Sæti 2A í fokkernum

Sá sem þetta ritar hefur nokkuð oft þurft að heimsækja blessuðu höfuðborgina okkar vegna fyrirhugaðrar hornhimnu ígræðslu. Þessi hornhimnuígræðsla var fyrirhuguð fyrir um það bil ári og síðan hef ég þurft að fara all nokkrar ferðir þarna suður sem ekki hafa verið beinlínis til fjár. Stundum hefur þurft að lækka þrýsting á auganu með lasertæki, stundum hafa hornhimnurnar hreinlega tínst og ýmislegt annað hefur komið til. Alltaf hefur maður mátt þvælast í sæti 2A í fokkernum. Sem er komið í einhverja áskrift hjá mér núna. Auðvitað væru þessar ferðir fyrir löngu búnar að rústa fjárhagnum ef ekki kæmi til einstakt örlæti tryggingastofnunnar. Því ekki eru flugfargjöld svo gefins þessa dagana og engir afslættir í boði fyrir fatlaða þó svo að blessuð börnin fái af og til krónufargjöld sem reyndar eru nú víst 110 kr. í framkvæmd og er þó þessi einokunarbúlla sem kallast flugfélag Íslands víst komin í óbeina ríkiseigu eftir að Hannes Smára og félagar komu FL group og dótturfélögum þess fyrir kattarnef á dögunum. Þessar suðurferðir finnast manna ósköp feimlegar sem sumir benda á að þarna fái þá landsbyggðarvargurinn tilefni til að heimsækja borgina á kostnað skattborgaranna. Djamma þar og skemmta sér á meðan lækninga er leitað. Jú víst er það, maður notar auðvitað tækifærið til að djamma og skemmta sér í leiðinni ef kostur er á. En maður spyr sig samt, af hverju er íbúum blessaðrar höfuðborgarinnar veittur sami réttur. Á þá að djamma úti á landi um leið og þeir leita sér lækninga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband