

Tími bæjarhátíða stendur nú sem hæst. Varla er til það krummaskuð á landinu að ekki séu haldnar þar hátíðir af einhverju tagi. Á yfirborðinu virðast þessar hátíðir nokkuð fjölbreyttar og gjarnan taka mið af einkennum staðanna en í grunninn eru þetta hátíðir ekkert ólíkar hver annarri. Hoppukastalar, andlitsmálun, gönguferðir og dýrir skemmtikraftar að sunnan einkenna þær og allar kallaðar fjölskylduhátíðir. Það er nýtt nafn á samkomum sem voru til staðar hér áður fyrr og hétu upphaflega Héraðsmót og síðan Bindindismót. Meðal annars hið fræga bindindismót í Vaglaskógi en hætt var að halda þau vegna þess að illar tungur sögðu að skógurinn væri allur út í holum sem menn hefðu grafið til að fela flöskuna sína í. En svo datt hræsnurum þessa lands að koma upp fjölskylduhátíðum og þessi stimpill var settur á allar bæjarhátíðir og hefur eðli þeirra ósköp lítið breyst. Sem dæmi um frumleika þessarra hátíða má nefna að á Akranesi voru nú á dögunum írskir daga svokallaðir þar sem auglýstir voru tónleikar GusGus og kökubararskeppni en ekki getur maður séð að neitt sérstaklega írskt sé við þetta. Á Hornafyrði spilaði að ég held Buffið. Hvað svo sem það hefur með humar að gera. En eitt hefur loðað við þessar bæjarhátíðir og útihátíðir amennt, það er sú goðsögn að þar sé mikið um nauðganir. Rétt er það, menn drekka ótæpilega og einstaka sinnum eru framin þar alfarleg kynferðisafbrot en lausnin á því er ekki þessi hugmynd barnaverndarbraga að flytja rannsókn allra meiriháttar kynferðisafbrota til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þessi hugmynd er móðgun við marga hæfa lögreglumenn á landsbyggðinni, má til dæmis nefna að hér á Akureyri er mjög faglega tekið á þesum málum og hér er sérstakur rannsóknarlögreglumaður sem sér um þessi mál. Bragi minn ætti að kynna sér svolítið betur það sem hann fjallar um. Þetta er þó bara dæmigerður höfuðborgarhroki manna sem mæta ef til vill á sínar fjölskylduhátíðir á landsbyggðinni til að drekka frá sér ráð og rænu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband