Náttröll

Sól upplýsingaflæðis skein skært í síðustu viku.  Allt frá hinum fjölþjóðlega Kastljósþætti til loka föstudags lenti vart beinum fréttasendingum eða beinum þingfundasýningum.  Fréttafíklar fengu nóg.  Í þessu upplýsingasólskini baðaði Ríkisútvarpið sig ekki hvað síst.  Það er hægt að hrósa því mjög fyrir umfjöllun sína, en svo þversagnarkennt sem það sýnist vera kom jafnframt í ljós að dagar hins hefðbundna stjórnmálavædda Útvarps Reykjavík eru taldir.  Það er einfaldlega steinrunnið eins og hvert annað náttröll.  Það þýðir ekki lengur fyrir stjórnmálamenn að ráðskast með fjölmiðla, því fólk fær einfaldlega upplýsingarnar annarsstaðar frá og allar þessar hefðir sem eiga að þýða einhvern stöðugleika eru eiginlega orðnar hjákátlegar, td úreltir fréttatímar, hjáróma klukknasláttur og þetta hvimleiða Útvarp Reykjavík.  Það er ekki lengur hægt að reka einhverja steinrunna fjölmiðlasamsteypu í grimmri samkeppni við einkastöðvar á höfuðborgasvæðinu og láta sveitavarginn á hundaþúfunum borga brúsann.  Okkar ágæti útvarpsstjóri hefur örgglega góðan vilja til að breyta en hann á örugglega við ramman reip að draga þar sem eru afkomendur fyrrverandi stjóra í þriðja og fjórða ættlið og einhverjir fauskar sem ekki fara úr Útvarpshúsinu fyrr en á grafarbakkann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband