Krónan á botninn

Bjarni Harðarson heitir maður, fyrrverandi þingmaður framsóknarflokksins sem frægur varð síðastliðinn vetur þegar hann óviljandi sendi tölvupóst út um allar trissur sem ekki var ætlaður nema einum manni. Bjarni þessi var í viðtali nú um daginn á einhverjum fjölmiðlinum þar sem hann kom fram með þá kenningu að við eigum að afnema gjaldeyrishöftin nú þegar og láta krónuna okkar fara á botninn svo hún fari sjálfkrafa að rétta sig við aftur. Tóku menn samlíkinguna við alkahólista sem þyrfti að drekka sig á botninn áður en meðferðin hefðist. Nú er því þannig varið að það að drekka sig á botninn merkir í rauninni aðeins eitt, að deyja eða drekka sig í hel og varla fer dauður maður í meðferð. Svipuðu máli gegnir með krónuna, það er enginn botn til í sambandi við gengi. Ef gjaldeyrishöftum yrði snögglega létt af gæti það gerst að krónan færi að sökkva svo langt niður að hún rýrnaði margfalt. Við höfum dæmi: Fyrir um tuttugu árum fór sá sem þetta skrifar í ferðalag til Ítalíu og varð þá milljónamæringur í eina skiptið á ævinni, það er að segja fór með milljón lírur sem voru þá engin ósköp í íslenskum krónum. Efnahagur Ítalíu var þá engan veginn hruninn. Annað dæmi er t.d. þýska markið, rétt fyrir valdatöku Hitlers þegar eitt brauð kostaði milljónir marka og Sibambwe þar sem verðbólgan er einhver milljón prósent. En í þessum dæmum varð hrun. Þessi dæmi ættu að sýna mönnum að það er ekki til neinn botn varðandi verð á gjaldmiðli. Fallið verð hans mikið niður getur það þó valdið efnahagslegu hruni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband