Örlæti Eyglóar.

Það var með nokkurri eftirvæntingu sem maður fór í bankann í gær til að athuga hvað maður fengi útborgað úr tryggingunum.  Í ljós kom að útborgaðar tryggingabætur voru rétt liðlega 2500 krónur og höfðu hækkað um heilar 14.000 krónur frá því í desember.  Þetta er nú örlætið hennar Eyglóar minnar.  14 þúsund krónur og auðvitað ekki afturvirkt.  Slíkan munað fá aðeins dómarar, bankastjórar og aðrir slíkir.  Sigmundur blessaður fær víst eina litla milljón og fjármálaráðherra segir að bótaþegar hafi aldrei haft það betra, með 246 þúsund krónur.  Þarna lýgur Bjarni Benedikts. 246 þúsundin eru bæturnar fyrir skatta því auðvitað tekur ríkiskassinn aftur 40.000 af því sem hann greiddi í bætur.  Þetta er svoldið skondið vegna þess að menn tala um hversu mjög hafi vænkast hagur þjóðarinnar eftir hina frábæru samninga við slitabúin sem valda því að hægt hefur verið að grynka á skuldum þjóðarinnar, þannig að á næsta ári er komið svigrúm til að halda mikla veislu fyrir millistéttina, sem er jú stærsti hluti kjósenda.  Öryrkja og aldraðir eru það fáir að þeir skipta engu máli í pólitísku samhengi og engan hafa þeir verkfallsréttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband