Höfuðið er mætt.

Vigdís Hauksdóttir hefur tekið gleði sína á ný.  Höfuðið er mætt til leiks og því flokkurinn ekki lengur sá höfuðlausi her sem hann fyrrum var.  Það er svo aftur á móti allt önnur Ella hvort að limirnir dansi eftir þessu höfði.  Nýjustu fréttir herma nefnilega að áhrifamenn í kjördæmi höfuðsins séu eitthvað farnir að ókyrrast og hafi Höskuldur Þórhallsson fullan hug á að koma fram hefndum fyrir að vera sviptur leiðtogasæti sínu af aðskotadýri að sunnan meðfram vegna einskærs klaufaskapar akureyringanna sem sæti áttu í fulltrúarráði Framsóknarflokksins í kjördæminu.  Og það verður að teljast ótrúleg áhætta sem Framsóknarflokkurinn tekur ef þeir ætla að dröslast með Sigmund í farteskinu sem leiðtoga í komandi kosningum.  Varla getur fundist jafn mikill klaufi í allri stjórnmálasögu lýðveldisins.  Nú síðast þegar hann segir að það hafi verið einhver ofsókn á hendur Framsóknarflokksins þessi frægi Kastljósþáttur og e.t.v. kann hann að hafa kórónað þennan klaufaskap með því að ætla að þrýsta á svíana að kippa út sínum þætti.  Ef maður ræður Framsóknarmönnum heilt þá ættu þeir nú þegar að blása til flokksþings og velja nýja forystu og dettur manni auðvitað fyrst í hug Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Ef einhver getur bjargað afmælisbarninu frá hruni þá er það líklega hún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband