Hin guðlausa Evrópa

Ef maður vill skemmta sér yfir sjónvarpinu er oft tilvalið að stilla á rás 16 á sjónvarpi símans þar er að finna stöðina ómega sem segist vera kristileg og er það sjálfsagt svona að einhverju leyti þótt þessi kristni sé svolítið takmörkuð og einsleit. Því þar heyrast sjaldnast sjónarmið fjölmennustu kristnu safnaðanna eins og kaþólskra Othodox eða bara íslensku þjóðkirkjunnar. Á þessari stöð hefur að undanförnu margsinnis verið endursýnd Amerísk heimildarmynd þar sem reynt er að færa fyrir því rök að Evrópusambandið séu einkar óguðleg samtök. Rökin fyrir þessu eru meðal annars sótt í opinberunarbókina þar sem talað er um Dýrið og Skækjuna og því haldið fram að með Dýrinu og Skækjunni sé átt við Evrópusambandið. Enda tákn þessara fyrirbæra á evrupeningnum. Þetta er nokkuð langsótt skýring, menn vita yfirleitt frekar lítið um opinberunarbókina annað en að hún sé ein margra slíkra spádómsbóka sem komið hafa fram fyrr á öldum og margar torráðnar en dæmi um slíkt er t.d. Nostradamus. Margar kenningar hafa komið fram um það hvað Dýrið í opinberunarbókinni eigi að tákna og er sú sennilegasta af þeim að þar hafi verið talað um Rómaveldi. En samsæriskenningar um Evrópusambandið eru svosem ekkert nýnæmi. Það hefur verið kallað samsæri auðhringa, valdablokka og jafnvel kaþólskra en sannleikskornið í því er að nokkrar Suðurevrópuþjóðir sóttu það fast að fá kristni nefnda í stjórnarskrá Evrópusambandsins þeirri sem aldrei var samþykkt. Hvað sem áttu myndinni á omega líður þá má benda á að þráhyggja sú sem birtist í því að vera að sýna myndina aftur og aftur á sennilega nokkuð skylt við fræga kenningu Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers sem segir sé lygin endurtekin nógu oft verður hún að sannleika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband