Blessuð sjálfsbjargarviðleitnin

Kreppan okkar tekur á sig ýmsar myndir eins og í raun allar kreppur gera.  Einhvernvegin læra nöktu konurnar allt í einu að spinna, gömul og góð vinnubrögð lifna við og gamlir klækir eru í hávegum hafðir. Hér þurfum við ekki að minnast á þjóðaríþróttir á borð við skattsvik eða svarta vinnu. Heldur birtist sjálfsbjargarviðleitnin í mörgum nýjum óvæntum myndum. Sagt er að samdráttur í sölu lambakjöts sé 13% en landbúnaðarforustan lokar augunum fyrir því að lambakjöt er selt löglega jafnt sem ólöglega beint frá býli. Kjötiðnaðarmenn hafa margir mikla aukavinnu á haustin sem vitanlega kemur aldrei fram. Tölur sýna að áfengissala hefur dregist saman og allt forvarnarbatteríið hrósar í kór hinu nýju verðstefnu en blessaðir forvarnarsnillingarnir átta sig ekki á því að landinn rennur í stríðum straumum um göturnar sem aldrei fyrr og enn er í farvatninu að efla þessa heimaframleiðslu með frekari hækkun áfengisgjalds. Bruggarar þessa lands hljóta að fylgja sér um ríkisstjórn sem svo mjög gætir hagsmuna þeirra en vera kann að síðar fari að renna tvær grímur á forvarnarliðið þegar það kemst að því að ungviðið þambar landa eftirlitslaust um borg og bý. Lifi verðstefnan!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband