Eftirlitsmaðurinn frá Washington

Það dylst víst engum að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið yfir stjórn efnahagsmála á Íslandi. Spor hans má alls staðar sjá. Dregið er úr framlögum til vísinda og menntamála, framkvæmdir eru skornar hressilega niður, krukkað er í tryggingabætur og búvörusamninga, og það á eina barna og unglinga geðlækninum utan Reykjavíkur er sagt upp og í býgerð er að taka upp komugjöld á sjúkrahús. Fylgir þó ekki sögunni hvort menn verði rukkaðir stórslasaðir og meðvitundarlausir, kannski kemur sú tíð líkt og í bandaríkjunum að fyrsta spurningin þegar menn koma á sjúkrahús er hvaða tryggingu þú ert með en ekki hvað gengur að þér. Allt þetta láta blessaðir jólasveinarnir við Austurvöll ganga yfir sig. Þykir enda miklu vænna um flokkskírteini sín heldur en fólkið sem þeir eiga að þjóna. En þetta er víst ekki nóg. Nú boðar komu sína einhver eftirlitsmaður eða kommissar þarna frá Washington til að ganga nú örugglega úr skugga um að Íslendingar hlýði og séu ekki með nein undanbrögð. Svo tala menn um fullveldisafsal ef við göngum í Evrópusambandið. Það virðist nefnilega ósköp lítið eftir af fullveldinu þegar einhverjir frjálshyggjugaurar að austan eru farnir að skipta sér af hlutum sem þeir hafa ekki hundsvit á. Þeim er bara sagt að það hafi verið eyðslufyllerí þjóðarinnar sem kom henni á kaldann klakann en ekki þessir 30 karlar og 3 konur sem flestir telja að hafi komið þjóðinni á hausinn. Með full þingi einhverja eftirlitsaðila sem ef til vill flugu bara í sólina með einkaþotum útrása víkinganna og kærðu sig kollótta þó allt væri að fara til fjandans norður á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband