Leyndóiđ hennar Katrínar

Ţau hafa veriđ nokkuđ mörg leyndarmálin hjá ríkisstjórninni nú síđustu vikurnar. Stundum dúkka upp einhverjar skýrslur sem ţola dagsins ljós, stundum eru haldnir fundir sem ekki má fréttast af og stundum hleypur Jóhanna til útlanda án ţess ađ nokkuđ megi vitnast um ţađ. Af enn einu leyndóinu hefur nýlega frést úr menntamálaráđuneytinu. Ákveđiđ hefur veriđ ađ eftirleiđist verđi nemendur ađ greiđa sjálfir 30% skólagjalda viđ háskóla sem Lín hefur hingađ til lánađ fyrir. Einhverstađar segir ađ sönnu ađ tilgangur Lín sé ađ jafna stöđu fólks til náms en ekki getur ţessi ráđstöfun beinlínis talist gerđ í ţeim tilgangi. Fyrirsjáanlegt er ađ margt efnalítiđ fólk verđur ađ hverfa frá námi viđ virta góđa háskóla og listaskóla t.d. í Bandaríkjunum ţar sem skólagjöldin nema stundum einhverjum milljónum á önn. Svo virđist sem nú eigi ađ fara ađ rústa menntun á sama tíma og menn tala frjálslega um fjárfestingu í menntamálum! Ţví miđur virđast blessađir vinstri grćnir ekki alltaf alveg fylgja eigin stefnu. Mađur spyr sig t.d. hvers vegna veriđ er ađ ausa milljónum af skattfé almennings í ţá hrikalegu prump fjárfestingu sem hinn svokallađi Háskóli í Reykjavík er. Einhvertímann var víst á stefnuskrá VG ađ ríkiđ hćtti ađ styrkja einkaháskóla ţarna eys ţađ fé í offjárfestingarbyggingu sem er í göngufćri viđ annan fjársveltan skóla. Á međan ţetta gerist verđur fjöldi efnalítilla íslenskra ungmenna ađ hverfa frá námi viđ góđa erlenda háskóla. Vinstri Grćnir eru ađ sjá til ţess eins og í mörgu öđru ađ horfiđ verđi til ţeirra gömlu góđu tíma ţegar skólaganga var forréttindi afkomenda fína fólksins!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband