í stuði með Guði

Það auðgar alltaf vandann að stilla sjónvarpstækið sitt á Ómega og fara þar í svolítið stuð með Guði. Heyra fjöruga rokktónlist og hlusta á andríki predikarana sem sumir hverjir virðast að vísu vera nýsloppnir útaf geðveikrahælum, en hvað um það. Biblían er kórrétt hvað svo sem menn segja en stundum skrika menn svolítið fóturinn á hálu svelli trúarinnar. Einn miðvikudag fyrir skemmstu var á dagskrá stöðvarinnar merkilegur þáttur sem nefnist Ísrael í dag og var hann í umsjá einhvers Sigurðar Júlíussonar. En framleiðandi þáttarins sýndist manni vera ísraelski sjóherinn. Þessi þáttur var einhver sá lélegasti áróðursþáttur sem ég man eftir að hafa séð í sjónvarpi þó svo að aumingja umsjónamaðurinn íslenski skildi einlæglega trúa algjörlega þessu bulli. Þarna voru sýndar myndir sem komið hefur í ljós að eru illa falsaðar af átökum tyrkneska skipsins sem var á leið til Gasa, frásagnir sem engan vegin stóðust og rökstuðningsfærslur sem eru vægast sagt hæpnar. Eins og t.d. sú að hafnbann sé lögleg aðgerð til að hindra aðflutning óæskilegra hluta. Gott og vel, vel má vera að þessa lagagrein megi einhverstaðar finna en hún er þá ekki virk einfaldlega vegna þess að yfirráð Ísraelsmanna yfir Gasa njóta ekki alþjóðlegra viðurkenningar. Gasa er hernumið svæði sem lítur ströngum alþjóðalögum og samkvæmt þeim þá má hreinlega ekki hindra flutning nauðsynja þangað. Þetta er aðeins eitt dæmi að mörgum í þessum makalausa sjónvarpsþætti og því miður var þarna enginn til að andmæla. Hélt maður þó að slíkt væri skylda samkvæmt útvarpslögum. Það er merkilegt að engin kvörtun hefur komið vegna þessum einhæfa málsflutningi þarna og reyndar má það sama segja um sjálfstæðisstöðina hans Ingvars Hrafns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband