Nýtt Ísland

Í umroti síðustu daga hafa heyrst þær raddir að best sé að fleygja þessu gamla handónýta Íslandi. Sem menn eru búnir að steypa í þrot og gera tæknilega gjaldþrota. Jafnframt vilja menn koma á fót einhverju fyrirbæri sem menn kalla nýtt Ísland eða jafnvel annað lýðveldið með skírskotun til Frakklands en þar eru lýðveldin orðin fimm. Bankahruninu hefur fylgt eitthvert siðferðis og stofnanahrun. En þó að allt sé í rúst eru hugmyndirnar um endurreisn ekki almennilega mótaðar. Þó virðast þær flestar hníga að því að skilja enn frekar en nú er milli löggjafavalds og framkvæmdavalds. Menn tala jafnvel um að kjósa framkvæmdarvaldið beint líkt og í Frakklandi eða Bandaríkjunum og finna eitthvert kerfi sem kemur í veg fyrir að forfalla dómsmálaráðherra sé skipaður bara til þess að koma syni fyrrum forsætisráðherra í dómaraembætti. Menn deila einnig um kosningakerfi, sumir vilja að landið verði eitt kjördæmi en aðrir skipta því upp í pínulítil einmenningskjördæmi. En bæði þessi kerfi hafa kosti og galla. Ef til vill mætti fara þarna bil beggja; kjósa hluta þingsins af landslistum og hinn hlutann í litlum kjördæmum. Einnig mætti kjósa alla þingmenn af einum lista en koma á fylkjaskipun. Mörg sjónarmið eru hér uppi og væri ef til vill ekki vitlaust að kjósa stjórnlagaþing sem t.d. sæti á Þingvöllum og sem ráðherrar og þingmenn ættu ekki sæti á. Upp úr slíkum suðupotti kæmi hugsanlega einhver bræðingur sem nota mætti til að lappa upp á gjörónýtt lýðveldið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband