21.8.2011 | 21:07
Hriktir í Hofinu
Það hriktir svolítið í Hofinu okkar þessa dagana. Sem kunnugt er þá hafa bæjarbúar tekið því með fögnuði og aðsókn að viðburðum yfirleitt farið fram úr björtustu vonum. Samt virðast menn þar vera eitthvað blankir því nú hefur allt í einu verið gripið til þess ráðs að selja aðgang að hjólastólastæðum sem eru aftast í salnum. Þarna heggur sá sem hlífa skyldi því auk þess sem fólk í hjólastólum þarf nú að greiða fyrir aðgöngumiða sína þá þarf margt af því að greiða líka fyrir fylgdarmann . Varla er hægt að sjá að þessir aurar sem þarna fást geri eitthvað útslag í sambandi við rekstur Hofsins en hugsanlega er þarna um einhvers konar sanngirnismál að ræða..... það er jú svo óskaplega mikill lúxus að vera fatlaður að það sé nú ekki verið að veita afslátt út á slíkt.
Þá má nefna annað sem orkar svolítið tvímælis hjá þeim í Hofinu en það eru fyrirhugaðir tónleikar Björgvins Halldórssonar. Björgvin er nú orðinn sextugur og þessir tónleikar haldnir af því tilefni. Mjög fljótt varð uppselt á tónleikana og því ákveðið að efna til aukatónleika en þeir einhverra hluta vegna hafðir fyrr um daginn. Hætt er því við að þeir tónleikar sem fyrst voru auglýstir verði ef til vill ekki af þeim gæðaflokki sem ætla mætti einfaldlega þar sem söngvarinn hefur hugsanlega ekki úthald. Því hefði verið mun skynsamlegra að hafa seinni tónleikana daginn eftir. Spyrja má hvort þeir tónleikar sem haldnir verða síðar um kvöldið verði ekki vörusvik ef eitthvað lætur undan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 20:37
Brauð og leikir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2011 | 20:51
Gjaldþrot séreignarstefnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2011 | 15:22
Nýtt blað
Nýtt blað er hlaupið af stokkunum hér á bæ. Ritstjóti þess er Björn nokkur Þorláksson sá sem missti starf sitt sem fréttaritari stöðvar 2 þegar þair fengu sparnaðaræði þar og ákváðu að byrja á landsbyggðinni. Sem kunnugt er fylgdi svo Rúv í kjölfarið en fyrsta og stærsta sparnaðaraðgerð þeirra var að loka svæðisstöðvunum þó þeir höfðu ekki til þess neina lagaheimild. Palli er einn í heiminum og honum varðar ekkert um lög þegar sparnaður er annarssvegar. Í hinu nýja blaði er réttilega bent á þann hrikalega samdrátt sem orðið hefur í staðbundinni fjölmiðlun hér á Akureyri. Þó svo að svæðisútvarpið hér hafi verið vel sjálfbært, hlaut það að hætta þar sem gæta varð jafnræðis meðal allra byggði nema Reykjavíkur og einkamiðlarinir voru ekkert betri. Allt þetta er þó aðeins sýnileiki þess hversu mjög hefur aukist metnaðarleysi og dugleysi Akureyringa, að geta ekki staðið að myndarlegri og vandaðri fjölmiðlun á landsvísu. Vonandi er þetta nýja blað sem braskarinn Ámundi stendur að, vísir að nýjum ferskleika í Akureyskri fjölmiðlun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2011 | 15:10
Kópavogsborg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2011 | 21:54
Týnda sumarið
Það er komið fram í ágúst. Mörg merki má sjá þess að sumri sé tekið að halla og haustið sæki að. Skólarnir eru að byrja, berin farin að spretta og enski boltinn að byrja. Þetta er ótrúlegt. Fyrir marga er ekki nema rétt um mánuður síðan sumarið byrjaði. Megnið af því týndist í norðannepju, þokusúld og kulda svo vikum skipti.
Ekki þó alls staðar því dag eftir dag mátti á sjónvarpsskjáum landsmanna sjá brosandi barnsandlit í sólarljósi höfuðborgarsvæðisins. Og illkvittnir þulirnir sögðu: "Er ekki veðrið alltaf best á Norðurlandi?" Menn gerðu jafnvel tilraun til að loka hluta af Laugarveginum fyrir bílaumferð og heppnaðist hún að sögn vel enda veðursæld slík að ekki gerist nema um það bil tíunda hvert ár að meðaltali. Auðvitað hefur þetta sérstaka sumar haft sín áhrif á ferðaþjónustuna en þar hefur hátt bensínverð og almennur kaupmáttarsamdráttur bæst ofan á óhagstæða veðráttu. Og ekki hefur alþýðan getað skroppið til útlanda til að skemmta sér út af vesalings krónunni okkar en golfferðir haustsins hváðu vera að fyllast og góð sala er líka í löngum og dýrum lúxusferðum til framandi staða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2011 | 20:41
Skattur á gengisgróðann
Ein frumlegasta hugmyndin sem komið hefur fram um skattamál að undanförnu er tillaga sem Lilja Mósesdóttir hagfræðingur setti fram á Sprengisandi Bylgjunnar síðast liðinn sunnudag. Þar lagði hún til að lagður yrði á sérstakur skattur á útflutning. Í rauninni er þetta hið sama og að leggja skatt á gengisgróða eða gengismun þann sem útflutningsatvinnuvegirnir hafa búið við síðustu mánuði á sama tíma og þjóðin hefur að stórum hluta lapið dauðann úr skel, að miklu leyti bæði beint og óbeint út af hinu lága gengi.
Þessi tillaga virkar við fyrstu sýn dálítið fáránleg enda illa tekið af eigendum útflutningsatvinnuveganna eins og vænta mátti. En ef til vill er hún ekki eins vitlaus og ætla mætti. Menn hafa ekki enn viljað viðurkenna það að stærstu efnahagsvandamál Íslendinga í dag eru hinu lága gengi krónunnar að kenna. Jú útflutningsatvinnuvegirnir græða og græða vel en sá gróði kemur þjóðarbúinu ekki að neinu gagni. Peningarnir liggja bara í sjóðum í bönkum án þess að þeir séu sendir í nokkra vinnu og afsökunin einhver óvissa. Og meðan útflutningsfyrirtækin safna krónum eru þessar krónur verðlausar hjá lágtekjufólki sem ekki má eiga gjaldeyri samkvæmt lögum. Gjaldeyririnn á að liggja óhreyfður hjá auðmönnum og á sama tíma étur verðtryggingin allt upp.
Önnur tillaga Lilju virkar í fyrstu dálítið hjákátleg en hún er sú að afnema verðtrygginguna og láta verðbólgu éta upp skuldirnar. Sama má reyndar einnig gera með því að verðtryggja laun og væri ansi þægileg leið til að koma okkur út úr þessum vítahring. Kostnaðurinn gæti orðið 100% verðbólga og ofþensla en erfitt er að sjá hvernig hægt er að fara aðra leið til að forða öllu þjóðfélaginu frá allsherjar gjaldþroti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 20:37
Hraustasta konan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 20:16
Kreppa misréttis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 15:12
Heimskreppa og hungur
Rás 2 "grillar innan í mér" meðan börnin deyja úr hungri í Sómalíu og Kenýa og hlutabréfamarkaðirnir í heiminum skjálfa. Bandaríkin næstum farin á hausinn og Evrópa að liðast í sundur, alveg að kikna undan skuldabagganum. Evran er að leysast upp meðan lambakjötið er ekki til í búðum, búið að gefa það feitum Ameríkönum og Evrópumönnum. Íslenskir skattgreiðendur eru örlátir.
Einhvern veginn er erfitt að finna samhengi í öllu þessu. Við vitum að Vesturlandabúar eru ofaldir en Afríkubúar ekki. Ekki aðeins vegna þurrka eða spilltrar óstjórnar að viðbættum Múslimum sem heldur vilja fólkið undir Sharialögum þótt dautt sé, þá virðist eitthvað ekki alveg ganga upp í markaðshagkerfinu okkar. Það er eins og það geti hreinlega ekki gengið nema einhverjir séu ofaldir og einhverjir líði skort. Og eitthvað hlýtur að vera að þegar sjálf Bandaríkin ramba á barmi gjaldþrots, ekki er þar um að kenna ofþróuðu félagslegu kerfi sem mikil tíska er að kenna öllu um. Skýringanna er líklega að leita í því að menn hafi misst stjórn á þessu kerfi, það sé farið að stjórna þjóðfélaginu líkt og kirkjan á miðöldum.
Markaðskapítalisminn mun sennilega alltaf valda reglulegum heimskreppum og hann mun sennilega líka alltaf valda hungursneyðum reglulega í þriðja heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)