19.6.2013 | 21:40
Vanvirt þjóðhátíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2013 | 14:39
Heimskan við stýrið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2013 | 21:31
Krónuvinafjélagið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2013 | 16:59
Hvítar hamfarir
Þýskir eldri borgarar lentu í hremmingum á Fjarðarheiðinni í fyrradag, 13.maí. Ástæðan, rútan sem þeir voru í lenti þversum á þjóðveginum vegna hálku, mun vera komin sunnan úr evrópu á sléttum sumardekkjum. Þjóðverjunum er nokkur vorkun, menn eiga því ekki almennt að venjast, jafnvel hér á íslandinu að vetrarfærð sé á vegum þegar komið er fram í miðjan maí. En staðreyndin er sú að enn ríkir nánast vetur í heilu landshlutunum. Fé er enn á gjöf og blessuð litlu lömbin leika sér ekki enn í högunum sem víðast eru þaktir snjó og þar sem ekki er snjór er kal. Það stefnir í harðvindavor, hvítar hamfarir sem menn hafa ekki sem mjög kynnst hin síðari ár. Á meðan á þessu stendur sitja þeir kumpánar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben sveittir við að finna peninga til að létta á skuldum svokölluðu heimila, sem mörg hver að minnsta kosti eru í rauninni fyrirtæki þar sem forsvarsmennirnir notuðu stundum jafnvel mjólkurpeningana til að kaupa hlutabréf. Þessu fólki á nú að bjarga en menn gera sér ekki ljóst þá neyð sem ríkir hjá bændum á norðausturlandi. Það er óhjákvæmilegt að ríkið komi með myndarlegum hætti til hjálpar fórnarlömbum hinna hvítu harðinda, annars er viðbúið að blessuð heimilin í þéttbýlinu muni þjást sem aldrei fyrr vegna mikilla verðhækkana á landbúnaðarvörum sem að óbreyttu mun skella á með haustinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2013 | 15:11
Froðusnakk
Í Þýskalandi er sagt að bjór sé því betri sem froðan á honum er meiri.
Ekki er hægt að segja hið sama um froðuna hjá frambjóðendum í komandi kosningum. Frekar virðast gæðin fara minnkandi eftir því sem froðan vex þó svo froðu í einhverjum mæli sé að finna í máli flestra frambjóðenda eins og í stefnuskrám flokkanna yfirleitt. Menn eru í grimmri samkeppni um það hver getur lofað mest og best þó engar innistæður séu auðvitað fyrir hendi. Sumar kosningastefnuskrárnar líta út eins og jöfnur sem ekki geta gengið upp samanber það að lofa bæði skattalækkunum og björgunaraðgerðum fyrir alla.
En svo virðist sem þjóðinni líki froðan vel að minnsta kosti sýna kannanir að þjóðin kann vel að meta málflutning sem engan veginn getur staðist. Menn búa ekki til peninga úr skuldum. Framvegis verða menn að hætta að búa til froðuskuldir og fara að baka verðmæti.
Næstu ár verða ár blóðs, svita og tára ef takast á að koma þjóðarbúinu út úr ruglinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2013 | 21:48
Rauðvínsmenning
Af því berast fréttir að mjög hafi dregið úr rauðvínsdrykkju Frakka. Ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar, hins tölvuvædda ungdóms sem helst kvað hafa snúið sér að bandarísku ropvatni og djúsum.
Þetta eru mikil tíðindi því góður matur og góð vín hafa í flestra augum verið helsta ímynd Frakklands og í raun einskonar hornsteinn franskrar menningar. Þetta vekur mann til umhugsunar. Spurningin er hvort séreinkenni og menning einstakra þjóða sé að hverfa, verða að einu allsherjar tölvuvæddu heimsglundri. Einhverri allsherjar flatneskju sem einkennist af sérhyggju og tilbreytingarleysi. Vera kann að í framtíðinni verði í rauninni ekkert spennandi lengur að ferðast til útlanda því þjóðirnar verða svo líkar að við sjáum í raun ekki svo mikið nýtt eða öðruvísi.
En lífið kann að verða miklu einfaldara og hollara þegar allir eru farnir að drekka sama gosdrykkinn og sama blávatnið, lesa sama tölvupóstinn og horfa á sömu bíómyndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2013 | 21:29
Vorjafndægur
Í dag eru vorjafndægur á alþjóðlegum degi hamingjunnar þann 20. mars.
Maður lærði í skóla að vorjafndægur væru 21. mars en þetta er víst eitthvað flóknara og breytilegt frá ári til árs. Skýringin á því að maður lærði þetta var ef til vill sú að það hefur líklega þótt nokkuð flókið að útskýra fyrir skólabörnum að vorjafndægur væru breytileg.
Annars er harla lítið vorlegt um að litast þessa dagana. Alhvít jörð og í gær brast á með hríðarbyl. Nokkrar lóur höfðu villst hingað norður en þær eru líklega króknaðar úr kulda núna. Þingmennirnir okkar sitja enn og þrasa og virðist ekkert fararsnið á þeim þótt einungis sex vikur séu til kosninga.
Fáein merki vorsins eru þó sjáanleg. Formúlan er að byrja og menn eru byrjaðir að spila knattspyrnu, að sönnu aðeins innanhúss enn þá. Páskar eru á næsta leyti og ætti fólkið að komast á skíði eða Aldrei fara suður.
Svo brestur á með sól og sumaryl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2013 | 21:05
Lífríki Lagarfljótsormsins
Fréttir berast af því að allt lífríki sé að deyja út í Lagarfljóti af völdum Kárahnjúkavirkjunar. Þetta vissu allir að myndi gerast en samt kemur það auðvitað öllum á óvart. Sumir héldu reyndar að hér væri um að ræða einhverja kosningabombu Vinstri grænna.
En auðvitað er hér mikil vá fyrir dyrum. Ef allt lífríki Lagarfljótsins er að þurrkast út þá hlýtur sjálfur Lagarfljótsormurinn þar með að hverfa. Heyrst hefur að við þessu hyggist Alcoa bregðast með því að búa til einn risastóran orm úr áli og setja í fljótið. Aðgerð í umhverfismálum sem ýmsir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Í umhverfismálum er svo sem ýmislegt að gerast. Þannig hefur frést að lífshættulegt sé fyrir fólk með veik lungu að vera á ferli í Reykjavík þegar logn er og heiðríkja. Og þegar vissar vindáttir blása bætist aska ofan á. Aska sem er enn á kreiki þótt eldgosin í Eyjafjallajökli séu löngu afstaðin. Og þegar við þetta bætist hrossakjöt sem verður nautakjöt, eða kjötbökur án kjöts þá er líklega í flest skjól fokið.
Meðan Grænlandsjökull bráðnar brenna verksmiðjur heimsins síðasta olíudropanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2013 | 21:23
Með þingmanninn í maganum
Óskaplega er það margt fólk núna sem gengur með þingmanninn í maganum. Þetta virðist vera hálfgerður faraldur í þjóðfélaginu. Ekki færri en fjórtán framboð eru komin nú þegar og fleiri geta enn bæst við. Það er því dálaglegur fjöldi fólks sem situr á framboðslistunum.
Þetta er að sjálfsögðu hið besta mál. Atburðir undanfarinna daga hafa sýnt okkur hvers konar samsafn allskyns grautarhausa situr þarna við völd. Spaugstofan er hreinasta hátíð miðað við það sem þarna er boðið upp á. Sennilega hefur þó vitleysan náð hámarki í vantraustsumræðunum á dögunum, þegar ein ágæt þingkona kvaðst ætla að segja "já" við tillögunni en bætti því við að hún vonaði að tillagan yrði felld. Maður spyr sig hvenær þessi skrípaleikur á að taka enda. Hvenær þingmennirnir hætta að drepa sín eigin mál með vitlausum tillöguflutningi og fara að gera eitthvert gagn í stað þess að eyða öllum tímanum í endalausu málþófi um mál sem allir eru sammála um.
Sú framkoma sem þingmenn okkar hafa sýnt undanfarna daga er skammarleg og mikil hneisa fyrir þjóðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2013 | 20:40
Heimilin í Draumalandi
Um sex vikur eru til kosninga og þegar eru næstum tuttugu aðilar búnir að lýsa yfir framboði. Hver yfirbýður annan og loforðin hrannast upp.
Stefnuskrár þessara ýmsustu framboða virðast flestar eiga það sameiginlegt að þær miða að því að heimilin verði flutt yfir í Draumalandið. Reyndar er orðið heimili eitt mest ofnotaða orð sem um getur í núverandi kosningabaráttu. Hvernig byggja á Draumalandið upp er að vísu ekki alltaf ljóst eða hvernig afla skal peninga fyrir þeim kostnaði sem af byggingu þess hlýtur að leiða.
Í Draumalandinu er engin verðtrygging, engar skuldir og engin útgjöld til neins. Peningarnir vaxa á trjánum og eru tíndir þaðan eins og hver önnur uppskera. Ef þá vantar er bara hringt í Seðlabankann og beðið um meira svo létta megi skuldunum af fleirum. Auðvitað hætta menn að borga skatta. Það verða svo miklir peningar í veskjunum að menn hafa efni á að borga himinhá þjónustugjöld í staðinn. Aldraðir, öryrkjar og fátæklingar; skítt með þá, þeir eru afgangsstærð sem engu máli skiptir. Menn byggja heimili sín upp á nýtt fyrir froðu sem búin er til í bönkunum eða tekin að láni í útlöndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)