18.12.2008 | 18:38
Enn um brennivínið
Enn skal talað um brennivínið. Þetta efni sem alltaf er vinsælt að tala um og hér í beinu framhaldi af umræðunni um brennivínsskattinn á dögunum. Mönnum þykir nefnilega ekki nóg að gert. Nýtt frumvarp er að verða að lögum um að hækka álagningu hinnar ríkisreknu einokunnar. Gott ef ekki til að bæta kjör vínheildsalanna svo mikið forgangsmál sem það er. Að minnsta kosti eru þessi áfengismál miklu meira í umræðunni heldur en frumvarpið um að lækka laun embættismanna sem hvað vera stranda í gegn. Umhyggjan fyrir brennivínsheildsalanum nær reyndar einnig til stjórnarandstöðunnar saman ber ræðu Kristins H. Gunnarssonar sem vildi helst hækka gjaldið meira þó það sé víst hæsta áfengisgjald í heimi. Að minnsta kosti var hann að kvarta yfir því að gjaldið yfir því hefði ekki fylgt vísitölu. Jæja, honum verður víst að ósk sinni að auka verðbólgu með þessu. Einnig talaði þarna einhver vinstri grænn stelpu krakki og blaðraði einhverja ósköp um lýðheilsu. En eins og Kristinn seldi sál sína fyrir fyrirtæki í heimabæ sínum þá er nú þessi stelpa hvað þekktust fyrir afskipti sín af atvinnumálum á landsbyggðinni sem hún ekki hefur hundsvit á. En svona í gamni, af hverju má þjóðin ekki í friði, drekka sig frá þessari bölvuðu vitleysu sem þetta lið er búið að koma okkur í. Það er furðulegt að hugsa til þess að þetta lið geti haft vit fyrir þjóðinni eftir að það er búið að setja hana á kvínandi hausinn.
Athugasemdir
Sammála hverju einasta orði.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.