6.1.2009 | 18:29
Þversögnin Ísland
Ísland, stórasta landið í heimi. Þetta litla örverpi þarna út í miðju atlandshafinu er mjög undarleg þversögn. Andstæðukennd og súrrealísk. Land elds og ísa, gert úr hrauni eins og segir í vinsælli sælgætisauglýsingu. Með endalausa sumardaga og biksvartar vetrarnætur og þessar andstæður endurspeglast í þeirri þversagnarkenndu þjóð sem landir byggir. Þjóð sem manni finnst næstum því að sé haldin geðhvarfasýki. Einn daginn vinnur hún silfurverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum og tryllist við það af þjóðrembu. Eða kemst á Evrópumót kvenna í knattspyrnu með því að vinna leik sem meira minnti á íshokkí en knattspyrnu. Svo þegar þjóðin fer niður, sökkvir hún sér í kreppu svo mikla að slíkt hefur aldrei fyrr orðið og verður sér til skammar á alþjóðavettvangi. Byggir heimsins glæstu verslanahallir og býr til bankakerfi sem springur eins og heimsins stærsta helíumblaðra. Þessa þjóð blóðlangar að kjósa og skipta út öllu liðinu en það er eins víst að niðurstaðan verði sú að gamla settið verður allt komið á sinn stað aftur. Þjóðin mun sjálfsagt halda áfram að halda við einu sínu stærsta einkenni sem er yfirgengileg hræsni, guðsótti og forvarnir gagnvart öllum nema sjálfum sér. Stórasta landið eða málvillan í Atlandshafinu sem hefur það að einkunnarorðum "þetta reddast".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.