Glæpir á Gaza

Frá því á annan í jólum hefur heimsbyggðin mátt horfa upp á Ísraelsmenn sprengja og eyðileggja allt sem fyrir er á Gaza svæðinu sem er annar hluti Palestínska heimastjórnarsvæðisins. Ástæðan, jú einhverjir hamarsasnar hafa verið að skjóta rakettunum sínum inn á ísraelskt land en öfugt við íslenska óvita þá veit þetta lið full vel að flugeldar geta verið hættulegir ef menn fara ekki varlega með þá. Ísraelsmenn aftur á móti miskilja þetta eitthvað og halda líklega að þarna sé um kjarnaflaugar að ræða að minnsta kosti eftir viðbrögðum þeirra að dæmi. Ráðist er á Palestínu með flugvélum, brotið allt og bramlað og nokkur hundruð menn drepnir og síðan senda þeir dátana sína inn til að kála enn fleiri. Segjast vera að drepa hamarsliða en svo virðist sem það séu mest mengis konur og börn sem þeir hafa drepið. Og að sjálfsögðu kennir raunarbróðurinn sem enn situr í Hvíta húsinu aröbunum um og hið sama lepur kynbomban í menntamálaráðuneytinu íslenska upp eftir honum. Utanríkisráðherra á þó heiður skilið fyrir að hafa fordæmt framferði Ísraelsmanna. Þó slíkt fari í taugarnar á samstarfsönnum í sjálfstæðisflokknum. Þá mátti sjá dálítið furðulega áróðursmynd sem halda mætti að gerð hafi verið á Mossat ísraelsku leyniþjónustunni á okkar kristilegu omega stöð. Þar var lagt að jöfnu persónulegt gyðingahatur, amfetamínsfíkilsins og parkinsonsjúklingsins Adolf Hitlers og hatur óvina Ísraelsríkis í dag. Hér er grófur misskilningur á ferðinni. Mörgum sönnum vinum gyðinga blöskrar framferði Ísraelsríkis, sem svarar smástríðni einhverra strákspjakka með fjöldamorðum. Auðvitað er þessi smábarnalega ögrun hamarsliða óásættanleg, en henni á ekki að svara á þennan viðbjóðslega hátt. Það þarf að taka flugeldana af Palestínumönnum en þá jafnframt að taka kjarnorkuvopnin af Ísrael.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband