14.11.2011 | 21:46
Snemmbær jól
Það er enn þá hálfur mánuður til aðventu, samt virðast jólin vera að bresta á næsta dag hjá æði mörgum. Jólaauglýsingarnar dynja í fjölmiðlum, jólaljós eru tendruð út um borg og bý og meira að segja dæmi þess að sveitarfélög kveiki á opinberri lýsingu sinni í vikunni. Þá eru veitingastaðir víða farnir að dekka jólahlaðborðin sem mörg hver verða framreidd um mánaðamót eða jafnvel síðustu dagana í nóvember.
Nú er það hið ágætasta mál að þessi litla og kalda þjóð norður í myrku Dumbshafinu vilji taka á móti þessari ljóssins hátíð með sem mestum glæsibrag. Stundum verður manni þó á að hugsa hvort ekki sé fullmikið í lagt og hátíðin sé orðin að allt öðru en hátíð ljóss og friðar. Hún sé orðin að einu allsherjar markaðstorgi þar sem verslanirnar bera fram allt það fínasta og líklega allt það dýrasta sem þær hafa á boðstólnum. Fólkið rokkar inn jólin með trukki og dýfu svo endanlega fer allt á hvolf og menn eru varla búnir að ná úr sér timburmönnunum í þorrabyrjun. Hin snemmbæru jól gleymast fljótt og ný taka við í næsta október.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2011 | 20:58
Innfluttir tyllidagar
Í gær sunnudaginn 13. nóvember var svokallaður feðradagur. Ekki eru nema þetta tvö til þrjú ár síðan maður fór að heyra um þennan dag á Íslandi en hann mun víða vera til erlendis. Man ég til dæmis eftir honum frá námsárunum í Frakklandi þegar stöðugt glumdu í útvarpsstöðvunum auglýsingar sem augljóslega beindust að litlu krílunum til að gefa pabba einhverja smá gjöf. Ég spurði um þennan dag og var tjáð að upphaf hans væri líklega að leita til Vhicy stjórnarinnar, leppstjórnar Þjóðverja í Frakklandi sem að hætti margra hægri stjórna vildi mjög upphefja fjölskyldugildin. Einhverjir vilja meina að hér á landi sé feðradagurinn eitthvað karlamótvægi við mæðradaginn hvað jafnrétti varðar. Þessi röksemd heldur varla, það er í raun ekkert til sem heitir réttur feðra eða mæðra heldur er það réttur barnanna að foreldrarnir sjái fyrir þeim.
En feðradagurinn er svo sem ekki eini tyllidagurinn sem svona hefur verið fluttur inn. Á síðustu árum höfum við séð birtast hrekkjavökuna, Valentínusardaginn og ýmsa fleiri svona daga sem flestir koma frá Ameríku. Nú er það svo sem ekkert nýtt að Íslendingar flytji inn tyllidaga og sumir þeirra hafa orðið rótgrónir til dæmis öskudagurinn, 1. maí og svo auðvitað allir hinir kirkjulegu helgidagar sem voru þó mun fleiri í kaþólskri tíð en eru margir horfnir. Þó er það svo að jólin eru líklega ekki innflutt hátíð heldur hafa þau verið alltaf til meðan germanskra þjóða sem sólstöðuhátíð. Það var ekki fyrr en miklu seinna sem kirkjan setti fæðingardag Krists á jólin.
En mjög marga séríslenska tyllidaga eigum við ekki. Séríslenskir tyllidagar eru sennilega ekki nema fjórir eða fimm. Sumardagurinn fyrsti, Þjóðhátíðardagurinn, konudagur og bóndadagur og hugsanlega frídagur verslunarmanna. En þegar allt kemur til alls þá eigum við sennilega nóg af tyllidögum og frídögum, líklega er ekki ástæða til að flytja fleiri inn að kröfu verslunarstéttarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2011 | 20:53
Spítalalíf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 20:52
Riddarinn af Reykjavík
Mörður heitir maður ekki Valgarðsson eins og þessi hvimleiða persóna í Njálu heldur er hann Árnason og er alþingismaður. Margt bendir til að hann sé ver að því kominn að vera sleginn til riddara af Reykjavík. Vel er þekkt hetjuleg barátta hans sem einskonar skósveins Ögmundar okkar innanríkisráðherra. Því barátta hans gegn áfengisauglýsingum, Vaðlaheiðagöngum og vondum Kínverjum og í stuttu máli atvinnuuppbyggingu á norðurlandi. Þá hefur Mörður ásamt fleirum flutt afar sérkennilega tillögu um eflingu höfuðborgarinnar, hann áttar sig ekki á því hversu öflug hún er nú þegar að skuggi hennar er að kæfa öll önnur byggðarlög í landinu líklega á þessi makalausa tillaga að reka smiðshöggið á verkið og koma síðustu sveitalubbunum af hundaþúfunum sínum í menningu malbiksins þá verður það ef til vill ekki spurning hvort framlag íslands í eurovision verði sungið á íslensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 20:36
Ítalía multo bella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2011 | 21:00
Feitt fólk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 22:33
Ögmundur og bjórinn
Hann Ögmundur okkar innanríkisráðherra var á fundi í morgun, að ég held hjá Allsherjarnefnd Alþingis, og var það spurður meðal annars út í frumvarp eitt sem hann hefur verið að rembast við að koma í gegnum þingið um breytingar á áfengislögum þar sem íslenskum bjórframleiðendum yrði ekki lengur heimilt að auglýsa til dæmis Egils gull léttöl eða léttur Thule. En þessi leið fram hjá áfengislögum hefur verið mikið notuð af íslenskum bjórframleiðendum í samkeppni við óheftan aðgang erlendra framleiðenda gegnum sjónvarp, blöð og tímarit. En nú á sem sé að stöðva þetta. Enn einn naglinn í líkkistu atvinnumála á landsbyggðinni því bjór er víða bruggaður á landsbyggðinni. Þetta á að minnka áfengisneysluna og þá helst með því að minnka innlenda bjórframleiðslu. Menn skulu jú drekka Carlsberg en ekki Víking.
Spurningin er hvort ekki mætti gera einhvers konar undanþágu varðandi auglýsingar á innlendri framleiðslu. Gagnvart Evrópusambandinu mætti eflaust benda á það ójafnræði sem ríkir í dag en það er víst ekki ætlun innanríkisráðherrans okkar að efla þannig íslenskt atvinnulíf..... jafnvel því má fórna á altari úreltrar áfengisstefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 21:03
Hremmingar Húsvíkinga
Ólöf ríka var merkileg kvenpersóna í íslenskri miðaldasögu. Þegar eiginmaður hennar var drepinn af erlendum ójafnaðarmönnum er mælt að hún hafi sagt hin fleygu orð: "Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði."
Þessi frásögn kemur upp í hugann núna þegar maður hugsar til þeirra hremminga sem ganga yfir Húsvíkinga þessa dagana. Hremmingar sem byrjuðu með niðurskurði á sjúkrahúsinu, brotthvarfi Reðursafnsins, áhugaleysis Alcoa að viðbættu áhugaleysi Ögmundar innanríkisráðherra sem má ekkert vera að því að svara Kínverjanum sem vill kaupa Grímsstaði. Og líklegt er að næst verði það Vaðlaheiðargöngin sem blásin verði af og hugsanlega mun svo Náttúrufræðistofnun koma og taka Hvalasafnið suður í hagræðingarskyni. En Húsvíkingar, öfugt við Ólöfu ríku, taka að gráta Björn bónda. Nú væla þeir utan í ríkismömmu og biðja hana að kyssa á bágtið í stað þess að safna liði innan svæðisins og innan allrar landsbyggðar til að hefja uppreisn gegn sterku Reykjavíkurvaldinu. Því miður eru blessaðir þingmennirnir úr kjördæminu ekki góðir málsvarar þeirra. Að það skuli hlakka í sjóara frá Ólafsfirði þegar þjónusta og atvinnutækifæri eru tekin frá samherjum hans rétt fyrir austan.
Það er kominn tími til að þingmenn landsbyggðarinnar komi í veg fyrir að landið sporðreisist og verði gert að einum allsherjar þjóðgarði og friðlandi handa einhverjum skrifstofublókum fyrir sunnan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 20:51
Öfug byggðarstefna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 21:38
Enn af biskupsmáli
Ekki er enn alveg farið að slota umræðuóveðrinu um hinn meinta perra á biskupsstóli. Þó nokkuð sé síðan málið kom upp er þjóðin enn sem lömuð yfir fréttunum og vitaskuld er allt traustið sem menn báru til kirkjunnar löngu fokið út í veður og vind. Núverandi biskup þorir ekki að opna munninn, hugsanlega af ótta við hneyksli og virðist ekki á þessari stundu líklegur til að taka pokann sinn. Gaf út ásamt vígslubiskupum fallega orðaða yfirlýsingu í dag sem margir munu þó vafalaust líta á sem yfirklór ef ekki fylgja athafnir.
Segja má að það muni verða erfitt fyrir þjóðkirkjuna að endurheimta traustið aftur. Hugsanlega þarf kirkjan að endurmeta stöðu sína í þjóðfélaginu og hreinsa til. Vel má hugsa sér að stjórnsýsla hennar verði einfölduð og báknið minnkað. Þannig er það spurning hvort ekki megi að mestu leyti leggja niður embætti biskups Íslands og fela störf hans vígslubiskupum sem tækju þá upp titilinn Skálholts- og Hólabiskup og yrðu þannig tengsl við söguna efld með fullri endurreisn biskupsstólanna. Vel mætti jafnvel hugsa sér að Guðfræðideild Háskóla Íslands flyttist einnig á annan hvorn biskupsstólanna. Af embætti biskups Íslands yrði ekkert annað eftir en heiðursstaða sem hefði lítið annað en táknrænt gildi og yrði meginverkefni hans að annast vígslu hinna nýju biskupa. Þá er í rauninni líka spurning um það hvort Þjóðkirkjan í sinni núverandi mynd eigi að vera ríkiskirkja. Sú spurning er áleitin hvort ríkið eigi að styðja þannig eitt trúfélag framyfir öll önnur.
Svo þversagnakennt sem það er þá finnst manni samt nokkuð langt gengið hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur að amast við trúfélögum í skólum. Því þó að perrar og barnaníðingar slysist til að verða biskupar þá svertir það í sjálfu sér ekki kjarna kristinnar trúar um náungakærleika, jöfnuð og mannhelgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)