3.6.2009 | 17:11
Týndar Hornhimnur
Hér kemur lítil saga úr íslenska heilbrigðiskerfinu. Sá sem þetta ritar er búinn að fara nokkrar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar hornhimnuígræðslu. Loksins rann upp stóra stundin nú skildi lagt í aðgerðina og meira að segja ferðinni flýtt um sólahring svo ekki skemmdust hornhimnurnar þegar þær kæmu. Ferðin kostaði morðfjár en maður gat huggað sig við að tryggingarnar myndu endurgreiða. Allt gekk að óskum ég var skoðaður, hjartalínurit og annað tekið. Augað var í toppstandi þannig að grænt ljós var gefið á aðgerðina og ég var lagður inn á augnskurðdeild Landspítalans. En rétt sem ég er komin þar inn hringir síminn. Þar er þá verið að segja frá því að hornhimnurnar séu týndar og enginn viti neitt um það hvar þær eru niðurkomnar. Einhverstaðar hélt maður nú í einfeldni sinni að líffæri týndust ekki svo auðveldlega í flutningum. Var því að ráði að ég var lagður inn ef svo færi að þessar hornhimnur kæmu skyndilega í leitirnar. Lág ég þarna inni þriðjudag og miðvikudag án þess nokkuð fréttist af hornhimnunum. Loksins á fimmtudagsmorgun ar mér sagt að hornhimnurnar hefðu fundist daginn áður en að þær væru ónýtar. Höfðu þær þá legið í frakt einhverstaðar á leiðinni þar sem frídagur var í Bandaríkjunum á mánudeginum en þaðan komu þær. Var mér tjáð að aðrar hornhimnur fengjust ekki fyrr en með haustinu. Og varð því að fara aftur norður um kvöldið. Greiðandi fyrir farið hálft lægsta fargjald til Kaupmannahafnar. Ekki var beðist afsökunar nema ef það hefur kallast afsökun að ég fékk reikning upp á liðlega 700 kr. fyrir einhverjar tvær rannsóknir sem gerðar voru inn á spítalanum. Þetta er líklega nýnæmi. Eitthvað í ráðstöfunum guðlegs Þórs sem Ögmundur hefur gleymt að afnema. Það hlýtur að bjóða hættunni heim ef að sjúkrahús geta rukkað svona fyrir rannsóknir inn á spítalanum. Þeir hljóta að hafa tilhneigingu til þess að gera heldur fleiri rannsóknir en færri er þörf er á. Til að afla blönkum sjúkrahúsunum meiri tekna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.