Endurtekning sögunnar

Einhverstaðar er sagt að sagan endurtaki sig í fyrsta skipti sem harmleikur og í annað skipti sem skopleikur. Um þessar mundir frumsýnir Freyvangsleikhúsið söngleik sem kallast Vínland. Ekki veit ég hvort þess er getið í söngleiknum sem fjallar um landnám í Vesturheimi að þarna er í rauninni um að ræða fyrstu misheppnuðu útrás hraustra víkinga. Hugsanlega hefur hún misheppnast vegna þess að þeir kunnu lítt til annarra lista en að drepa menn. Mörgum öldum síðar hófu Íslendingar aðra útrás sem auðvitað rúllaði enda þeim bent á að þeir kynnu miklu betur að veiða fisk en að standa í bankastarfsemi. Þessi endurtekning sögunnar var þegar öllu er á botninn hvolft að vissu leiti skopleg stæling á Leifi heppna og félögum. En um Vínarför hans lét Oscar Wild svo um mælt að Leifur hafi verið heppinn að finna Ameríku en að hann hafi verið jafn heppinn að tína henni. Annað dæmi um þessa endurtekningu sögunnar er í rauninni myndun síðustu ríkisstjórnar. Það undarlega er að enginn skildi taka eftir dagsetningunni þegar fyrsta konan var forsætisráðherra á Íslandi 1. febrúar. Þessi dagur er þó merkur í stjórnmálasögu Íslands því þennan dag árið 1904 fengum við heimastjórn og fyrsta ráðherrann, Hannes Hafstein og er það ef til vill skýringin á leikritinu sem sjálfstæðisflokkurinn setti á svið. Þar á bæ er Hannesi Hafstein af einhverjum ástæðum mjög hampað og því hafa sjálfsagt einhverjir framamenn í sjálfstæðisflokknum talið brýnt þar sem fyrsti ráðherra Íslands hafi verið Hannes Hafstein þá yrði nauðsynlegt að fyrsti kvenráðherrann kæmi líka úr sjálfstæðisflokknum. Fleira mætti til telja sem kalla má endurtekningu sögunnar eins og t.d. Þetta afturhvarf sem allir eru að tala um til fornra dygða og gamalla atvinnuhátta; Gamla góða sjávarútvegsins og landbúnaðarins sem hvoru tveggja eru reyndar á kúpunni en eiga samt að verða allsherjar bjargræðið. Eftir er aðeins að stilla tímavélina og færa þjóðina aftur um þetta 50 ár, gallinn er bara sá að það eru búin að líða 50 ár. Klukkan verður ekki færð aftur á bak vegna þess að hún er búin að fara áfram. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband