Þjóðremban á fullu

Eitt af sjúkdómseinkennum kreppunnar er sú vaxandi þjóðremba sem ríkir nú á fullu í landinu. Þó að Íslendingar í útlöndum læðist nú með veggjum og láti lítt á sér bera. Er þjóðarsálin á fullu hér heima við að dásama eigið ágæti. Veljum íslenskt og Íslandi allt heyrst nú kyrjað hvarvetna. Strútakjöt og frönsk gæsalifur verða ekki lengur á jólaborðinu. Heldur má þar aftur sjá gamla góða lambshrygginn. Allt sem útlend er, er barasta vont og hallærislegt í þessu stórasta landi og nú má meira að segja sjálfur Bretinn fara að vara sig. Menn ætla sér að eyða nokkrum milljónatugum í fyrirfram vonlaust málaferli útaf bankareikningum sem menn voru svo vitlausir að leifa einhverjum útrásar víkingum að setja á stofn í Bretlandi. Þetta er reyndar ekki óþekkt bragð, þegar illa gengur heima fyrir eru blórabögglar fundnir í útlöndum til að fara í stríð við. Auðvitað á láglaunafólk og bótaþegar almannatrygginga að borga brúsann. Því við máttarstólpunum Björgólfi, Birni Ármanns og hinum má alls ekki hreyfa. Nú er verið að færa tímavélina nokkra áratugi til baka með því að draga úr samfélagsþjónustu. Að vísu að kröfu vondra útlendinga. En hér innanlands munum við sjálfsagt fara að sjá ýmislegt gamalkunnugt. Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld, þurra miðvikudaga, skammtað á gjaldeyri, bjórbann og líklega verða brátt allir fjölmiðlar utan ríkisútvarpsins þagnaðir og þjóðin flytur brátt aftur í torfbæina og fer á skak og tínir fjallagrös.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband