21.5.2009 | 16:09
Iceland Group
Nýtt fyrirtæki hefur að undanförnu komið fram á sjónarsviðið hægt og hljótt og sogað inn í sig mest allan efnahag þjóðarinnar. Þetta fyrirtæki getum við kallað Iceland Group en þessi Group nöfn voru vinsæl á eignarhaldsfélögum útrásarvíkinganna og group píurnar voru áberandi í þjóðfélaginu. En semsagt nú eru þessar grúppur flestar komnar undir hatt ríkisins eða þá viðskiptabankanna sem sjálfir eru komnir í ríkiseigu. Útrásarvíkingarnir flestir orðnir bónbjargarmenn á pappírnum en eiga þó vísast ennþá einhverjar matarholur á tortóla eða annars staðar. Flestir útrásarvíkingarnir voru víst ekki persónulega ábyrgir þannig að þeir komast sennilega ekki á vanskilalistana hjá Credit Info. Sumir segja að þessi ríkisvæðing sé ávísun á spillingu og vissulega er sú hætta fyrir hendi ef fjölmiðlar og almenningur eru ekki vel á verði. En gamla kerfið var líka spillt. Boxarinn sem stýrir Kópavogsbæ er síður en svo einsdæmi. Útrásarvíkingarnir skilja eftir sig heljarinnar drullupoll sem þjóðfélagið má synda í og enginn er látinn sæta ábyrgð. Líklega þorir kerfið ekki að ráðast gegn þessu og á meðan sitja þrotamennirnir í lúxusvillum sínum. Akandi um á Range Rover. Bíðandi eins og hýenur eftir að geta hirt draslið úr brunarústunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.