18.12.2008 | 19:57
Jól í Kreppu
Enn nálgast blessuð jólin. Jól sem að þessu sinni eru bæði í kreppu sjálf og eru haldin í kreppu. Sagt er að fólk muni að þessu sinni eyða mun minna fyrir þessi jól en undanfarin ár og t.d. þá verða ekki gefnir bílar eða flatskjáir í jólagjöf að þessu sinni. Gott ef ekki verða sumstaðar bara kerti og spil rétt eins og í þá gömlu góðu daga þegar þjóðin hírðist í torfkofum við kertaljós. Jólin hafa einhvernveginn alltaf sinn sérstaka sjarma, þrátt fyrir þá staðreynd að líklega hafi Jesús Kristur ekki fæðst 25.desember heldur annað hvort sennilega í apríl eða september og að öllum líkindum 4-5 árum fyrr en tímatal okkar segir. En það er vel til haldið að minnast sigur ljóssins í myrkrinu og í raun ekkert að því að minnast jesúbarnsins þar sem við vitum hvort eð er ekkert hvenær það fæddist. Það er og góður siður að gefa gjafir í minningu vitringanna, ríkisstjórnin er þegar búin að senda jólasveinana sína í þinghúsinu með gjafirnar handa landslýð í formi samdráttar, skattahækkana, vaxtahækkana, að viðbættri auðvitað blessaðri verðbólgunni. Svo kemur nýja árið með enn meiri kreppu og fjölda atvinnuleysi. Hugsanlega með miklum pólitískum átökum sem þess vegna gætu endað með stjórnarslitum kostningum og enn meiri kreppu.
Gleðileg jól þrátt fyrir allt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.