Fyrir nokkrum mínútum var í útvarpinu viðtal við stúlku sem Hulda heitir Þórarinsdóttir og hefur numið stjórnmálasálfræði að ég held við Prinston háskóla í Bandaríkjunum. Þetta athyglisverða samtal fjallaði um notkun ótta sem stjórntæki og rannsóknir hennar á því sviði. Nú er það held ég allmennt viðurkennt og hefur í raun verið allt frá tíma Machiaveldis að það er miklu auðveldara fyrir stjórnmálamenn að láta þegnana óttast sig heldur en að elska. Eiginlega hefur maður stundum á tilfinningunni að fólk hafi tilhneigingu til að gera lítið úr stjórnmálamönnum sem eru sléttir og blíðir eins og t.d. Geir Haarde. Aftur á móti bera margir óblanda virðingu fyrir Davíð Oddsyni þó þeir jafnframt óttist hann og saki um valdnýðslu. Þannig eru nú allir skíthræddir þegar Davíð lýsir því yfir í viðtali við eitthvert danskt smábæjarblað að ef hann verði rekinn frá Seðlabankanum þá snúi hann bara aftur í pólitík. Nú virðist hann ekki njóta svo mikils fylgis en samt eru örugglega margir sjálfstæðismenn skíthræddir. Það kom fram í viðtali þessu sem í rauninni flestir stjórnmálafræðingar eru sammála um að ótti leiðir yfirleitt til þess að menn leita til fremur íhaldssamra flokka og finni þar öryggi. Kann þetta að vera meginskýringin á miklum uppgangi Vinstri Grænna. þar sem Vinstri Grænir eru mótvægi við hinn ráðandi Sjálfstæðisflokk en eru ef til vill á sumum sviðum ennþá íhalssamari en íhaldið sjálft. Auk einstrengingslegri þjóðrembu sem menn leita nú mjög til, teljandi allt útlent vont. Það er ekki lengur Elton John sem sóst er eftir í afmælisveislur höfðingjanna heldur er það Nonni Nikkari í Naustabæ.
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.