27.2.2009 | 17:25
Norska leiðin
Þá er hann Davíð loksins farinn úr seðlabankanum. Lengsta og flóknasta uppsagnarbréf sögunnar segja sjálfstæðismenn. En gátu þess þó ekki að þeir áttu sjálfir stærstan þátt í að gera það bæði langt og flókið. Þarna sannast eiginlega sem oftar að sjaldan launar kálfur ofeldið. Því ekki var að heyra annað en að í þessu dramatíska 60s leikriti sem Davíð bauð upp á í kastljósinu á mánudag væri fólgnar heiftarlegar árásir á sjálfstæðisflokkinn fyrir stórfelld afglöp í stjórnun efnahagsmála. Þó að aumingja Geir hefði að vísu enga ásökun heyrt. Annar mætti halda að þarna í Kastljósinu hafi þeir allir verið samankomnir Hamlet, Macbeth, Leó Konungur og túdorarnir. Það var auðséð að þarna var að kveðja maður sem var svo yfirgengilega stór að allt í kringum hann varð að tómu hismi og hjómi. Enda varð auðvitað að leita út til Noregs eftir eftirmanni hans líklega enginn svo stór á landi hér. Stjórnarskráarbrot segja einhverjir en við vitum það og Davíð líka að menn hafa löngum hér sagt; Hvað er ein stjórnarskrá milli vina. Samanber öryrkjamálið þar sem virtur lögfræðingur útvegaði Davíð lögfræðiálit þegar mikið lá á og fékk gott ef ekki stöðu hæstaréttardómara að launum. En nú fara í hönd spennandi tímar spurningin er hvort við fáum Davíð aftur upprisinn fram á pólitíska sviðið með öll sín hræðilegu ógnvekjandi leyndarmál. Að minnsta kosti er fyrsta sætið í suðurkjördæmi laust. Gott að taka svolítið í hnakkadrambið á Þorgerði Katrínu og ráðast síðan fíleldur gegn Ingibjörgu og Jóhönnu. Maður er jú kvensterkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.