28.11.2008 | 17:10
Því þá að kjósa
Því þá að kjósa er spurning sem margir bera fram þessa dagana. Ekki það að menn beri einhverja óskapa virðingu fyrir þessu liði sem situr þarna samkjaftandi við austurvöll og þykist ekkert hafa að gera. Eftirvill vonast menn eftir einhverjum breytingum. Aðrir segja að það megi alls ekki kjósa slíkt væri eins og skipta hest í miðri á en hesturinn er nú reyndar dauður áður en hann kemst út í miðja ána. Það sem einnig er talið mæla gegn kosningum er það að á þing gætu komist allskonar kjaftaskar og lýðskrumarar eða þá einhverjir sem veita vilja föðurlega ráðningu en það verður að segjast að svona fólk má nú þegar sjá á þingi. Að sönnu er ekki mjög klókt að fara að kjósa strax uppúr áramótum. Þjóðin þarf jú að jafna sig eftir jólin. En vel mætti hugsa sér að kjósa seint í apríl eða í maí. Þá vorum við búin að gera upp við alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem gera í febrúar en að sönnu þá kemur auðvitað alþjóða gjaldeyrissjóðnum nákvæmlega ekkert við hvenær við kjósum til alþingis. Enda virðast skilyrði hans fljótt á litið fremur óaðgengileg og einna helst sett fram í þeim tilgangi að framlengja um einhverja mánuði vonlausa barráttu Davíðs Oddsonar við að halda á floti krónu sem er þegar löngu sokkin sakir eigin þyngdar. Það er brýn nauðsyn að nýtt fólk taki við svo byrja megi að hreinsa til í rústunum en það þarf auðvitað að gera áður en eiginlegt björgunarstarf hefst. Þeim sem vilja halda sömu stjórnvöldum meðan á rannsókn málsins stendur skal bent á að það er ekki sérlega heppilegt að sökudólgarnir sjálfir sitja við stjórnvölin meðan á rannsókn gerðar þeirra stendur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.