7.7.2009 | 16:59
Dýrt að skeina sér
Verðbólgan næðir um Hvannadali og hnjúka. Eihvernveginn þannig segir í vinsælum dægurlagatexta frá því um nokkrum árum. Þá næddi verðbólgan og var ósköp nöpur en enginn vissi hvílíkt verðbólgufárviðri milli skella á afar snögglega einn dag í október. Með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Það er erfitt að finna hluti sem ekki hafa hækkað duglega í verði. Hvort sem er fyrir tilstilli gjörónýtrar krónu eða skattaglaðra stjórnvalda. Um daginn átti ég leið í Nettó, einu sinni sem oftar. kom þar auga á tvær klósettrúllur sem stóðu upp á hillu, utan á pakkningunni var verðmiði 998 kr. Einhvernveginn kom það upp í hugann, fyrir fáeinum mánuðum hefði maður séð samskonar klósettrúllur á um það bil 120 kr. stykkið. Víða kemur verðbólgan við. Nú er meira að segja svo komið að venjulegt fólk fer ekki að hafa efni á að skeina sér. Hver veit nema við þurfum að gera eins og Kínverjar, en þeir kváðu ekki nota klósettpappír. Enda hefur einhverstaðar verið sagt að ef Kínverjar tækju allir að skeina sér yrðu regnskógar heimsins uppurnir eftir 2-3 ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.