28.1.2009 | 16:58
Búsáhaldabyltingin
Þegar Alþingi hugðist koma saman eftir ríflegt jólafrí, þriðjudaginn 20. janúar til að ræða bráðafkallandi mál á borð við brennivín í matvælabúðir og fleira smálegt. Mætti þingheimi dynjandi sláttur sleifa í potta og pönnur. Ásamt harðri hríð snjóbolta og eggja sem svarað var með táragasi í fyrsta skipti í mannaminnum. Þetta átti held ég ekki að verða nein bylting heldur svona smá gaman í vetrardrunganum. En svo gerðist það eins og oft vill verða, atburðarrásin tók völdin. Menn sáu að lýðurinn var ekkert hættur að mótmæla heldur hafði hann bara safnað kröftum yfir hátíðarnar og þetta kom mönnum í opna skjöldu. Allt í einu hafa menn séð að fólkinu var ekki lengur sama, enda allir farnir að finna fyrir kreppunni. Jafnvel liðið með flatskjánna á fínu jeppunum. Skiptir engu máli í þessu sambandi þó mótmælendur hafi verið sundurlaus hjörð. Allt frá drukknum unglingum og anarkistum til fólks tengt vinstri grænum, forvarnarbransanum og atvinnumótmælendum á borð við vörubílstjóra og stjórnvöld voru ótrúlega veik fyrir líkt og í Austur-Evrópu á sínum tíma þegar kerfið féll nánast eins og spilaborg. Afsögn viðskiptaráðherra á sunnudagsmorgun var undirstaðan sem féll domino áhrif þess urðu slík að ekkert stóð eftir sólahring síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.