Tvær leiðir

Einhvernvegin hafði maður á tilfinningunni í gærkvöldi að maður væri sestur upp í einhverskonar tímavél við að hlusta á Alþingi. Verið var að ræða frumvarp sem lagt var fram í skyndingu til að loka götum á gjaldeyrishöftunum frá því í nóvember. Það kom nefnilega í ljós að kerfið hriplak nema núna gerðist þetta fyrir opnum tjöldum en ekki eins og hér áður fyrr þegar yfirstéttin laumaði burt úr landinu svörtum gjaldeyri í stórum stíl. Þá voru í gildi jafnvel enn strangari gjaldeyrishöft en nú og jafnvel ferðamannagjaldeyrir var naumt skammtaður. En þó að almenningur ætti erfitt með að útvega gjaldeyri hafa sennilega allir vitað að því að þeir sem sambönd höfðu t.d. atvinnurekendur í útflutningi áttu digra sjóði í erlendum bönkum. Má vel vera að þetta hafi átt sinn þátt í að blessuð krónan var þarna mjög lágt skráð og hvergi gjaldgeng. Nú er aftur komin sú tíð að krónan okkar gildir hvergi og við þurfum að fara að skammta gjaldeyri og vitanlega reyna þeir sem aðstöðu hafa til allt til að komast yfir þennan dýra gjaldeyri. Það kann rétt að vera hjá þeim sem álitu þetta bara byrjunina. Nauðsynlegt mun vera að setja enn þykkri girðingar með tilheyrandi spillingu og skriffinsku. Í dag er sennilega ekki nema um tvær leiðir að velja. Nokkuð sem kann að ráðast í næstu kosningum hvor leiðin verður farin. Annars vegar: Stilla þjóðfélagið t.d. aftur á sjöunda áratuginn, ganga úr EES og taka upp þjóðfélagsskömmtunar og verndar að miklu leyti sjálfbært og gæti þetta gengið ef við sættum okkur við umtalsverða lífsgæðaskerðingu og fábreytni miðað við það sem nú er. Hin leiðin er sú að við undirbúum ekki seinna en strax aðildarumsókn að Evrópusambandinu og upptöku evru. Ljóst er að þessi leið er heldur ekki alveg sársaukalaus, henni munu fylgja umtalsverðar breytingar á atvinnuháttum þar sem líklegt er að mjög muni draga úr vexti hefðbundinna atvinnugreina en við aftur á móti fá í staðin efnahagslegan stöðugleika, eitthvað bætt lífskjör en ef til vill jafnvel einhver hætta á atvinnuleysi. Svo virðist sem ekki séu í augnablikinu aðrar leiðir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband